31. okt. 2003

MENTAL NOTE: ekki reyna ad skipuleggja hljómsveitar æfingar í gegnum SMS.
Í dag er dagur letinnar og kvöld hinna síkátu hrekkjalóma...! þannig ad í dag hef ég svo sem ekki afrekad mikid.. en samkvæmt gamalli indíjána speki.. þá þarf madur stundum ad slaka á og láta andan (the spirit) ná líkamanum.. því þad er jú hægt ad taka fram úr sjálfum sér.. er einhver ad skilja mig..!?! En menn virdast ánægdir med mætinguna á big band dótid og hér eru nokkrar myndir...!


nú hver veit nema ad madur gerist hrekkjalómur í kvöld..!

30. okt. 2003

þá er Weather Report dótid á enda runnid.. tókst bara ágætlega ad ég tel.. ef madur fer ekki ad einblína of mikid á smáatridi..! Annars vard ein smá breyting á mannskapnum rétt fyrir fyrstu tónleikana, gítarleikarinn gedþekki Simon Bekker tók upp á því ad skera sig í fingurna.. þannig ad "verdlauna" gítarleikarinn Kristian Vestergård tók ad sér djobbid..! þad verdur gaman ad heyra upptökur frá þessu..! Svo fengu sumir sér hressingu á eftir..! þannid ad ég er nú ad súpa seydid af því..! Var annars ad koma af æfingu med bandinu mínu..! Nokkud endasleppt æfing.. saxa lausir og gítarleikarinn (Bekker) þurfti ad fara í fyrra fallinu..! En annars eru ýmsar pælingar í gangi... meira um þad sídar..!

29. okt. 2003

Hellú..! Allir lifandi bara..! Nú í gær voru margumtaladir Weather Report tónleikar í Ridehuset. þetta tókst bara ágætlega.. engir skandalar...! En ég held/vona ad þetta verdi allt adeins betra í kvöld.. svo á ég líka von á ad meiri hlutinn af fólkinu sem býr med mér ætli ad kíkja.. þad er ekkert nema hressandi..! Annars létum vid Jeper trommari okkur ekki nægja ad spila á tónleikunum... því vid fórum á Fatter Eskil ad þeim loknum og tókum þátt í vikulegu blúsdjammi þar á bæ.. ég spiladi eitt sett..! Annars hafdi ég hjólad nidri Ridehuset í "hljódprufuna", (med bassann) og eru þad um 5 km adra leidina.. þannig ad madur þreyttist sæmilega fyrir pakkan.. þannig ad strætó er málid í þessu tilviki... nú svo fengum vid frítt ad éta í Ridehuset.. þad voru tveir réttir sem madur gat valid um.. ég fékk einhvern artífatí fiskrétt, sem bragdadist svo sem vel.. en skammturinn var ekki fyrir vinnandi mann!! Vona ad þad verdi meira "kjöt á beinunum" í kvöld.. held þad verdi "chilli"..!

27. okt. 2003

Var ad koma af big band æfingu .. þær taka alltaf vel á ..! þetta er ad skrýda saman.. en getur samt verid brothætt.. enda eyddi Bill Warfield smá tíma í ad spjalla um mistök og hvernig madur "dílar" vid þau.. "recovery"..! Mestu mistökin eru ad láta mistökin í ljós (eda þannig...) koma upp um sig..! Annars var bleik brugdid í dag, thegar ég var ad versla mér strengi.. ég fór fyrir u.þ.b. mánudi og keypti 5 strengja Dr sett... á 300 og eitthvad danskar krónur í búd sem heitir Woodstock Guitars... helvíti gott verd þar á bæ..! En ég er bara svo áttavilltur nidrí bæ svo ég tala nú ekki um rétt í kringum midbæinn.. ég hef farid í nokkrar hljódfæraverslanir en í dag fann ég barasta enga.. en eftir 1 símtal og 1 fyrirspurn fann ég búd sem heitir Rock City.. þar kostadi 5 strenga Dr sett 500 og eitthvad krónur.. greyid afgreislublókin sá ad mér var alvara med ad ég hafdi fengid settid ódýrara í WG og gaf mér ágætis afslátt upp á 119 d.kr. (ég keypti 1,5 kg af kjúklingabringum á 120 kr í dag svo ad þad munar um minna..!) en engu ad sídur mun dýrara en hjá WG.. ég hafdi bara ekki tíma til ad leita ad Woodstock.. man þad bara næst...! En jæja best ad skrölta heim..!
Var í söngtíma.. jamm og jæja..! er ad spá í ad dæla á ykkur hradvirknislegu, ósönghæfu íslensku thýdingunni á texta Elton John vid "Your Song". þessi þýding var svona meira gerd fyrir skilning.. ég hefdi aldrei látid svona frá mér sem eitthvad nothæft.. en þad segir sig sjálft held ég..!

"Lag þitt"

Hún er eilítid skrýtin, þessi tilfinnig innra med mér.
Ég er ei einn þeirra sem geta sig falid.
Ég á ei aurinn, en drengur ef ég ætti,
þá keypti ég hús, þar sem vid (bædi) gætum búid (dvalid.. rímar ;)..).

Ef ég væri leirsmidur, og þó ætli þad,
eda eiturbraskari í ferdasýningu
þad er ei mikid, en ég get ei betur,
mín gáfa er mitt lag, (og) þetta er þitt.

Og þú getur öllum sagt, ad þetta sé þitt lag
þad kann ad vera nokkud einfalt, en þannig er þad nú (gert).
Ég vona ad þér sé sama
Ég vona ad þér sé sama ad ég færi í ord
Hversu dásamlegt lífid er þegar þú ert (í heimi) hér.

Ég sat (uppi) á þakinu og sparkadi í mosann
nú sum þessara erinda flæktust fyrir mér
En sólin hefur glatt mig medan ég kvad þetta lag
þad er tileinkad fólki á vid þig, sem heldur henni gangandi.

Svo þú fyrirgefur mér minnisleysid, en þetta eru mín verk.
þú veist, ég hef gleymt hvort þau séu græn eda blá,
en þarna, þú veist, ég meina,
augun þín eru þau fegurstu sem ég hef séd.


jamm svo er nú þad.. vonandi er hægt ad hlægja ad þessu..!

26. okt. 2003

Jæja þá er önnur big band æfing frá..! kemur allt saman...! Bill Warfield er ferlega týpískur amerískur midaldra jazz gaur .. (hvernig sem hann nú er svo..!) Segir sögur og svona.. honum finnst Winton Marsalis (lat: Winston Canabis (hehe ný sígarettutegund..! ;)) hafa eydilagt jazzinn...! jazzgo..! Annars var ansi hressandi móment á æfingunni í gær þegar Chappe kemur vid annan mann inn í æfingar herbergid...! Madurinn lítur yfir hópinn.. ég sá þad á honum ad hann hlyti ad vera bassaleikari, svo var þad hvernig hann leit á mig.. hehe...! Chappe kynnti gaurinn og hann reyndist vera Hollenskur bassanemi í heimsókn...! Hann kom svo til mín og plantadi sér hjá mér og vid reyndum svona eitthvad ad spjalla medan vid æfdum The Three Marias..! Hann hafdi verid í 6 daga og fer í dag (26.10.2003) er ad spá í ad sækja um sem skiptinemi í DJM...! Hann fékk símanúmer og e-mail hjá mér og ætlar ad vera í bandi...! Alltaf hressandi ad kynnast fólki.. ekki satt..! Nú annars virdist sem Bill hafi hætt vid ad spila Teen Town.. af einhverjum ástædum.. trompetleikararnir voru mjög fegnir.. þeir hefdu þurft ad æfa sig heilan helling...! Já og Havona... shit.. vid erum a.m.k. ekki ad spila lagid of hægt.. en þad er meiri dýnamík í gangi þannig ad madur er ekki á útopnu allan tímann..! hmm!?! hvad meira..! já í dag seinkudum vid klukkunni um 1 klst. Vetrartími takk fyrir...! Eda eins og mbl.is ordadi thad..!!: Evrópulönd breyta klukkunni
Klukkunni var flýtt í flestum Evrópuríkjum í nótt og gátu Evrópubúar því legið í rúminu klukkutíma lengur í morgun. Klukkan á Bretlandi, Írlandi og Portúgal er nú það sama og hér á landi en flest önnur lönd eru klukkutíma á eftir. Finnar og Grikkir eru tveimur tímum á eftir.

þad verdur þá ekki eins mikill munur ad koma heim *hóst*....! En segjum þad .. Lifid heil..!

25. okt. 2003

Big band í allan dag .. frá 12:00 .. er gall súr og daud þreyttur..! Frá ýmsu ad segja en þad verdur ad bída held ég.. ! Verd ad ná í kjörbúdina ádur en hún lokar..!

24. okt. 2003

Gott kvöld gott fólk.. og allskonar..! Gerdi mér sér ferd í skólann til ad sækja bassa partinn ad Havona.. loksins.. ! Annars bara allt gott ad frétta... kuldinn er farinn ad ágerast hér í Árósum.. vindurinn adeins meiri í kvöld heldur en venjulega.. verkjadi í eyrun eftir hjólreidartúrinn... en bara hressandi..!
já og svona til ad auka studid og minnka pressuna, thá mun danska ríkisútvarpid hljódrita tónleikana á midvikudaginn...!!
Bíldudalsgrænar baunir... ! Var ad koma af big band æfingu.. ! þad er bara ekki hægt ad æfa þetta of mikid..! The Three Marias gekk bara vel, sem og Man In The Green Shirt. Báturinn fór ad vagga þegar kom ad Havona.. ég hafdi engann part.. en var ad reyna ad "feika" mig eftir einhverju "Real" bókar dóti.. sem var hálf vafasamt.. því útsetningin fer um vídan völl frá upphafinu.. og því ég þarf ad spila unislínur med ödrum á stökustad..! Ekki létt ad spila þetta grúf í tempói..! Svo var þad Teen Town.. laglínan slapp fyrir horn.. hún á ad vera unis med einhverjum.. ég var í einhverju basli med ad skilja "Q"-in eftir sólóid.. þetta kemur...! Annars kemur Bill Warfield í dag og Chappe ætlar ad krefja hann um bassapartinn í Havona.. verd ad nálgast hann í kvöld..! No rest for the wicked..!

23. okt. 2003

Jæja þá .. þá er fyrsta æfing med bandinu mínu yfirstadin.. gekk barasta bærilega.. gaman ad prufa þessi lög í nýju "umhverfi" .. mestur tími fór í "Fridinn".. eins og svo oft ádur .. en gekk samt nokkud greidlega..! Enn eitt lagid bættist í Weather Report súpuna.. lag eftir Bill Warfield sjálfann "Mad Dog" eitthvad..! 7 bladsídur af (hand)skrifudum bassaskít..! Ekki mikill tími í neitt annad en ad æfa sig.. á morgun byrjar svo "æfinga lotan mikla" vegna Weather Report tónleikanna.. æft verdur á hverjum degi fram ad tónleikum, á þridjudag er svo generalprufa um daginn og tónleikar um kvöldid..! En þid hugsid bara vel til mín á medan .. sjáumst..!

22. okt. 2003

ekki má gleyma ad dvölin er nú hálfnud...! tveir mánudir í sarpinum!!
Hvern hefur ekki langad til ad vera í hljómsveit med Kasper og Jesper .. verst ad þad vantar Jonatan...! hehehe! Hressleiki...!
Gott kvøld... bara verid ad æfi sig hægri, vinstri, snú...! Teen Town útsetninging kom í hólfid ... virdist vera frekar mikid af villum... frekar en smekkleysi...! Annars á madur ad kunna þetta... já svo er bassasóló líka, þannig ad núna eru a.m.k. tvö bassasóló; í Havona og Teen Town..! Mér sýnist ad í Havona útsetningunni, sé búid ad útsetja fyrri hluta bassasóló Jaco..! Ég hef enn engan sérstakann bassapart fyrir Havona.. er ad vinna úr "scorinu" og básúnu og gítarpartinum..! Skrópadi á tónleikunum í gær .. var ad æfa mig..! jæja best ad gera sér undirspil fyrir sólóin..! og senda trompetleikaranum sem verdur í bandinu mínu lögin í e-mail.. fyrsta æfing á morgun Jesper ætlar ad leysa Bent af í þad skiptid.. over 'n' out..!

21. okt. 2003

var ad fá svohljódandi e-mail frá Chappe:

New music in your box
Teen Town on its Way !!!!!!!!!!!!
music for teen town in your box tomorrow.
Start practising
Chappe


Annars eru tónleikar í kvöld:

Rytmisk koncertcafé

Musikcaféen, Mejlgade, Århus kl. 21:15

Program:
21.15: Søren Dahl Jeppesen
22.25: Kremeliir vs. Fantabulous
23.00: Søren Kybelund-Hansen
23.35: Simon Bekker

Alle de optrædende er RM-studerende.

Fri entré


Samspil í morgunn.. mannskapurinn seint á ferd..! Rifjudum upp nokkur lög og fórum í eitt frumsamid eftir söngvarann. Annars er ég bara þreyttur gaur.. gekk hægt ad sofna... smá kalt og svona..! En samt snemma á fætur..! Hressleiki..!
Já hélt áfram ad æfa mig í gærkvöldi.. taktmælaæfingar og Weather Report lögin, milli þess sem ég hljóp nidrí þvottahúsid..! Hressleiki..!

20. okt. 2003

Æfdi mig í allan dag.. med einni jógúrt pásu og svo eldadi ég og bordadi og horfdi á Simpsons (of course..!). Æfingarlota dagsins byrjadi á upphitun svo fór ég í unison línuna í Havona, svo í bassalínuna.. er ad brjóta hana nidur .. tek nokkra takta í einu og reyni ad ná þeim upp í tempó..!! ... So far so good..!! Kemur hægt og rólega... þad á bara efir ad vera "blast" ad spila þetta..! Var farid ad verkja í vinstri hendina um 18:30..! En píanóid er næst...!
Nú þad týnast inn smátt og smátt, nóturnar vegna Weather Report tónleikana..! Er kominn med The Three Marias bassapartinn, sýnist hann vera eins og hann hljómar á Atlantis..! Havona útsetningin er einnig kominn inn... en getid hvad... bassaparturinn er týndur... þannig ad ég fékk bassabásúnu og gítar part + svo scorid... og var ég vinsamlegarst bedinn um ad a.t.h. scorid.. ef ég les rétt... þá er einhver skrifud sextánduparta lína.. á stökustad.. og gott ef þad er ekki sóló líka... (gulp).. nú þýdir ekkert helvítis slugs... er farinn ad æfa mig ..bæ!
Halló..! Nú vid Jesper gerdum okkur gott kvöld... þarna á laugardaginn... bandid sem vid sáum, á Cafe Jorden, hér Funky 4 og var sérdeilis hressandi... funk med heilmiklum New Orleans áhrifum... þeir tóku m.a. Tower Of Power slagara.. og voru med frumlegar/fyndnar útsetningar af ansi kunnuglegum húsgöngum..! (já húsgöngum ekki húsgögnum...!) Jesper var med trompetinn og spiladi í nokkrum númerum..! Hressandi..! Nú annars var ég ad skrída úr söngtíma.. og þad var barasta fínt.. söng "Your Song"...! Næst á ég ad koma med íslenska þýdingu á textanum, bara þýdingu ég á ekki ad geta sungid hann, m.ö.o. hann þarf ekki ad vera sönghæfur..! Stud..!

18. okt. 2003

Gott og blessad kvöldid....! Allir hressir og schitzadir...! þrátt fyrir ad hafa sofid hressilega út þá fór minn ad æfa sig eftir tvöfaldann (nei ekki þannig tvöfaldann...) skammt af Simpsons .. Ef ykkur vantar hugmyndir af jólagjöfum handa mér þá virkar Simpson á DVD ágætlega....! En já æfdi mig.. á bassann ... upphitunar-/fingraæfingar.. svo datt ég í smá moll pentatón pælingar... spila moll pentatónstiga í 5ólum (5=penta.. aha...!) á tveimur strengjum t.d. D-moll á leid nidur nóturnar D, C, A á G-streng og G og F á D streng o.s.frv. ... því næst réds ég í taktmælaæfingar Peters Vuust og byrjadi ég á því ad skynja klikkid á þridju tríólunni í áttundaparts tríólunni... þad þarf ad gefa þessu smá tíma til ad byrja med... tricky .. en kemur.. tempóid var hægt 50bpm. því næst söng ég "Your Song" eins og ég ætti lífid ad leysa...! Svo ætladi ég ad fara ad æfa píanó.. en haldidi ad ég hafi ekki hitt herra Jesper B S.. hann er ad draga mig á einhverja tónleika á Cafe Jorden.. eitthvad funky second line shit.. alright..! All work no play... NEVER...! Gangid ekki á gufunum..! p.s. ... EGILL.....! HVAD KLIKKADI....!

17. okt. 2003

þad hlaut ad vera...!
Komidid sæl og blessud.. þad er nú búid ad vera stórtídindalaust í dag.. ekki mikid um læti..! Dró helst til tídinda þegar ég hringdi í trompetleikara ad nafni Bent...! Morten saxafónleikari hvadst adspurdur, gjarnan vilja spila med honum, þrátt fyrir ad hann þætti skrýtinn.... þad virkar nú bara hvetjandi á mig ef einhver er "weird"...! Hann tók annars bara vel í þetta, þrátt fyrir ad vera frekar upptekinn.. nú ekki meira um þad ad segja svo sem ... ég á ad tala betur vid hann á midvikudaginn...! já og hann útskrifadist úr DJM nú í sumar...! þetta fer ad vera spennandi...! get ekki bedid eftir ad byrja ad æfa.... jeiii.... jæja best ad fara ad æfa sig á slaghörpuna....!

16. okt. 2003

píanóid fékk ad kenna á því ... þrátt fyrir gleymdar nótur.. hjakkadi bara á bassa ostinatoinu og hljómunum sem ég mundi... sídan fékk Gordian Knot smá endur raddsetningu fyrir saxann... gódar stundir..! MIDI fællinn af Gordian er ekki alveg solid...!
Eftirfarandi grein birtist í bladinu information í fyrradag...!

Jazz fra vulkanøen
Andet 14. oktober 2003
Af CHRISTIAN MUNCH-HANSEN
På Island trives et fremsynet, eksperimenterende jazzmiljø, der ikke lader de øvrige skandinaviske lande noget efter i kvalitet og dristighed


Nye cd‘er
Højt oppe i det nordatlantiske hav ligger den vulkanske kæmpeø Island. Befolkningen er på blot 250.000 mennesker og geografisk er den effektivt afsondret, men traditionen for at spille jazz har været levende siden 40‘erne, om end mange først og fremmest forbinder Island med eneren Bjørk og måske jazzfusionsgruppen Mezzoforte, der solgte stort i 80‘erne. Er man gammel jazzræv, kender man dog nok saxofonisten Gunnar Ormslev, Islands i efterkrigstiden kendteste jazzmusiker.
En ny og vital generation af musikere er vokset frem i de sidste 10-15 år, og lige nu råder Island over nogle spændende repræsentanter for progressiv og eksperimenterende jazz. Vigtige navne er især guitarisen og el-bassisten Skúli Sverrison, guitaristen Hilmar Jensson og den unge saxofonist Jóel Pálsson.

Efter stilheden
Skúli Sverrison, der i øjeblikket bor i New York, har sammen med tenorsaxofonisten Óskar Gudjónsson indspillet den spartanske og umanerligt smukke After Silence, en plade med sit eget, sære liv. Udgivelsen skaffede de to musikere titlen som årets jazzmusikere på Island sidste år. 13 korte stykker spilles lavmælt indtrængende på saxofon, understøttet af et velklingende akkompagnement og lyddesign fra Sverrisons guitarer. Stykkerne er som små digte: der kommunikeres rammende og skævt fascinerende med få midler.
Det tekstløse cd-hæfte eksponerer en række associative snapshots bl.a. et stykke af en velourjakke, et soveværelse, en bryllupskage, en turistbus i disen, en grønklædt klippe og en vintergrav med friske blomster – fastfrosne øjeblikke af hverdagsliv og omgivelser, der i smuk stilhed akkompagnerer musikken.

Manende og bidsk
Sverrisson medvirker også på pladen Napoli 23, skabt af gruppen med samme navn. Han sekunderes af netop Hilmar Jensson (el-guitarer og elektronik), Eyvind Krag (viola) og Matthias M.D. Hemstock (trommer og elektronik). Folkemusikalske elementer af skandinavisk og indisk islæt blandes i en fascinerende iscenesættelse. Mørkt tonede melodisekvenser, spillet fortrinsvis på viola, tilsættes tvetydige guitarklange, soundscapes og effekter. Det hele har et filmisk, langsomt manende og ildevarslende præg. Pladen er vel som helhed for monoton, men har dog unikke momenter.
Hilmar Jensson viser en rå og bidsk side af sit instrumentale håndelag på Tyft med amerikanerne Andrew D‘Angelo (altsax, basklarinet og elektronik) og Jim Black (trommer, elektronik o.a.), med hvem Jensson også spiller i gruppen AlasNoAxis.
Tyft er en plade med stor spændvidde fra pauserende, akustisk fabuleren til aggressive, støjfikserede kraftudladninger. Det er dybt personligt, og hvis ikke man er sart, venter der en varieret, udfordrende og udmattende samling musik med vigtige hvilepunkter i Jenssons smukke, akustiske guitarpassager. Det vildtvoksende stykke, »Short or Hairy«, blev valgt som det bedste jazznummer på en islandsk cd i 2002.

Pálssons brede spekter
Saxofonisten Jóel Pálsson (f. 1972) har et langt CV at vise frem og to roste plader i eget navn før Septett. Dén plade indbragte ham sidste år og for anden gang udmærkelsen »Årets jazzplade« på Island.
Besætningen med tre blæsere og rytmegruppe med bas, trommer og tangenter giver en amerikansk klingende lyd, men der arbejdes i et bredt spekter: skift imellem stramme og løst skitserede passager, hymniske træk i harmonikken, vildtvoksende soli og pauserende frirum.
Pálsson kombinerer en nøgtern saxofonstil og tone med et overlegent håndelag (han kan minde om vor egen Jakob Dinesen). Hans kompositioner er ambitiøse med tendens til overmætning, men det opvejes af det levende gruppespil og gode soli
ikke mindst af Eythór Gunnarsson på elektriske tangenter.
Pálsson medvirker som gæst på cd‘en Rask i pianisten David Thor Jónssons navn. En flot lydoptagelse fanger de dristigt og eventyrligt spillede musikstykker i et abstrakt, akustisk lydlandskab, der rammer en arketypisk tone i skandinavisk jazz med associationer til kølig luft, forrevne klippeskær og pludselige vejrskift. Igen personlig musik af høj kvalitet.

Fortidens stemmer
Sigurdur Flosason (saxofoner og klarinetter) og Pétur Grétarsson (slagtøj) skal nævnes for deres Raddir Thjódar: ‘Nationens stemmer‘. Udgivelsen, der er en udfoldelse af Islands folkemusikalske arv, var blandt de nominerede til Nordisk Råds Musikpris i år.
»Nationens stemmer« hentyder til de tusinder af sange og musikfortællinger, opbevaret i islandske nationalsamlinger. Ældre optagelser med sangere og fortællere er klippet sammen med Grétarssons slagtøjsrytmer, Flosasons træblæserspil, samt udvalgte reallyde og effekter.
Ideen minder basalt om gruppen Northern Voices‘ registrering og musikalske bearbejdning af et andet folkemusikalsk materiale – eskimoiske trommesange – dokumenteret på pladen The Thule Spirit (1997). Raddir Thjódar er dog holdt i et mere simpelt og upoleret leje. Et sært fascinerende dokument, der vel kun har perifer interesse for ikke-islændinge.


*Skúli Sverrison & Óskar Gudjónsson: After Silence (Ómi Jazz 007)
*Napoli 23: Napoli 23 (Smekkleysa 5)
*Hilmar Jensson: Tyft (Songlines 1542-2)
*Jóel Pálsson: Septett (Ómi Jazz 011)
*Davíd Thor Jónsson: Rask (Ómi Jazz 006)
*Sigurdur Flosason & Pétur Grétarsson: Raddir Thjódar (Ómi Jazz 010)

GREININ SJÁLF ÚR GREINASAFNI INFORMATION
Groove, Time and Feel IT’S ABOUT TIME It's About Time: Improve Your Groove svo er thad Groove Guide PRO 600 fyrir thá trommara sem vilja setja tímann og grúfid í gjörgæslu... hey stundum eru menn mjög veikir...! "New Views on Groove"

Hér er svo gód grein úr Bass Player eftir Ed Friedland um hvernig má nota taktmælinn til ad bæta "grúfid" .. beint ad bassaleikurum .. en allir geta notad þessar æfingar...! "Musicians have to learn to keep steady time in spite of their emotional and mental states which fluctuate constantly." Hvad hafa trommarar ad segja um tímann..!.
Var í tíma hjá Peter Vuust í morgun (þrátt fyrir haustfrí). Hann dró gamlan kunningja upp á yfir bordid.. taktmælinn..! Hvernig hægt er ad nota hann á ýmsan máta. Flestir nota taktmæli (amk til ad byrja med) til ad halda púlsinum og setja hann þá á / 1 2 3 4 / (fjórdupartar). Fyrsta tilbrigdi væri kannski ad setja ”klikkid” á 2. og 4. fjórdapart (backbeat). En kjötid á beinunum hjá Peter í dag var ad setja klikkid á annad og þridja slag í áttundaparts tríólu / (123) (123) (123) (123) / / (123) (123) (123) (123) / … þetta er holl og gód æfing og tilþess fallin ad auka rhythmískt sjálfsöryggi og almenna tilfinningu fyrir hryn… þad er náttúrulega hægt ad spila hvad sem er í þessum æfingum, kannski heillavænlegast ad byrja á tónstiga eda einföldri bassalínu..! Önnur útfærsla á þessari æfingu er ad seja klikkid á annan og fjórda sextándapart (hvers fjórdaparts) / (1234) (1234) (1234) (1234) / / (1234) (1234) (1234) (1234) / .. sem fyrr er best ad velja hægari púls til ad vera viss um ad greina upplausnina vel og vera viss um ad madur sé ad gera rétt….! Ég ætla ad gefa þessum æfingum gott svigrúm..! Málid med þessar æfingar er… ad þær skila sér mjög fljótlega í spilamennskuna ad ég tel a.m.k. midad vid ”nótna” æfingar.. .! og þær gera gagn burt séd frá því hvada stíl madur er ad fást vid…! Peter tók sem dæmi um notkun á þessum hlutum.. samleik Ron Carter og Tony Williams á plötu Miles Davis, In Europe, frá 1963.. nánartiltekid í píanósólóinu í laginu Autumn Leaves ….! Þeir leika sér (bádir) ad því ad færa áhersluna frá púlsinum yfir á adra tríóluna í áttundapartstríólunum… (sagdi Peter a.m.k.). David Garibaldi, trommari Tower Of Power er snillingur í svona ”rhythmic displacement”….! Hmm!?! Einmit þad.. einhverjar spurningar…?

15. okt. 2003

já bandid mitt góda.. ég er farinn ad halda ad annars hinn ágæti en þó oft á tídum rólegi og (______) tja...! herra Jesper B S. sé stundum kannski svolítid utan vid sig.. þó ekkert meira en gengur. Hann var sá fyrsti sem ég fékk í bandid mitt og ég held hann hafi nú strax fengid dagsetninguna á gigginu... þad kom mér því mjög á óvart þegar dagsetningin barst í tal ad hann sagdi .. "no I can't do that...!" ... What.... the f&#k..! kom á daginn ad hann er ad túra med big bandi einu um nágrana hérud Århus...! Nú eru gód rád dýr, sem fyrr..! Morten saxafónleikri tók óumbedin rádin í sínar hendur og taladi vid annan trompetleikara hr. H.C. nokkurn... hann var til og gat æft og allt saman ... ég þakka drengum (Morten) gód vidbrögd.. hringi samt í Jesper seinna um daginn og þá kom í ljós ad H.C. er einnig ad spila med Nidurtalningar Stórsveitinni...!.. nú mig vantar sem sagt trompetleikara.. en ég er med nokkur símnúmer sem ég þarf ad nota..! Thannig ad ekki er öll nótt úti enn...! Spurning hvada hljódfæri ég ætti ad nota í stadinn ef ég fengi ekki almennilegann trompetleikara....? Sópran sax..?

14. okt. 2003

Vill einhver æfa sig á píanó-partinum í "Your Song" eftir sör elt'ann Jón...!
Heil... svei mér ef madur hefur bara ekki verid nokkud duglegur í æfingapakkanum... gærdagurinn fór ad mestu í ad búa til parta fyrir bandid mitt.. því verkefni er ekki lokid, er enn ad spotta smá villur..! Æfdi mig á píanó í gærkveldi lag eftir Abdullah Ibrahim a.k.a. "Dollar Brand" og heitir lagid "The Moon" og er á þessari plötu...!. þegar heim var komid tók ég svo adeins á Weather Report pakkanum, ekki veitir af.. kíkti á Havona... sérlega heillandi bassaleikur Jaco á upphaflegu útgáfunni.. ekki sérlega létt verkefni..! Nú eftir ad ég skreid á fætur í dag gaf ég mér ágætis tíma í smá upphitun/tækni/taktmæla æfingar... svo æfdi ég bassalínuna í The Three Marias eftir Wayne Shorter. Annars er bara blessud blídan í Århus...! Já og ekki má gleyma ad ég er búinn ad skíra lagid sem ég var ad vinna í um daginn "You Turn" sem þýdir bara "þú snú".. "Your Turn" kom einnig til greina "Nú þú" en mér fannst "You Turn" bara ágætt (U-turn) ....!! annar möguleiki var "Your turn in the U-turn" of mikid af turnum þar...! Annar vil ég þakka Söndru, þeirri er dvelur í efsta "turn"-ni Sandkastalans, kærlega fyrir hjálpina og heilabrotin í gær...!

13. okt. 2003

Nei ég er ekki daudur... mér lídur bara þokkalega takk fyrir.. hef ad mestu leyti haldid mig á kollegíinu.. kíktí þó nidrá Musikcafeen á föstudagskvöldid, þar sem Peter Vuust bassakennarinn minn var ad spinna med skáldi einu á sérsmídada bandalausa bassann sinn.. þad hljómadi bara helvíti vel...(respect man..!) Atridid sem kom á eftir var einnig nokkud hressandi... þar fór enskumælandi skáld sem kastadi fram stökum undir tónlist skífuþeytara eins.. tónlistin var hrynfengin og skáldid fyndid og ádeilandi... var á köflun eiginlega líkara uppistandara...! Sem sagt skemmtun gód..! Annars vildi þannig til ad þad var fleira fólk af hædinni minni stadd þarna á samkomunni... og hædinni fyrir ofan því Signe af hædinni minni er ad slá sér upp med gaur af efstu hædinni. Ég gaf mig á tal vid kauda og fljótlega spyr hann mig (eftir ad hafa rætt um Sigurrós í smá stund) hvad ég sé ad læra… ég segi honum þad.. og þad virtist koma honum á óvart… og svo kom skýringin… hann hefur víst hitt nokkud margar íslenskar stúlkur á djamminu sem hafa verid afskaplega hressar (fullar) og þær eru allar í Arkitektarskólanum.. svo hann bjóst vid því ad ég væri þad einnig..!!! ad læra arkitektúr.. ekki þad ad ég væri svona kvennlegur eda fullur… heldur af því ad ég er Íslendingur. Eftir þetta geim var fór ég á Circle Lounge, þar sem Jesper Andersen trommari og Mikael gítarleikari úr samspilinu mínu voru ad leika fyrir dansi ásamt sínu fína bandi… þar hitti ég m.a. Jesper Sørensen og Mette kærustu trommarans… en stúlkan sú getur verid afskalega hreinskilin.. henni tókst í einni hendingu ad vera afskaplega dónaleg, jafnramt ad slá mér gullhamra (hmmm!?!?!?). Nú daginn eftir var madur lufsulegur eftir atvikum… svo var fridurinn úti þegar ad kvöldi fór ad halla, því ad á hædinni fyrir ofan okkar á kollegíinu var ”TOUR DE CHAMBRES” … og þad átti sko ekki ad fara framhjá neinum… þad var sungid og öskrad fram af svölunum, húgögn látin skoppa á gólfinu (í hverju herbergi).. og tónlistin var spilud á hædsta styrk… þannig ad ég reyndi ad chilla fyrir framan imabann fram eftir kveldi… gerdi tilraun til ad fara ad sofa eitthvad um 03:30, en þá voru þau einmitt í herberginu beint fyrir ofan mitt.. ég stakk hausnum út um gluggan og kíkti upp.. ef ég hefdi verid heyrnarlaus hefdi ég samt skynjad tónlistina í gegnum titringinn í gluggapóstinum…! Þannig ad ég fór aftur ad imbanum…! En svo komst ró á lidid ad endingu…! Jamm svo er nú þad…! Á sunnudeginum var ég kominn á ról um hádegi og fór svo fljótlega ad þrífa eldhúsid… þad var sem sagt komid ad mér ad þrífa… (KODAK moment)… nú ég gerdi þad svo ítarlega ad blessadar stúlkunar létu addáun sína í ljós… athugasemdir eins og ”better than average..! nú og svo var ein sem hélt einfaldlega ad ég mundi gera þetta med hangandi hendi… onei…!

10. okt. 2003

jæja stal hellig af myndum fyrir ykkur til ad skoda .. njótid..!
úff þreytti gaurinn.. bigband æfing ... sömu lögin.. bólar ekkert á hinum útsetningunum og tvær vikur til stefnu..! Svo var útsetningartími og útsetningin mín reyndist erfid aflestrar.. úps..! En núna er ég bara "brain off"...! En í kvöld/nótt er s.k. Menningarnótt/Ljósanótt (hljómar kunnuglega ekki satt...)

9. okt. 2003

Jæja thá er madur búinn ad útsetja kellingar álftina (Lady Bird) og hér er útkoman á midi... og svo var thad lagid sem ég var ad breyta.. midi...! vantar nafn á thad..! En best ad fara ad taka sig saman og pilla sig heim... ef thid hafid einhverja skodun á thessum ósköpum.. thá bara nota Comment boxid..!
sjáumst,,, eda thannig..! já og Lady Bird er eftir Tadd Dameron.. gódar stundir..!
hmm...!?!? Einhver (...jir) vill (vilja) fá mig heim.. greinilega ekki vandamálid... 1000-2000 kr á mann á reikning 1154-26-2373 ... annars er ég ad útsetja... !

8. okt. 2003

jæja.. einn ég sit og sauma.. er búinn ad nota kvöldid í ad betrumbæta (vonandi a.m.k.) lagasmíd eina (sem helst hefur gengid undir "nikkinu" poppfactor..) fyrri hlutin er sem fyrr gladbeittur og frísklegur til grúfsins (farid ad minna mig nett á eitthvad grúf sem Pastorius hefdi jafnvel kastad fram í sínum (funk) latin ham..! og jú kannski nettur Weather Reportismi í gangi .. voda lega poppí á köflum.. en látum thad rádast..! Seinni hlutinn (sá dramatíski..) fær ad halda sér (eftir thögn...isminn..) jájá.. best ad fara heim ad borda og eitthvad .. verid kát og ekkert fát..!
Gott ef ég er ekki bara kominn med mannskap í hljómsveit... Jesper á trompet, Morten Bruun á ten sax og kannski eitthvad fleira blástursdót, Søren Mehlsen á trommur, Simon Bekker á gítar og ég á bassa + semja. Morten og Søren eru saman í Paven sem tók þátt í norrænu "unglida" jazzkeppninni nú í sumar/haust..! Paven er m.a. undir áhrifum frá: Paul Motian, Bill Frisell, Jim Black. Einmitt þad...!
Nú er Kvennfuglinn kominn med einleiks umgang, med bakgrunns blæstri raddsettum í ferundum... more or less..! Annars var ég í bassatíma ádan hjá Pétri Vuust... ég held áfram med Bláman fyrir Lísu og svo hinar ýmsustu hljómrænu æfingar yfir draslid.. t.d. brjóta hljómana, byrja frá þríund.. nú og prufa hina ýmsu möguleika í tónstiga vali...! Sá á kvölina sem á völina...! Á sá SÁÁ sem á.... *ERROR* *PLEASE RESTART---------***
þad er þreytan sem rædur ríkjum hjá mér í dag.. just one of those days... píanó tími ádan (no comment) bassatíma rétt brádum..! *geisp* held ég sé med flensu skít..!

7. okt. 2003

Hmm!?! Ég þarf ad endurskoda hvort ég nenni ad vera í útsetningum... ég er búinn ad sitja í allan dag og útsetja kvennfuglinn og er bara búinn med hausinn..! þá er bara eftir ad mastera píanó og bassaleik... já og borda mat..!
Annars var ekkert samspil í morgun... kennarinn hringdi kl 8:45 og sagdi "I'm having problem with my neck". Hmmm! þad er náttúrulegea ekki hægt ad spila þótt kennarinn sé med háls"eitthvad"...! (Aumingjar..!) Takidi bara lýsi og hættid þessu væli..! Ha..? ég bitur... nauts...!
Ingó...! HEHE!! og allir hinir.. FUSION svall í Århus

6. okt. 2003

Var ad klóra í bakkan í píanó stuffinu... þarf ad vera mun duglegri...! En núna þarf ég ad fara ad koma mér heim og æfa mig á bassann...! Parker head og paradiddles...!
Útsetningaverkefnid fyrir næsta tíma á föstudaginn... Lady Bird; laglína útsetjist ad eigin vali, svo fjórar gerdir af "background", raddstett í ferundum, upperstructure triads og clusters (laglína aftur) 5 kórusar í allt. Svo er lagalistinn fyrir Weather Report tónleika big bandsins kominn á hreint.. 1. The Man In The Green Shirt, 2. A Remark You Made, 3. The Three Marias (af Atlantis plötu Wayne Shorter), 4. Havona, (skyldi sólóid hans Jaco vera med??), 5. Mysterious Traveller, 6. Between The Thighs (þekki þad ekki og svo var fullt af spurninga merkjum á listanum sem ég fékk.. þannig ad..??)
Var í ­söngtíma í morgun... "kláradi" Angel Eyes...! Næsta lag: Your Song eftir Elton John. Næsti tí­mi er eftir 1/2 mánud, því í næstu viku er haustfrí....!
Úff.... þetta var nú meira partíid á laugardaginn....! Maturinn var fínn.. svo var strax farid í herbergja flakk...! Áfengid flæddi og stemmingin hmmm.. flæddi..! þid höfdum dregid um rödina á herbergjunum og ég var næst sídastur... sem þýddi ad einhverja vantadi þegar komid var ad mínu herbergi og athygli fólksins var svona eftir atvikum ekki upp á sitt besta...! En jújú ágætis geim... ég er ennþá ad jafna mig...!

4. okt. 2003

Heil og sæl veridid.. var adeins ad æfa mig í söng og píanó... ég "sökka" enn..! Tók mig til í hádeginu og þreif herbergid mitt lauslega (ryksuga og svona..!), og radadi húsgögnunum upp á nýtt.. nú finnst mér eins og ég sé ný kominn.. ekkert drasl og nýtt "lúkk"..! Ætli ég hafi ekki bara tónlistarþema í kvöld.. kemur í ljós hvernig ég útfæri þad..! Annars er ég bara þreyttur og nenni engu.. dreif mig nidrí skóla þegar fólkid (=stelpurnar) fóru ad þrífa á kollegíinu..! Best ad fara ad rífa sig upp fyrir kvöldid.. spennandi ad sjá hvernig kvöldid verdur...!

3. okt. 2003

Ég setti skonrokk met í labbi utanlands í dag.. mig vantadi ad finna verslun nidrí bæ, svo ég bad kollega minn (manneskja sem býr á sömu hæd og ég á kollegíinu) ad adstoda mig..! Ég hjóladi þó frá skólanum nidrá Fatter Eskil rúmir 3 km. og svo röltum vid um midbæinn og mér bent á þær búdir sem mig vantadi, til ad gera langa sögu stutta. Keypti strengi og svona..! En kolleginn var ad fara ad ná í sitt hjól úr vidgerd, þannig ad svona til ad launa greidann þá baudst ég til ad rölta med, kolleganum til sæmlætis. þad kom svo á daginn ad verkstædid er frekar nálægt kollegínu (asnalegt ord..) en þad var búid ad loka verkstædinu.. he,he, þannig ad vid röltum rest..! En alltaf gaman ad skoda bæinn og svona..! Nú á morgun er "tour de cambres" á kollegíinu.. svei mér kannski madur þurfi ad þrífa hjá sér til hátídarbrigda..! Annars var gaurinn sem býr í herberginu vid hlidina á mér med opid inn til sín í kvöld og mér vard svona rétt litid inn.. og (hahaha) ef hann sleppir því ad taka til þá mun ég koma mjög vel út..! jams og jæja ... best ad fara ad rúlla sér heim (ég rétt kíkti nidrí skóla til ad ná í bassann..!) þvo föt, glápa á TV og prufa drykki fyrir morgundaginn...! hmm!?!? Erud þid ekki annars bara hress...!
hmm!?! Kíkti á tónleika á Fatter Eskil í gærkveldi, ég og Jesper Sørensen hjóludum okkur þangad saman. þetta var svona söngskáldakvöld, "órafmögnud" stemming..! hljómadi bara fínt, sérstaklega þau atridi sem fólk úr Den Jyske Musikkonservatorium tók þátt í... very kósy and kúl..! Annars er ég búinn ad vera sídan í morgun ad æfa med big bandinu... þad gekk fínt og er skemmtilegt... verst hvad þad vantar marga af blásurunum... þar strax á eftir var svo útsetningartími þar sem vid spiludum eigin útsetningar... ég er eitthvad ferlega slenadur.. af einhverjum ástædum er ekki seldur matur í mötuneytinu hér á föstudögum.. súrt.. þannig ad fyrir utan hafragrautinn í morgun, þá er ég búinn ad lifa á TWIX, kaffi og kók..! jukk... og mér lídur eftir því..! En verd ad rjúka.. þarf ad koma mér down town...!!!

2. okt. 2003

jæja var ad koma úr tíma hjá Peter Vuust, bassakennara. Vid erum í n.k. back 2 basics tækniyfirferd.. fókusera á smáatridi... vodalega ómúsíkalst í augnablikinu..! Hlutir sem ég á ad tékka á fyrir næstu viku eru t.d. samhæfing fingra hægri handar... t.a.m. tvö slög á hverja nótu (alltaf til skiptis vísifingur og langatöng), og svo þrjú slög á hverja nótu, alltaf til skiptis vísifingur og langatöng. Spila tónstiga á sama máta.. nema ad þegar þú ferd á milli strengja þá dregur madur fingurinn (rake) hmm!?! Svo var þad n.k. "paradiddles" æfing, vísifingur og langatöng til skiptis nema ad þridja hver nóta er á ödrum streng..! þetta getur verid tricky..! Svo var þad dempunar tækni, nota BARA hægri til ad dempa, markmidid er eiginlega ad koma þeim fingri sem á ad spila næstu nótu á sinn stad eins fljót og mögulegt er.. þetta skal æft med stökum nótum og tónstigum..! Jamm og svo læra eitt bebop head utan bókar...! En núna þarf ég ad klára útsetningarverkefnid fyrir morgundaginn..! Gódar stundir og lifid heil..!
I feel fine...!

1. okt. 2003

I woke up this morning, du, da, ru, ra, da, (actually not).. en ég fór á blús djammid á Fatter Eskil í gærkveldi og var þad bara helvíti fínt, stemming gód. Sá sem leiddi djammid, Jacob Baumgartner, er fanta gódur blues gítarleikari og söngvari. Nú þad voru fleiri hæfileikamenn á svædinu t.d. Jesper Andersen trommari, sem er bara frábær, stödugri en ég veit ekki hvad og groovar eins og api, hlustar og bregst vid, mjög gaman ad spila med honum..! Svo var þad gítarleikarinn Mikael, einnig frábær rokk/blús gítarleikari/söngvari. En thessir drengir eru med mér í samspilinu í skólanum. Ad mér skildist þá voru nú óvenju margir bassaleikarar um hituna þetta kvöldid. Held vid höfum verid 5. Tveir þeirra voru ekkert sérstakir, en hinir tveir (haha I know...!!) voru barasta fínir blúsboltar..! Ég held ég hafi komist nálægt tví ad spila nálægt, tja..! 1/3 af kvöldinu.. þetta voru held ég þrjú sett. Ég fer alveg pottþétt aftur.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker