29. jan. 2006

The Bad Plus til Íslands!


Þetta fer maður nú að sjá..... líklegast!

THE BAD PLUS Á NASA 12. MARS
FRAMSÆKIÐ JAZZBAND SEM ROKKAR OG ER AÐ VALDA BYLTINGU Í TÓNLISTARHEIMINUM

The Bad Plus hafa eytt undanförnum árum í að afsanna allar hugmyndir um það hvernig órafmagnað djasstríó ætti að hljóma, ekki beint eins og fílar í postulínsbúð heldur frekar eins og nashyrningar í kringlu. Maður þarf ekki læknaslopp eða einhvers konar hlustunargráðu til að kunna að meta samstarf bassaleikarans Reid Anderson, píanóleikarans Ethan Iverson og trommarans David King. Það er sama á hvernig tónlist maður hlustar því að þetta virta tríó tjáir sig með krafti og ástríðu sem höfðar til allra sem hafa eyru, hjarta sem slær og taugakerfi.
UM THE BAD PLUS

Síðan hljómsveitin var stofnuð árið 2000 hefur The Bad Plus gefið frá sér tvær plötur á eigin vegum og þrjár aðrar fyrir Sony/Columbia. Á þremur seinni plötunum These Are the Vistas (2003), Give (2004) og Suspicious Activity? (2005) unnu þeir með fræga upptökustjóranum og óþreytandi hljóðversmeistaranum Tchad Blake, sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir upptökurnar á Give. Einnig hafa þeir gefið út tónleikaplötuna Blunt Object: Live in Tokyo.

Á tónleikaferðalögum hafa The Bad Plus slegið í gegn og áhorfendur þeirra verið misjafnir hvað stærð, lögun, skapgerð og ríkisborgararétt varðar. Spila þeir á djassklúbbum? Já. Rokkklúbbum? Já. Tónleikahátíðum allt frá Bonnaroo til Bumbershoot? Ekki spurning. Hafa þeir hitað upp fyrir Pixies? Svo sannarlega. Hafa þeir spilað á Village Vanguard í New York? Já, oft. En einkapartíum sem Jake LaMotta og George Steinbrenner mættu í? Einu sinni. Hafa þeir unnið með danshópi Mark Morris? Athugið málið á Google. Hafa þeir spilað á bak við veitingastað í eigu fyrrverandi bassaleikara Hüsker Dü? Við semjum þetta ekki á staðnum. Er til sú tegund tónleikastaða sem The Bad Plus hafa aldrei spilað á? Nei.

Ef þið hafið lesið um The Bad Plus í tímaritum vitið þið líklega að þeir taka nokkur lög eftir aðra. En ef þið hafið lesið um The Bad Plus í sérstaklega góðum tímaritum vitið þið líka að þeir spila einkum eigið efni, þar sem allir þrír meðlimirnir eru mjög góðir lagasmiðir. En það er sama hver semur lögin, hljómsveitin kemur fram undir fjölbreyttum áhrifum. Þetta er ekki bara eitthvert djasstríó sem segist vera undir áhrifum frá rokktónlist og spilar þess vegna hátt og vitnar í Zeppelin. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa mikla reynslu af því að spila ýmiss konar tónlist og eru afar færir spunamenn sem byggja, breyta, bæta, bjaga og endurmóta það sem þeir spila án þess að missa tökin á lögunum.

Takið eftir því að The Bad Plus er hljómsveit sem vinnur sem ein heild. Ekki halda að Iverson sé leiðtoginn þótt hann sé í jakkafötum. Ekki sjá Anderson sem skyldurækinn miðjumann þótt hann standi í miðjunni og segi ekki orð. Og ekki halda að King sé úrþvætti á skilorði þótt hann refsi trommusettinu með kjuðum og öðru. Þetta er ómótstæðileg og framtíðarleg tónlist og flytjendurnir þrír sitja allir jafnir við stjórnvölinn.

TEKIÐ AF EVENT.IS



Flettið í gegnum þenna og þennan link til að finna tónlist með Bad Plus til að hlusta á!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker