6. jún. 2006

Búlgaría - Dagar víns og rósa

Búlgaría var snilld og hér koma nokkrar myndir.


Sígaunagettóin sáum við bara útum gluggan um leið og við vorum vöruð við betli og þjófum. Við lentum í einum dramatískum í Plovdiv, þvílíkir leikhæfileikar. En hann hafði ekkert úr býtum.


Munkar í klaustri og syndaselurinn ég.


Frekar....


Vagn


Virkisveggur og kastali.


Eldri hjón sem við komum auga á í einu pissustoppinu.


Hópurinn á göngu.


Skoðaðar fornminjar frá tímum Rómverja, en þær voru út um allt víðast hvar allstaðar.


Fátt annað að gera í sólinni en að vera svalur.


Fylgst var með "æfingu" (sem var í raun einkatónleikar) hjá kórnum “Dætur Orfeusar”. Kórinn var hreint út sagt geðveikt góður og var magnað að fylgjast með þeim syngja lögin. Kraftur og tækni voru mikil, einnig var músíkin líka sérlega athyglsiverð. Slatti af "oddtime" og hressleika.


Við vorum svo skikkuð til að syngja þjóðlag frá okkar landi. "Krummi svaf..." kom sterkur inn.


Ilia Mihaylov stjórnaði kerlunum með harðri hendi og bros á vör. Síðar um kvöldið settist hann niður með okkur á bar sem hann fann fyrir okkur og kneifaði romm undir merki Actavis og ræddi m.a. útrás kórsins til Íslands með hjálp Björgólfs. Það vantaði ekki hugmyndirnar. Viðkunnalegur gaur hann Ilia... Ilia-gaur.


Þessi frísklegi kvennakór tók á móti okkur með kostum og kynjum.


Fleiri fornminjar frá dögum rómverja. Þessar eru í fullu fjöri sem tónleikastaður.


Man ekki alveg... sennilega eitthvað klaustrið.


Simon og Heiða í nettu flippi.


Á þessum stað (í fjallabænum Shiroka Luka) má segja að ferðin hafi náð hámarki sínu.


Í Shiroka Luka.


Hamingja og gleði skín úr hverju andliti.
Upp í hæðunum heimsóttum við hljóðfærasmið sem gerir sekkjapípur úr geitum. Hann seldi amk tvær til meðlima hópsins.


Á leiðinni upp hæðina til sekkjapípusmiðsins. Það var MIKIÐ gengið í þessari ferð. MIKIÐ!
Við fengum heilsteikt/grillað lamb sem þessi ágæti maður (vopnaður sveðju og byssu) reif niður handa okkur með berum höndunum. Forréttir voru iðuleg salat og brauð. Þarna fengum við í eftirrétt sérlega súra geitarjógúrt, heimalagaða. Ég setti MIKIÐ af hunangi og berjasultu í mína.


Útsýnið úr seinasta hótelinu sem við dvöldum í (Imperial Hotel, part of Riviera Holiday club (5*) Golden Sands) Einkaströnd og sérlega flott svæði.


Dansinn stiginn í lokahófinu í Chukurovo. Hljómsveitin var frekar leiðinleg og ekkert sérlega góð miðað við alla snilldina sem maður hafði upplifað dagana á undan.


Hin geðþekku Deso og "Rúmí" sem leiðbeindu hópnum í ferðalaginu.


Í flugstöðinni á leið heim. Rétt að benda á að það eru ENGIR veitingastaðir í flugstöðinni EFTIR að maður er búinn að skrá sig inn.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker