15. okt. 2006

Þétt helgi.

Helgin var nokkuð þétt. Ég náði að vakna klukkutíma á undan vekjaraklukkunni á laugardagsmorguninn og var svo mættur á æfingu út á Seltjarnarnes kl. 11 með Nettettnum og svo skömmu síðar (um 13:30) á æfingu með M-Project í Kópavoginum.

Síðan eyddum við Sice síðdeginu hjá systur minni þar sem frændi minn hoppaði á mér í nokkra tíma milli þess sem við tókum lagið saman (sem þýðir að annar hvor okkar lemur trommu padinn á meðan hinn tekur leikfangagítarinn og tekur lúftgítar á honum og svo er sungið eftir fíling, en frændi sér um rokkstjörnu performansinn, þar sem hann hleypur og tekur pósur...)

Í dag kíktum við svo upp í Borgarnes þar sem sest var til "skrafs og ráðagerða" um eina viku næsta sumar.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker