2. ágú. 2006

Ekið, hlustað og haldið vatni...

Það var mikið ekið um þessa nýliðnu helgi. Ferðaðist um 1000 km. Fór til Sice að Hólum, í heimsókn. Skelltum okkur á föstudagskvöldið á Sigur Rósar tónleikana í Öxnadalnum. Sniðugt umhverfi fyrir tónleika. Ég hef ekki séð Sigur Rós á tónleikum síðan á seinustu öld einhverntíman. Ég hélt alveg vatni yfir þeim, öfugt við suma aðra, frétti ég. Það eru að mínu viti tveir hæfileikamenn í bandinu. Sérstaklega fíla ég hljómborðsleikarann. En svona almennt gera þeir ferlega lítið fyrir mig.

Annars var ég á æfingu áðan... það var heitt og sveitt. Lítið lokað stúdíó ... heitt úti .. sveittara inni. Nett.

Ég gerði heiðarlega tilraun til að ná í skottið á tónleikum "Trio Utlendish" sem voru á Kaffi Kúltúre. Missti af þeim en náði þó að heilsa upp á fullt af góðu fólki sem ég hef ekki séð lengi.

Í öðrum óspurðum fréttum þá hvarflaði að mér að semja lag í "speed metal polka" takti í gær ... held ég sleppi því samt.

.... je!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker