En draga þurfti sjúklinginn á verkstæði. Fín þjónusta hjá dráttarbílafyrirtækinu, fékk skutl heim, sem var mjög næs. Þurfti reyndar að bíða í drykklangastund eftir honum.
Bílstjóranum fannst kúninn eitthvað kunnuglegur og spyr hvað hann starfi. Ekki kviknaði á perunni þrátt fyrir skjót svör. Kúnanum fannst bílstjórinn eitthvað kunnuglegur líka, án þess að geta útskýrt það nánar.
"En á ekkert að fara að stunda tónlistina af fullri alvöru... vera í einhverjum böndum", mælti sá drátthagi.

Alltaf jafn súrt að fá svona spurningar og þurfa að svara þeim. Margir efast um að það sé nokkuð að gera (að það sé bara jafnvel ekki mögulegt) ef maður er ekki í bandi sem er spilað (daglega) á útvarps- og/eða sjónvarpstöðvum landsins. En það er nú samt blessunarlega alveg ágætlega mikið við að vera. Frá því í ágúst hef ég tekið þátt í (æft og spilað) með amk 9 böndum/verkefnum. Tónlistin verið af ýmsum toga, t.a.m.: frumsaminn jazz/rokk/funk/spuna-bræðing, reggí, groove popp, standarda jazz, ECM/Pat Metheny jazz, latin, tónlist The Doors, o.fl.
Lifi fjölbreytileikinn.
Lagið í spilaranum:
Man In The Green Shirt - Michiel Borstlap - Body Acoustic (1999)
Næst: An den kleinen Radioapparat - Theo Bleckmann - Origami