11. júl. 2006

Ég keypti mér...

...hjól á föstudaginn. G.Á.P voru með afslætti á hjólum og fylgihlutum, þannig að ég skellti mér á eitt, enda verið að spá í því í talsverðann tíma.
Hið ljúfa líf undanfarnar vikur hefur runnið sitt skeið og nú skal hjólað um fjöll og firnindi. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur bara ... hjólaði til Mosó á föstudaginn, svo hjólaði ég til systur minnar (býr nálægt Rjúpnahæð í Kópavogi... ég bý rétt hjá Spönginni í Grafarvogi), svo hef ég farið stóra hringi hér í Grafarvoginum og nágrenni. Fullt af flottum stígum til að hjóla um og fá sjávarloftið (t.d.) beint í æð, nú eða lykt af heyi, hér nágrenni við mig er heyjað, í böggum meira að segja. Einnig keypti ég mér handlóð, þannig að ekki þarf ég að splæsa í "árskort" eða álíka á næstunni...!!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker