20. des. 2004

Ættfræðingurinn sperrti eyrun við þessari frétt á RÚV.

Erfðafræðilegur munur milli landssvæða á íslandi

Nokkur erfðafræðilegur munur er milli landsvæða á Íslandi samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Flestir Íslendingar eru fæddir í sama landshluta og forfeður þeirra í 5. lið.


Agnar Helgason, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur stýrt rannsókn á tengslum ættfræði og arfgerða og komist að þeirri niðurstöðu að nokkur erfðabreytileiki er á milli landsvæða hérlendis. Ættir allra Íslendinga sem fæddir eru eftir 1850 voru skoðaðar og þar kom í ljós að ef farið var 5 kynslóðir aftur í tímann, voru afkomendurnir almennt fæddir í sama landshluta og forfeðurnir. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þetta sýni að fólk hafi sótt maka sína á sama landsvæði og búið þar kynslóð fram af kynslóð, jafnvel í meira mæli en áður var talið.

Blöndun er auðvitað orðin mun meiri með stórfelldum flutningum á höfuðborgarsvæðið. Kári telur þó ekki að sérkenni fólk í hverjum landshluta eigi eftir að hverfa. En þessi breytileiki milli svæða getur skipt gríðarlega miklu máli í erfðafræðirannsóknum og er staðreynd sem þarf að taka tillit til, ekki bara hérlendis, heldur við allar erfðafræðirannsóknir. Samanburðarhópar verða að vera samanburðarhæfir, ef svo má segja.

Kári segir Íslendinga hins vegar búa við þau forréttindi að vita hversu mikil þessi lagskipting sé, og því verði tiltölulega einfalt að takast á við hana í rannsóknum hérlendis.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker