
Ari Bragi
Fór á Prince tribjútið á Gauknum sem Seth Sharp fer fyrir. Kom mér sérdeilis skemmtilega á óvart að minni gamli vinur og félagi af Skaganum, Sigurþór Þorgilsson, var bassaleikari kvöldsins. Við vorum saman í nokkrum hljómsveitum t.a.m. Soul Deluxe, Mr. Moon og fleirum. Sigurþór lék á trompet í þessum böndum.
Einnig var stutt innlit á Oliver þar sem ótilgreint band spilaði jazz/groove músík.
Svo fór ég í smá fjölskylduhitting á Eyvindarhólum í gær. Grillað og chillað.
Helgina áður var ég með smá afmælis-matarboð fyrir nánustu.
Danmörk er svo handan við hornið. Heimsækja tendgafólk og kíkja á a.m.k. tvo útskriftartónleika frá DJM.
Sómadrengirnir og trompetleikararnir; Hans Chr. Ilskov Erbs og Jesper B. Sørensen eru að klára námið þarna ásamt fleira góðu fólki.
Svo er eitt og annað í vinnslu sem verður vonandi búið að skýrast þegar ég kem heim frá DK. T.d. gæti ég hafa eignast nýjan systurson/dóttur. Allt að gerast.
Lifið heil.


Steinmóðarbær í V-Eyjafjallahreppi. Æskuheimili afa míns og var notað í "Little Trip to Heaven". Eyðibýli.