9. des. 2004

Så går vi rundt om en enebærbusk

Jæja þá er jólaplatan í ár komin út. Hún heitir STÚFUR. Ég spila þar í einu lagi, hinu eiturhressa danska (nema hvað) þjóðlagi "Så går vi rundt om en enebærbusk", sem við Frónbúar þekkjum kannski frekar sem "Göngum við í kringum einiberjarunn". Það er hljómsveitin Topless Latino Fever sem flytur það göngulag að hætti New Orleans búa (svona sirka a.m.k.) í New Orleans Second Line funk bítí, (sem er mjög líkt Bo Diddley groovinu).

Topless Latino Fever eru:
Finnur Ragnarsson - básúna
Steingrímur Karl Teague - hljómborð
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi
Kristmundur Guðmundsson - trommur
Guðmundur Steinn Gunnarsson - gítar (hann er þó ekki á upptökunni).Það er Atli Bollason sem hefur veg og vanda að útgáfunni.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker