1. okt. 2006

...

Ég er nú búinn að segja vel flestum tíðindin, en ef að ég hef nú fyrir slysni gleymt einhverjum.... þá er það mér sönn ánægja að tilkynna um væntanlega fjölgun í litlu fjölskyldunni okkar Sice.

Meðgangan fer að verða sirka hálfnuð og við fórum í (18-20 vikna) sónar á föstudaginn og allt lítur út fyrir að vera eðlilegt.

Hér má sjá hvað bar fyrir augu í sónarskoðuninni:

22. sep. 2006

Í dag....

...tók ég daginn nett snemma og settist niður með kollegum mínum niðrí FÍH. Þar fór fram árlegt "Fjórða svæðisþing tónlistarskóla fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið"

Dagskráin var þannig:

9.15 Setning: Sigurður Sævarsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans og
formaður STÍR, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.
Tónlistaratriði.

9.30 Umræður um reynsluna af Prófanefnd tónlistarskóla
Framsöguerindi flytja:
Kristín Stefánsdóttir formaður og starfsmaður Prófanefndar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.

Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Fyrirspurnir og umræður – flytjendur framsöguerinda sitja í pallborði.

10.45 Kaffihlé

11.00 Kynning á nýju samstarfsverkefni um kennara- og skólastjóraskipti
á Norðurlöndum
Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do Re Mí, kynnir nýtt samstarfsverkefni á vegum NUMU, sem eru Norræn samtök tónlistaruppalenda,
um kennara og skólastjóraskipti á Norðurlöndum.

Fyrirspurnir.

11.20 Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Kennsla yngri barna – Tónlistarkennsla/kennslufræði fullorðinna
Einstaklingskennsla – Hópkennsla – Einstaklingsmiðað nám?

Framsöguerindi flytja:
Árni Sigurbjarnarson varaformaður Félags tónlistarskólakennara og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og formaður skólamálanefndar Félags tónlistarskólakennara.

Þrír skólar kynna fyrirkomulag tónlistarkennslu á viðkomandi stað.

12.00 Hádegishlé

13.00 Frh. Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Umræður

14.30 Kaffihlé

15.00 Staðan í kjarasamningaviðræðum FT/FÍH og LN
Kynning: Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara.

Umræður.

16.00 Þingslit


Kíkti síðan niðrí bæ í plötubúðir (keypti ekkert) og fór í klippingu hjá Jolla. Þetta líka fína veður til að spóka sig.
Síðan bara chill ... !

20. sep. 2006

je je je

Allir hressir og allt gott að frétta.

Salat og kjúlli í matinn... og af gefnu tilefni...



Kjúklingurinn sjálfur.. Anthony Jackson á bassa!

13. sep. 2006

Sérhver dagur er núðla.

Jæja, þá er kennslan komin á fulla ferð. Er að kenna í Reykjanesbæ og í Mosfellsbæ líkt og í fyrra. 24 nemendur + tvö samspil. Nóg að gera.

3. sep. 2006

Rockstar Supernova

Magna gengur vel, og er það vel. Tveir þættir eftir. Verður hressandi að fylgjast með endasprettinum.

Rokkararnir virðast hafa fengið heimsókn.... gott ef að þetta er ekki systir hans Lukasar.





"Hi Lukas, I'm Silvia Night your twin sister, we got seperated at birth!"

16. ágú. 2006

Seinasti dagur í sumarfríi......

kennarafundir á morgunn, svo undirbúningur næstu daga. Kennsla á fullu í næstu viku .. jei!

14. ágú. 2006

Mitt, svæði, mitt hljóð.

Mér hefur ekki tekist að logga mig inn á Myspace síðan fyrir nokkrum dögum síðan og er það súrt.

En þar er auglýst gigg þann 16. ágúst (næsta miðvikudag) á Pravda. Þeir tónleikar falla niður, því miður.

Góðar stundir.

10. ágú. 2006

Rúbíkó



Hljómsveitin Rúbíkó spilaði jómfrúar tónleika sína um síðastliðna helgi. Nett stemming og fólk í fíling.

Meðlimir Rúbíkó eru:
Hrund Ósk Árnadóttir - söngur.
Egill Antonsson - hljómborð.
Birgir Baldursson - trommur.
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi.
Birkir Rafn Gíslason - gítar.

Eðvarð Lárusson leysti þó Birki af í þetta skiptið.

Rúbíkó verður næst með tónleika á Hressó þann 25. ágúst.

9. ágú. 2006

Útkeyrður eftir hringavitleysu...

Ég keyrði hringveginn um helgina. Lagði af stað 13:15 á sunnudag og kom heim um kl. 14:00 á þriðjudag. Gisti á Djúpavogi og Hólum í Hjaltadal. Sice og Signe frænka hennar voru aðalástæða ferðarinnar. Sjá landið og svona... Skoðuðum fossa og jökla, heiðar og hálendi. 1500 km frá föstudegi fram á þriðjudag. Hressandi..? Fer eftir því hvernig maður lítur á það.

Are you a "fool"?

2. ágú. 2006

Nördismi

www.myspace.com/sigurdor

Fjarskip - ti -- Skipt um fjarskiptaþjónustur... þá eða...

Ég skipti um gms-þjónustu(-aðila) um daginn. Var hjá OgVodafone og fannst ég vera farinn að borga óþarflega mikið. Skipti yfir til SKO (SKO rokkar... fyrir Skonrokk...) og til að gera langa sögu stutta þá er ég mjög sáttur við að vera að borga sirka 1/3 af því sem ég borgaði áður.

Einnig skipti ég yfir til Hive (Hive max 12MB tenging með heimasíma), var áður í viðskiptum við Símann, með nettengingu í gegnum H.Í. Þannig að nú er maður með frísklegan hraða og hringi frítt í alla heimasíma burtséð frá því í hvaða kerfi það er.

Ég lenti alltaf reglulega í miklu böggi í "samskiptum" við blogger, en eftir að ég skipti yfir, fékk náttúrulega nýjan BEINI, þá hefur allt verið í himnalagi.

Og já ég er með heimasíma ... fyrir ykkur sem finnst það skipta máli ;)

Nett.

Ekið, hlustað og haldið vatni...

Það var mikið ekið um þessa nýliðnu helgi. Ferðaðist um 1000 km. Fór til Sice að Hólum, í heimsókn. Skelltum okkur á föstudagskvöldið á Sigur Rósar tónleikana í Öxnadalnum. Sniðugt umhverfi fyrir tónleika. Ég hef ekki séð Sigur Rós á tónleikum síðan á seinustu öld einhverntíman. Ég hélt alveg vatni yfir þeim, öfugt við suma aðra, frétti ég. Það eru að mínu viti tveir hæfileikamenn í bandinu. Sérstaklega fíla ég hljómborðsleikarann. En svona almennt gera þeir ferlega lítið fyrir mig.

Annars var ég á æfingu áðan... það var heitt og sveitt. Lítið lokað stúdíó ... heitt úti .. sveittara inni. Nett.

Ég gerði heiðarlega tilraun til að ná í skottið á tónleikum "Trio Utlendish" sem voru á Kaffi Kúltúre. Missti af þeim en náði þó að heilsa upp á fullt af góðu fólki sem ég hef ekki séð lengi.

Í öðrum óspurðum fréttum þá hvarflaði að mér að semja lag í "speed metal polka" takti í gær ... held ég sleppi því samt.

.... je!

28. júl. 2006

Ég fékk þá flugu í höfuðið....

...að fara út að hjóla í gærkvöldi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema það að þar sem ég hjóla meðfram ströndinni fæ ég þessa líka nettu flugu í höfuðið. Beint í vinstra augað til að vera nákvæmur. Ég sá ekki annan kost í stöðunni en að stoppa og reyna að ná illfylginu út. Það tókst nú ekki alveg með það sama. Mýflugan háði dauðastríð sitt einhverstaðar undir augnlokinu á mér og skömmu síðar fann ég ekki fyrir henni lengur .... en hún var samt ekki kominn út. Huggulegt. Ég reyni betur og það eina sem skilar sér eru litlar svartar agnir, eitthvað sem gætu verið lappir á fluginni eða hluti þeirra.... en hún skilaði sér á endanum, nokkuð heil (sem betur fer) og nokkuð stór bara....! Ekkert sérlega kræsilegt.

Maður hefur svo sem séð það svartara þegar kemur að skordýrum í andlitinu. Mér varð hugsað til þess þegar ég, sem unglingur, vann við (m.a.) að slá gras með sláttuorfi í sumarbústaðahverfunum í Munarðarnesi. Þá kom það (nógu oft) fyrir að maður fékk djúsí klessur hér og þar í andlitið (ef maður var óheppinn). Eitthvað sem hafði þá verið t.d. snigill eða kónguló eða eitthvað í þeim dúr.

En nóg um pöddur og hausinn á mér...!

Ég verð að líkindum á Sigur Rósar tónleikum í kvöld, verður athyglisvert.

Síðar...

26. júl. 2006

Actress Julia Sweeney performs an excerpt from her play, "Letting Go of God."

Þetta er skylduáhorf....:
(Kemur smá auglýsing fyrst ... )

Er fíll í herberginu hjá þér...?

Ég sá ógnvekjandi samtal á einni af "cult" sjónvarpsrásunum í gær eða fyrra dag. Þar sat stolt móðir og lýsti af innlifun hvernig.... (mín túlkun) henni hafi tekist að heilaþvo eða "prógramma" barnið sitt (sem er 6 ára) til að trúa og reyna alveg ótrúlegustu hluti.

Ég gapti og trúði því ekki mínum eyrum og augum! Ég hafði reynt að horfa á Halloween (fyrstu) fyrr um kvöldið og slökkti eftir 15 mín þar sem "hryllingsmyndin" sjokkeraði mig ekki neitt (og mér farið að leiðast), ÖFUGT við þetta samtal sem ég sá. Þvílíka aðra eins veruleika-firringu og rugl hef ég ekki séð lengi..... sem og ofbeldið sem móðirin var í raun að viðurkenna að hún beitti barnið. Súrealískt....!

Af gefnu tilefni hvet ég alla til að horfa á þennan þátt....! STRAX Í DAG.

17. júl. 2006

Mest lítið í fréttum....

Er aðalega að reyna að æfa mig eitthvað, undirbúa prógram hljómsveitarinnar Rúbíkó m.a., fer svo í hjólreiðatúra um nágrennið eftir fíling. Hjólaði í klukkutíma í gær t.d. Annars bara rólegheit.

Annars skilst mér að veðrið eigi að fara að skána, ekki er það verra! En þangað til yljar maður sér við minningar um danska sveitasælu.

12. júl. 2006

Móðurbróðir ....

Systir mín og mágur eignuðust dóttur (sem er búið að nefna Ásdísi Birtu) fyrir hálfum mánuði síðan. Allir hressir og prinsessan dafnar vel. Er nokkuð hægt að biðja um meira.

 
 
 

11. júl. 2006

Ég keypti mér...

...hjól á föstudaginn. G.Á.P voru með afslætti á hjólum og fylgihlutum, þannig að ég skellti mér á eitt, enda verið að spá í því í talsverðann tíma.
Hið ljúfa líf undanfarnar vikur hefur runnið sitt skeið og nú skal hjólað um fjöll og firnindi. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur bara ... hjólaði til Mosó á föstudaginn, svo hjólaði ég til systur minnar (býr nálægt Rjúpnahæð í Kópavogi... ég bý rétt hjá Spönginni í Grafarvogi), svo hef ég farið stóra hringi hér í Grafarvoginum og nágrenni. Fullt af flottum stígum til að hjóla um og fá sjávarloftið (t.d.) beint í æð, nú eða lykt af heyi, hér nágrenni við mig er heyjað, í böggum meira að segja. Einnig keypti ég mér handlóð, þannig að ekki þarf ég að splæsa í "árskort" eða álíka á næstunni...!!

10. júl. 2006

Já maður ....

Ég var í Danmörku um daginn. Heimsækja fjölskyldu og vini. Maður dundaði sér við eitt og annað á milli þess sem maður slappaði feitt af.

Til að byrja með vorum við heima hjá pabba hennar Sice í Hingeballe en fórum oft til Århus...

Tékkið á myndunum...!

Fór á ströndina, hoppað á trampólíni...

Heimsóttum ömmur og aðra ættingja Sice í Kjellerup...

Fór á burtfarartónleika Jespers Blæsbjerg og H.C. Erbs,

(Sjá stutt vídeó af tónleikum Jespers og tónleikum H.C.)

og partí á eftir...

Slappað af... eða hvað ?

Skoðuðum fræga kalknámu...

Heimsóttum Signe og Nis í Århus...

Svo fórum við til Köben... þar sem við fórum í...:

Göngutúr...

Fögnuðum próflokum Esbens...

...með því að fara í Tívólí....

Svo var það útskriftin sjálf...

Svo var ferðinni heitið til Rågeleje, þar sem við dvöldum í sumarhúsi.

Þar....

Héldum við upp á afmæli Sice (enn og aftur).

Héldum Skt. Hans/Jónsmessu hátíðlega með því að fara til brennu á ströndinni....

Svo var mjög ljúft að geta rölt á ströndinni með sinn þankagang, sérlega góð stemming.

Svo var farið í leiki... og slappað af á ströndinni...!

Svo var stutt heimsókn til Signe "moster" í Köben áður en við tókum flugið heim.

Jamm, skemmtileg ferð sem verður í minnum höfð fyrir ýmsar sakir!

12. jún. 2006

Undanfarið....

..hef ég verið iðinn við að fara á tónleika. Ég fór t.d. á útgáfutónleikar Andrésar Þórs Gunnlaugssonar, voru þeir sérlega fínir. Keypti líka diskinn hans (að sjálfsögðu). Droppaði við á Rósenberg á eftir, þar voru Sjonni og Sessy að spila.


Ari Bragi

Fór á Prince tribjútið á Gauknum sem Seth Sharp fer fyrir. Kom mér sérdeilis skemmtilega á óvart að minni gamli vinur og félagi af Skaganum, Sigurþór Þorgilsson, var bassaleikari kvöldsins. Við vorum saman í nokkrum hljómsveitum t.a.m. Soul Deluxe, Mr. Moon og fleirum. Sigurþór lék á trompet í þessum böndum.
Einnig var stutt innlit á Oliver þar sem ótilgreint band spilaði jazz/groove músík.



Svo fór ég í smá fjölskylduhitting á Eyvindarhólum í gær. Grillað og chillað.
Helgina áður var ég með smá afmælis-matarboð fyrir nánustu.

Danmörk er svo handan við hornið. Heimsækja tendgafólk og kíkja á a.m.k. tvo útskriftartónleika frá DJM.
Sómadrengirnir og trompetleikararnir; Hans Chr. Ilskov Erbs og Jesper B. Sørensen eru að klára námið þarna ásamt fleira góðu fólki.

Svo er eitt og annað í vinnslu sem verður vonandi búið að skýrast þegar ég kem heim frá DK. T.d. gæti ég hafa eignast nýjan systurson/dóttur. Allt að gerast.

Lifið heil.




Steinmóðarbær í V-Eyjafjallahreppi. Æskuheimili afa míns og var notað í "Little Trip to Heaven". Eyðibýli.

6. jún. 2006

Búlgaría - Dagar víns og rósa

Búlgaría var snilld og hér koma nokkrar myndir.


Sígaunagettóin sáum við bara útum gluggan um leið og við vorum vöruð við betli og þjófum. Við lentum í einum dramatískum í Plovdiv, þvílíkir leikhæfileikar. En hann hafði ekkert úr býtum.


Munkar í klaustri og syndaselurinn ég.


Frekar....


Vagn


Virkisveggur og kastali.


Eldri hjón sem við komum auga á í einu pissustoppinu.


Hópurinn á göngu.


Skoðaðar fornminjar frá tímum Rómverja, en þær voru út um allt víðast hvar allstaðar.


Fátt annað að gera í sólinni en að vera svalur.


Fylgst var með "æfingu" (sem var í raun einkatónleikar) hjá kórnum “Dætur Orfeusar”. Kórinn var hreint út sagt geðveikt góður og var magnað að fylgjast með þeim syngja lögin. Kraftur og tækni voru mikil, einnig var músíkin líka sérlega athyglsiverð. Slatti af "oddtime" og hressleika.


Við vorum svo skikkuð til að syngja þjóðlag frá okkar landi. "Krummi svaf..." kom sterkur inn.


Ilia Mihaylov stjórnaði kerlunum með harðri hendi og bros á vör. Síðar um kvöldið settist hann niður með okkur á bar sem hann fann fyrir okkur og kneifaði romm undir merki Actavis og ræddi m.a. útrás kórsins til Íslands með hjálp Björgólfs. Það vantaði ekki hugmyndirnar. Viðkunnalegur gaur hann Ilia... Ilia-gaur.


Þessi frísklegi kvennakór tók á móti okkur með kostum og kynjum.


Fleiri fornminjar frá dögum rómverja. Þessar eru í fullu fjöri sem tónleikastaður.


Man ekki alveg... sennilega eitthvað klaustrið.


Simon og Heiða í nettu flippi.


Á þessum stað (í fjallabænum Shiroka Luka) má segja að ferðin hafi náð hámarki sínu.


Í Shiroka Luka.


Hamingja og gleði skín úr hverju andliti.




Upp í hæðunum heimsóttum við hljóðfærasmið sem gerir sekkjapípur úr geitum. Hann seldi amk tvær til meðlima hópsins.


Á leiðinni upp hæðina til sekkjapípusmiðsins. Það var MIKIÐ gengið í þessari ferð. MIKIÐ!




Við fengum heilsteikt/grillað lamb sem þessi ágæti maður (vopnaður sveðju og byssu) reif niður handa okkur með berum höndunum. Forréttir voru iðuleg salat og brauð. Þarna fengum við í eftirrétt sérlega súra geitarjógúrt, heimalagaða. Ég setti MIKIÐ af hunangi og berjasultu í mína.


Útsýnið úr seinasta hótelinu sem við dvöldum í (Imperial Hotel, part of Riviera Holiday club (5*) Golden Sands) Einkaströnd og sérlega flott svæði.


Dansinn stiginn í lokahófinu í Chukurovo. Hljómsveitin var frekar leiðinleg og ekkert sérlega góð miðað við alla snilldina sem maður hafði upplifað dagana á undan.


Hin geðþekku Deso og "Rúmí" sem leiðbeindu hópnum í ferðalaginu.


Í flugstöðinni á leið heim. Rétt að benda á að það eru ENGIR veitingastaðir í flugstöðinni EFTIR að maður er búinn að skrá sig inn.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker