24. nóv. 2004

Samnorrænt ...

Í síðustu viku var komið að máli við okkur útskriftarnema frá Jazz- og Rokkbraut Tónlistarskóla FÍH (vorið 2004) og við beðnir um að spila í um 20 mín á þingi Norpuls-samtakanna (jazz, pop & rock deildin)(held ég að það heiti a.m.k.) n.k. föstudag. Við munum spila eitt lag eftir hvern okkar (þ.e. mig, Ívar Guðmundsson og Sigurð Rögnvaldsson). Okkur til aðstoðar verða þeir Steinar Sigurðarson (verðandi útskriftarnemi) og Kristin Snær Agnarsson. Ég ætla hins vegar að freista þess að láta drengina spila lagið After All, sem varð jú til í sumar og var ekki hluti af tónleikunum mínum, og til þess höfum við eina æfingu. Hinn lögin eru Grindli eftir Sigga og líklega Mullog eftir Ívar.
Þetta verður gaman.

ps. hressandi æfinga að telja 2 (með fætinum) yfir 5/4 þegar Grindli er tæklaður = 2 yfir 5.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker