Já frábærir tónleikar í gærkveldi hjá AlasNoAxis. Alltaf hressandi að heyra þá félaga spila. Eina sem ég saknaði kannski aðeins var einstaklings einleikur / improv. frá hverjum og einum frekar ein sameiginlegur spuni eins og oftast var. Þetta voru mjög rokkaðir tónleikar.
Skúli átti snilldar forspila að einu laginu, sem fékk mann bara til að langa í meira af slíku. SNILLD.
Fleiri myndir hér.
Hér má heyra viðtal við Jim Black, þar sem hann talar um tónlist og lagasmíðar sínar. Viðtalið er um miðbik þáttarinns.
Á eftir viðtalinu við Jim Black er pistill um "Hagræn áhrif tónlistar" þar sem talað er við Ágúst Einarsson prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild. En hann flutti í dag (3. nóvember, kl. 12.15), erindið "Hagræn áhrif tónlistar" í málstofu á vegum Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar í Odda stofu 101.
Úr auglýsingu:
"Í málstofunni kynnir Ágúst niðurstöður rannsókna sinna á hagrænum áhrifum tónlistar, en líkön í stefnumótun og markaðsfræðum henta vel til greiningar á stöðu tónlistar. Áhrif tónlistar og tónlistarmenningar á hagkerfið eru oft vanmetin en sem skapandi atvinnugrein skiptir tónlistariðnaðurinn verulegu máli og hefur umtalsverð og víðtæk áhrif. Fjölmargir hafa atvinnu af tónlist og bein og óbein áhrif á aðrar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, eru mikil. Alþjóðahugsun og gott skipulag tónlistarskóla hefur einnig skilað miklu til framgangs tónlistar hérlendis."
Orð í tímatöluð.
Bloggsafn
-
▼
2004
(273)
-
▼
nóvember
(16)
- Bassahumar.
- Samnorrænt ...
- Ný bók eftir Dr. Ágúst Einarsson prófessor um hagr...
- Déskotinn danskur!!! Kærlighed og gode vibrationer...
- Dyrhólaey
- 1
- Ugla sat á tvisti !!!
- 18. Nóvember /// 2003 vs. 2004.
- Tekið í takt og trega.
- Dagur íslenskrar tungu.
- S1 stafrænn.
- Jó!
- AlasNoAxis í Austurbæ, Jim Black og hagræn áhrif t...
- hmm?!
- Matti bloggar.
- Á morgun segir sá ...
-
▼
nóvember
(16)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,