Ég setti mér það markmið að ljósmynda hann daglega og birta a.m.k. eina á dag á flickr-síðunni. Það hefur tekist þrátt fyrir að maður verði stundum eftir á.
Tékkið t.d. á "1 mynd á dag" möppunni og "1 mynd á viku" möppunni til að sjá hvernig stráksi hefur þroskast frá því að hann kom í heiminn þann 28. febrúar s.l.. Svo má fá aðra sýn á þetta í "Archives / Taken in / 2007 / March" möppunni.
Annars höfum við "prufukeyrt" nafn á drenginn sem virðist komið til að vera og verður það opinberað 7. apríl n.k. og munu þá foreldrar og stjúpforeldrar Sice ásamt systkinum hennar sækja okkur heim og verður þá hátíð í bæ.
Hér eru svo nokkrar myndir af okkur feðgum í nettu flippi.