24. nóv. 2004

Bassahumar.

Fullt af fjúsjón bassa hetju vídjóum hér.

Samnorrænt ...

Í síðustu viku var komið að máli við okkur útskriftarnema frá Jazz- og Rokkbraut Tónlistarskóla FÍH (vorið 2004) og við beðnir um að spila í um 20 mín á þingi Norpuls-samtakanna (jazz, pop & rock deildin)(held ég að það heiti a.m.k.) n.k. föstudag. Við munum spila eitt lag eftir hvern okkar (þ.e. mig, Ívar Guðmundsson og Sigurð Rögnvaldsson). Okkur til aðstoðar verða þeir Steinar Sigurðarson (verðandi útskriftarnemi) og Kristin Snær Agnarsson. Ég ætla hins vegar að freista þess að láta drengina spila lagið After All, sem varð jú til í sumar og var ekki hluti af tónleikunum mínum, og til þess höfum við eina æfingu. Hinn lögin eru Grindli eftir Sigga og líklega Mullog eftir Ívar.
Þetta verður gaman.

ps. hressandi æfinga að telja 2 (með fætinum) yfir 5/4 þegar Grindli er tæklaður = 2 yfir 5.

Ný bók eftir Dr. Ágúst Einarsson prófessor um hagræn áhrif tónlistar

Viðskipta- og hagfræðdeild Háskóla Íslands hefur gefið út nýja bók eftir Dr. Ágúst Einarsson prófessor um hagræn áhrif tónlistar. "Hagræn áhrif tónlistar" er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi. Í ritinu lýsir Ágúst því hvernig tónlist er umtalsverður þáttur í hagkerfi þjóðarinnar.

Framlag menningar til landsframleiðslunnar er 4%, sem er meira en öll starfsemi raf-, hita- og vatnsveitna og nær þrefalt meira en landbúnaður eða ál- og kísiljárnsframleiðsla. Um 5.000 manns starfa við menningu hérlendis, sem er álíka fjöldi og starfar í útgerð eða í hótel- og veitingarekstri. Hinar skapandi atvinnugreinar verða sífellt mikilvægari í hagkerfinu.

Um 1.200 manns vinna við tónlistariðnað, sem er tæplega 1% af íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtæki í tónlistargeiranum velta um 6,5 milljörðum kr. á ári og framlag tónlistar til landsframleiðslunnar er um 1%. Um 43 milljörðum kr. var varið af einkaneyslu árið 2003 í menningu og er hlutur tónlistar þar af um 8,5 milljarðar kr.

Tónleikum hefur fjölgað verulega undanfarin ár, sérstaklega á landsbyggðinni, og er klassísk tónlist langalgengust. Fjöldi tónlistarskóla hefur nær sexfaldast síðustu fjóra áratugi og eru þeir nú 80 talsins. Nemendafjöldi í tónlistarskólum hefur ellefufaldast síðustu fjóra áratugi og nemendur eru nú 12.000 talsins. Tugir kóra starfa á landinu og eru kórfélagar yfir 3.000 talsins.

Jafnframt eru í bókinni stutt æviágrip 50 einstaklinga sem hafa sett svip á íslenskt tónlistarlíf síðastliðin 100 ár. Mikill fengur er að þessari bók fyrir alla sem láta sig menningu, og þá sérstaklega tónlist, varða. Dregnar eru ályktanir af þessari rannsókn um næstu skref til þess að efla enn frekar þátt tónlistar í samfélaginu.

Ágúst Einarsson er prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann á að baki fjölbreyttan feril. Hann nam rekstrarhagfræði í Hamborg í Þýskalandi og er með doktorsgráðu í hagfræði. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri við útgerð og fiskvinnslu, sat á Alþingi um árabil og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. stjórnarformennsku í fjölmörgum fyrirtækjum, forustustörfum í stjórnmálum, formennsku í bankaráði Seðlabanka Íslands og starfi deildarforseta í Háskóla Íslands. Ágúst hefur ritað mikið um rekstrarhagfræði, sjávarútveg og menningu.

Déskotinn danskur!!! Kærlighed og gode vibrationer i Reykjavík

Kærlighed og gode vibrationer i Reykjavík

Islands reggaeband nummer ét gav en superkoncert på Nasa i Reykjavík fredag aften.


Af Hanne Krage Carlsen

Solen har skinnet ualmindelig meget i Reykjavík under denne festival, og det var meget passende for fredagens koncert med Hjálmar.

Hjálmar, som udgav sin første plade tidligere på året, er noget så sjældent som et islandsk reggae-band, som med smertende smukke melankolske sange og orgel og vibrationer fik universet til at smelte sammen på Nasa. Sangeren i Hjálmar sang sjælen varm og publikum svajede med og følte sig hensat til noget langt væk fra det her meget kolde nord. Koncerten afslørede dog også, at den islandske musikscene er temmelig lille, bassisten i Hjálmar stod også på scenen med Þórir onsdag aften.

Og så nogle andre boller på suppen. Punkrock er stort på Island, og Hölt Hóra (betyder "halt luder") er et effektivt punkband, som lørdag aften væltede Gaukur á Stöng. Og væltede rundt, meget maskinelt og effektivt – kort og kontant. Der var ikke for mange folk til stede under koncerten, men de, dér var, tog det alvorligt.

Og så tilbage til Nasa. Det kan godt være, at solen skinner om dagen, men om natten er der frost. Så man får gået sig nogle kolde ture frem og tilbage mellem koncertstederne.

Hvis man vil høre mere islandsk musik, har mange lokale bands en profil med billede og mp3'ere på http://www.rokk.is.


Það hlýtur að hafa spurst út að afleysinga-bassaleikarinn á danska kærustu. ;-)

23. nóv. 2004

Dyrhólaey

Langt síðan ég hef farið út í Dyrhólaey. En í morgun var æfing hjá Tríói Sigga R (eitt af fjölmörgum tríóum ;) ...! Svo heim að símast í smá stund ... plögga og skipuleggja æfingar .. svo var það ræktin. Kom við í Tónastöðinni, þeir ætla að tékka á þessum Lakland fyrir mig. Svo er bara búið að liggja yfir Doors pakkanum, (ásamt öðrum tilfallandi heimilisstörfum) stefnir í æfingu hjá The Doors Tribute Band á sunnudaginn. Svo fékk ég tímaplanið fyrir Kringlu-giggin okkar Sjonna (= Dúettin Augnablik) í dag. 13 gigg í desember. Það fyrsta á laugardaginn (sem er reyndar í nóvember, tek orð mín til baka).

Ú je !

21. nóv. 2004

1

Við eigum afmæli í dag.
Fórum á Argentínu Steikhús af tilefninu.

Matseðillinn/menu:

Snöggsteikt risahörpuskel á fennel Risotto með epla og vermút froðu
Seared giant scallops on fennel risotto with apple and vermouth foam

Nauta Carpaccio með ólífuolíu, sítrónu og parmesan
Beef Carpaccio with olive oil, lemon and parmesan

Grilluð nautalund 200 gr. með bakaðri kartöflu og litríku salati
Grilled beef tenderloin 200gr. with baked potato and salad

Heit Valrhona súkkulaðiterta með blautum kjarna borin fram með ís
Warm valrhona chokolate cake with liquid center, served with ice cream


Gjörsamlega klikkað. Frábær matur og þjónusta. Jólastemmingin var hinsvegar ekki nauðsynlega... en fór eiginlega hringinn. Brill.


18. nóv. 2004

18. Nóvember /// 2003 vs. 2004.

18. nóvember ..

2004:
Vinna í útvarpsskjalahreinsun FÍH.
Æfa með Sjonna.
Vera slappur á því, leggja sig.
Fara á æfingu með Geimfarinu.
Spila með Tríói Sigurðar Rögnvaldssonar í M.H.
Fara á tónleika á Múlanum með Hilmari Jenssyni.

Hefði mjög svo gjarnan viljað sjá alla tónleikana með Hilmari, en það er víst ekki hægt að gera allt í einu.

2003:
Fyrstu tónleikar Quintets Sigurdórs (nú Amalgam) í Århus.
Þetta þótti hressandi.



Tjattaði við Sice í fyrsta skipti (fyrir utan kannski eitt hæ á Kollegíinu).



O.s.frv.

16. nóv. 2004

Tekið í takt og trega.

Lífsins hrynur.

Sá Hollensk-íslenska tríóið "Wijnen, Winter & Thor" spila á Póstbarnum seinasta föstudag. Andrés rokkaðir feitt.

Dagur íslenskrar tungu.

Er ekki tilvalið að æfa sig aðeins á tungunni?

S1 stafrænn.

Vildi að ég næði Skjá Einum svona vel heima í stofu...

hehe.. sé það núna!!

Gleðilegan dag íslenskrar tungu.

Og af gefnu tilefni þá er íslenska orðið yfir pizza, flatbaka.

Góðar stundir.

Jó!

Svaðalegur bloggskortur .. eða hvað. Allt í fínu hér á bæ.. nóg að gera, sem útskýrir bloggleysið að einhverjuleyti. En hverjum er svo sem ekki sama.

Nokkur gigg hafa rekið á fjörurnar sem nánar verður greint frá síðar.
Eitt er í þessari viku, en þá verð ég að spila með Standarda tríói Sigga Rögg á jazzkvöldi MH næsta fimmtudagskvöld. Sama kvöld og Hilmar Jensson verðu með einleikstónleika á Múlanum, sem mig langar að heyra.

Tékkið á jazzþættinum 5/4 ef þið viljið heyra nýlegt stöff frá Keith Jarrett standarda tríóinu. (Bara að spóla yfir veðurfregnirnar).

3. nóv. 2004

AlasNoAxis í Austurbæ, Jim Black og hagræn áhrif tónlistar.

Já frábærir tónleikar í gærkveldi hjá AlasNoAxis. Alltaf hressandi að heyra þá félaga spila. Eina sem ég saknaði kannski aðeins var einstaklings einleikur / improv. frá hverjum og einum frekar ein sameiginlegur spuni eins og oftast var. Þetta voru mjög rokkaðir tónleikar.



Skúli átti snilldar forspila að einu laginu, sem fékk mann bara til að langa í meira af slíku. SNILLD.

Fleiri myndir hér.

Hér má heyra viðtal við Jim Black
, þar sem hann talar um tónlist og lagasmíðar sínar. Viðtalið er um miðbik þáttarinns.

Á eftir viðtalinu við Jim Black er pistill um "Hagræn áhrif tónlistar" þar sem talað er við Ágúst Einarsson prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild. En hann flutti í dag (3. nóvember, kl. 12.15), erindið "Hagræn áhrif tónlistar" í málstofu á vegum Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar í Odda stofu 101.

Úr auglýsingu:

"Í málstofunni kynnir Ágúst niðurstöður rannsókna sinna á hagrænum áhrifum tónlistar, en líkön í stefnumótun og markaðsfræðum henta vel til greiningar á stöðu tónlistar. Áhrif tónlistar og tónlistarmenningar á hagkerfið eru oft vanmetin en sem skapandi atvinnugrein skiptir tónlistariðnaðurinn verulegu máli og hefur umtalsverð og víðtæk áhrif. Fjölmargir hafa atvinnu af tónlist og bein og óbein áhrif á aðrar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, eru mikil. Alþjóðahugsun og gott skipulag tónlistarskóla hefur einnig skilað miklu til framgangs tónlistar hérlendis."

Orð í tímatöluð.

2. nóv. 2004

hmm?!

Skellti mér í klippingu til Jökuls.
Long time since last time. Sá gríðarlega mikið af tónlistarfólki í traffíkini, og ekki minnkaði það þegar ég fór í 12Tóna og Tónastöðina. Nýjasti diskur AlasNoAxis fæst loksins hérlendis, 12Tónar eru að selja og gefa tónleikagestum 400kr. afsl. Einnig Keypti ég mér Skuggsjá þeirra Eyþórs Gunnarssonar og Jóels Pálssonar.

Sjáumst á tónleikunum í kvöld.

Matti bloggar.

Þá er félagi minn og vinur, hann Matti, farinn að blogga. Tjékk it out.

1. nóv. 2004

Á morgun segir sá ...

Tilhlökkunarefni.

Annars er magnað að hina ágæta verslun 12Tónar, sem er með umboð fyrir Winter & Winter hér á landi, hafi ekki enn (a.m.k. ekki á fimmtudaginn var) verið búin að fá nýjasta disk þeirra í AlasNoAxis



Né heldur nýju plötu Chris Speed Swell Henry.



Þær komu báðar út síðastliðið sumar.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker