3. jan. 2006

2005




Gleðilegt ár öllsömul!!


Smá upprifjun á árinu sem leið

Janúar:

Hóf árið í Þýskalandi

Keypti árskort í líkamsrækt

Febrúar:

Kenndi á 8 vikna bassanámskeiði í Hafnarfirði

Var að vinna í útvarpskjölunum s.k. fyrir FÍH. En við skráðum niður spilun á lögum á nokkrum vel völdum útvarpsstöðvum í júní-júlí 2004

Borgaði inn á Lakland bassann.

Æfði af og til með Topless Latino Fever, sem byrjaði sumarið 2004 sem “latin æfingabúðir” fyrir mig og Gautaborgar-Krissa. Bandið á eitt lag á jólaplötunni Stúfur sem Atli Bollason gaf út.

Esben bróðir Sice kom í heimsókn.

Spilaði í Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík.

Mars:

Fjárfesti í utanáliggjandi hörðum disk, sem skömmu síðar gerði mér auðveldar að hafa stöðugan aðgang að mínu eigin geisladiska safni, sem og auðveldara að geyma efni sem maður rekst á.

Fór í mitt fyrsta útvarpsviðtal þar sem ég var ALEINN að sitja fyrir svörum. Hef svo sem farið í viðtöl áður.

Spilaði á Jazzklúbbnum Múlanum með bandi sem ég kallaði “Skonrokk” og fluttum við einvörðungu lög eftir mig.

Apríl:

Fór í eftirminnilegan túr til Danmerkur og spilaði á nokkrum tónleikum með Amalgam sveitinni. Sá Kurt Rosenwinkel á tónleikum í þeirri sömu ferð.

Fékk Laklandinn.

.. og sjálfsagt vorum við hjúin eitthvað farin að huga að því að finna okkur stærra húsnæði en það sem við dvöldum í um þær mundir.

Maí:

Maí virðist hafa verið stórtíðindalaus. Mikið um að maður kíkti á burtfarartónleika frá F.Í.H.

Júní:

Skoðaði íbúðir á fullu.

Hljómsveitin Malus spilaði sitt fyrsta gigg þann 9.

Æfði með M-Projectinu hans Matta.

Keypti íbúð.

Júlí:

Flutti í nýju íbúðina.

Spilaði með Malus.

Keypi mér nýjan magnara.

Var viku í Danmörk.

Ágúst:

Kennsla hefst að nýju. Þjálfaði samspil sem spilaði svo á Ljósanótt Reykjanesbæjar.
Annars stórtíðindalaust.

September:

Amma og mamma Sice komu í heimsókn.

Hóf störf í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar.

Egill hóf þreifingar með popp-bandið sitt.

rafbassinn.blogspot.com leit dagsins ljós.

Klukkið” tröllreið bloggum landsins.

Jazzhátíð Reykjavíkur 2005 hófst. Meðal áhugaverðra tónleika voru t.d. tónleikar Kenny Garrett og Koko" sem er dúett skipaður japönsku víbrófón-leikkonunni Taiko Saito og þýska píanólaikaranum Niko Meinhold.

Október:

Jazzhátíðin kláraðist. Jesper Sörensen kom í heimsókn til landsins.

Nóvember og Desember:

Stórtíðindalausir að mestu.



Sem sagt alveg hið ágætasta ár.
Íbúaðakaup og flutningar hljóta að teljast til stærri viðburða ársins.
Svo er bara gaman að því að vera í starfi sem maður fílar og að maður kynnist stöðugt fólki sem er áhugavert og skemmtilegt, bæði í gegnum starfið sem og músíkina almennt.

Ekki strengi ég nein heit eða set mér nein sérstök markmið fyrir nýja árið.
Maður heldur bara áfram að:

Reyna að lifa skikkanlega hollu líferni.
Kynnast fólki og halda kynnum.
Æfa sig á hljóðfærið og semja tónlist.
Og ... bara ... hafa gaman af þessu öllu saman!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker