30. mar. 2007

FAðiR og sønUR

Sælt veri fólkið, langt um liðið síðan maður bloggaði seinast. Drengurinn er orðinn mánaðargamall og vex og dafnar. Þetta mánaðarfæðingarorlof sem ég tók var fljótt að líða, enda var fyrsta vikan tekin áður en hann kom í heiminn. Ég tek svo aðra 3 í haust/vetur komandi.

Ég setti mér það markmið að ljósmynda hann daglega og birta a.m.k. eina á dag á flickr-síðunni. Það hefur tekist þrátt fyrir að maður verði stundum eftir á.

Tékkið t.d. á "1 mynd á dag" möppunni og "1 mynd á viku" möppunni til að sjá hvernig stráksi hefur þroskast frá því að hann kom í heiminn þann 28. febrúar s.l.. Svo má fá aðra sýn á þetta í "Archives / Taken in / 2007 / March" möppunni.

Annars höfum við "prufukeyrt" nafn á drenginn sem virðist komið til að vera og verður það opinberað 7. apríl n.k. og munu þá foreldrar og stjúpforeldrar Sice ásamt systkinum hennar sækja okkur heim og verður þá hátíð í bæ.Hér eru svo nokkrar myndir af okkur feðgum í nettu flippi.
 
 
 
 
Posted by Picasa

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker