25. des. 2004

ahh.....

Þvílíka letin búin að vera í gangi. Eða kannski meira bara slökunin, jólaslakinn.
Alveg átt maður á sig óléttu ástand í gær. Allt eins og það á að vera.
Nú það styttist óðum í að maður hverfi af landi brott í smá tíma. Tek stefnuna til Kaupmannahafnar í fyrramálið og þar hitti ég Sice og Esben og munum við síðan halda beint til Þýskalands þar sem við munum vera fram í janúar hjá Helle og Michael. Ég mun síðan lenda á klakanum 6. janúar. Stóð til að það yrði deginum fyrr, en í nóvember fékk ég þessa huggulegu orðsendingu frá Iceland Express.:

Ágæti farþegi

Vegna breytinga á vetraráætlun Iceland Express hefur flug það sem þú áttir bókað
verið fellt niður. Okkur þykir þetta afar leitt, en bjóðum þér í staðinn að bóka
flugsæti í annað flug samdægurs eða einhvern annan dag. Breytingin er þér
algjörlega að kostnaðarlausu. Þú hefur val um að bóka ferðina sem næst
upprunalegri áætlun, eða hvenær sem þér hentar í áætlunarflugi félagsins næstu
mánuði.

Mögulegt er að breytingin leiði bæði til niðurfellingar á útflugi þínu og
heimflugi. Biðjum við þig að gæta þess vandlega þegar þú skoðar valmöguleikana.

Ef þú vilt tryggja þér flugsæti á þeim tíma sem kemst næst ferðaáætlun þinni
hvetjum við þig til að breyta bókun þinni sem fyrst á Netinu. Þar sem búast má
við miklu álagi á símkerfi okkar er Netið fljótvirkasta leiðin til að breyta
bókuninni.


Frekar hvimleitt, þeir borga þó undir mig hótel í Kaupmannahöfn þá nótt sem ég þarf að bíða eftir flugi til Íslands, en flugið frá Þýskalandi var að sjálfsögðu löngu bókað og ómögulegt að breyta því.
Einnig varð þessi breyting hjá þeim þess valdandi að væntanleg ferð okkar Sigga til DK í apríl (til að gigga með Amalgam) varð óþægilegri og mun dýrari (fyrir mig a.m.k.). Vonandi breyta þeir engu meðan ég dvel ytra.

Jepsen. Ég hef ekki eytt áramótum á erlendri grun áður. Verður athyglisvert.

En vonandi hafið þið það bara sem allra best um áramót og sjáumst heil á húfi á nýju ári.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker