23. des. 2003

*geisp* HEY...!!! Alveg rétt... jólin bara handan við hornið...!

Það er nú bara letin sem ræður ríkjum hérna megin. Samt er nú alltaf verið að nördast eitthvað.

Annars langaði mig nú bara að óska ykkur gleðilegra jóla með laginu “Jólaljósin skær” í flutningi bassaleikarans góðkunna Jakobs Smára Magnússonar af plötunni “Bassajól”. (Nappað af Jon.is)

Ég heyrði fyrst af þessari hugmynd (um að gera bassajólaplötu) í þætti á Rás 2 (að líkindum sumarið 1995) þar sem Sniglabandið var að leika óskalög í beinni útsetningu. Bassaleikarinn var Jakob Smári og þegar hann var kynntur þá hafði einhver (líklega Pálmi Sigurhjartarson, sá er sér um slaghörpusláttur, samþeytun og söng) á orði að Jakob ætlaði að taka þátt í jólplötuflóðinu um næstu jól með plötunni “Bassajól”. Svo var hlegið vel og lengi.....!!!

En öllu gamni fylgir alvara!

Vel á minnst þá hef ég barasta ekki heyrt jólalag Sniglabandsins “Jólahjól” í aðdraganda komandi jóla...!!! Hvað er að gerast...??? (Kannski er heilinn í mér hættur að meðtaka lagið...)

Gleðileg jól.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker