Hið ljúfa líf undanfarnar vikur hefur runnið sitt skeið og nú skal hjólað um fjöll og firnindi. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur bara ... hjólaði til Mosó á föstudaginn, svo hjólaði ég til systur minnar (býr nálægt Rjúpnahæð í Kópavogi... ég bý rétt hjá Spönginni í Grafarvogi), svo hef ég farið stóra hringi hér í Grafarvoginum og nágrenni. Fullt af flottum stígum til að hjóla um og fá sjávarloftið (t.d.) beint í æð, nú eða lykt af heyi, hér nágrenni við mig er heyjað, í böggum meira að segja. Einnig keypti ég mér handlóð, þannig að ekki þarf ég að splæsa í "árskort" eða álíka á næstunni...!!
