31. okt. 2003

MENTAL NOTE: ekki reyna ad skipuleggja hljómsveitar æfingar í gegnum SMS.
Í dag er dagur letinnar og kvöld hinna síkátu hrekkjalóma...! þannig ad í dag hef ég svo sem ekki afrekad mikid.. en samkvæmt gamalli indíjána speki.. þá þarf madur stundum ad slaka á og láta andan (the spirit) ná líkamanum.. því þad er jú hægt ad taka fram úr sjálfum sér.. er einhver ad skilja mig..!?! En menn virdast ánægdir med mætinguna á big band dótid og hér eru nokkrar myndir...!


nú hver veit nema ad madur gerist hrekkjalómur í kvöld..!

30. okt. 2003

þá er Weather Report dótid á enda runnid.. tókst bara ágætlega ad ég tel.. ef madur fer ekki ad einblína of mikid á smáatridi..! Annars vard ein smá breyting á mannskapnum rétt fyrir fyrstu tónleikana, gítarleikarinn gedþekki Simon Bekker tók upp á því ad skera sig í fingurna.. þannig ad "verdlauna" gítarleikarinn Kristian Vestergård tók ad sér djobbid..! þad verdur gaman ad heyra upptökur frá þessu..! Svo fengu sumir sér hressingu á eftir..! þannid ad ég er nú ad súpa seydid af því..! Var annars ad koma af æfingu med bandinu mínu..! Nokkud endasleppt æfing.. saxa lausir og gítarleikarinn (Bekker) þurfti ad fara í fyrra fallinu..! En annars eru ýmsar pælingar í gangi... meira um þad sídar..!

29. okt. 2003

Hellú..! Allir lifandi bara..! Nú í gær voru margumtaladir Weather Report tónleikar í Ridehuset. þetta tókst bara ágætlega.. engir skandalar...! En ég held/vona ad þetta verdi allt adeins betra í kvöld.. svo á ég líka von á ad meiri hlutinn af fólkinu sem býr med mér ætli ad kíkja.. þad er ekkert nema hressandi..! Annars létum vid Jeper trommari okkur ekki nægja ad spila á tónleikunum... því vid fórum á Fatter Eskil ad þeim loknum og tókum þátt í vikulegu blúsdjammi þar á bæ.. ég spiladi eitt sett..! Annars hafdi ég hjólad nidri Ridehuset í "hljódprufuna", (med bassann) og eru þad um 5 km adra leidina.. þannig ad madur þreyttist sæmilega fyrir pakkan.. þannig ad strætó er málid í þessu tilviki... nú svo fengum vid frítt ad éta í Ridehuset.. þad voru tveir réttir sem madur gat valid um.. ég fékk einhvern artífatí fiskrétt, sem bragdadist svo sem vel.. en skammturinn var ekki fyrir vinnandi mann!! Vona ad þad verdi meira "kjöt á beinunum" í kvöld.. held þad verdi "chilli"..!

27. okt. 2003

Var ad koma af big band æfingu .. þær taka alltaf vel á ..! þetta er ad skrýda saman.. en getur samt verid brothætt.. enda eyddi Bill Warfield smá tíma í ad spjalla um mistök og hvernig madur "dílar" vid þau.. "recovery"..! Mestu mistökin eru ad láta mistökin í ljós (eda þannig...) koma upp um sig..! Annars var bleik brugdid í dag, thegar ég var ad versla mér strengi.. ég fór fyrir u.þ.b. mánudi og keypti 5 strengja Dr sett... á 300 og eitthvad danskar krónur í búd sem heitir Woodstock Guitars... helvíti gott verd þar á bæ..! En ég er bara svo áttavilltur nidrí bæ svo ég tala nú ekki um rétt í kringum midbæinn.. ég hef farid í nokkrar hljódfæraverslanir en í dag fann ég barasta enga.. en eftir 1 símtal og 1 fyrirspurn fann ég búd sem heitir Rock City.. þar kostadi 5 strenga Dr sett 500 og eitthvad krónur.. greyid afgreislublókin sá ad mér var alvara med ad ég hafdi fengid settid ódýrara í WG og gaf mér ágætis afslátt upp á 119 d.kr. (ég keypti 1,5 kg af kjúklingabringum á 120 kr í dag svo ad þad munar um minna..!) en engu ad sídur mun dýrara en hjá WG.. ég hafdi bara ekki tíma til ad leita ad Woodstock.. man þad bara næst...! En jæja best ad skrölta heim..!
Var í söngtíma.. jamm og jæja..! er ad spá í ad dæla á ykkur hradvirknislegu, ósönghæfu íslensku thýdingunni á texta Elton John vid "Your Song". þessi þýding var svona meira gerd fyrir skilning.. ég hefdi aldrei látid svona frá mér sem eitthvad nothæft.. en þad segir sig sjálft held ég..!

"Lag þitt"

Hún er eilítid skrýtin, þessi tilfinnig innra med mér.
Ég er ei einn þeirra sem geta sig falid.
Ég á ei aurinn, en drengur ef ég ætti,
þá keypti ég hús, þar sem vid (bædi) gætum búid (dvalid.. rímar ;)..).

Ef ég væri leirsmidur, og þó ætli þad,
eda eiturbraskari í ferdasýningu
þad er ei mikid, en ég get ei betur,
mín gáfa er mitt lag, (og) þetta er þitt.

Og þú getur öllum sagt, ad þetta sé þitt lag
þad kann ad vera nokkud einfalt, en þannig er þad nú (gert).
Ég vona ad þér sé sama
Ég vona ad þér sé sama ad ég færi í ord
Hversu dásamlegt lífid er þegar þú ert (í heimi) hér.

Ég sat (uppi) á þakinu og sparkadi í mosann
nú sum þessara erinda flæktust fyrir mér
En sólin hefur glatt mig medan ég kvad þetta lag
þad er tileinkad fólki á vid þig, sem heldur henni gangandi.

Svo þú fyrirgefur mér minnisleysid, en þetta eru mín verk.
þú veist, ég hef gleymt hvort þau séu græn eda blá,
en þarna, þú veist, ég meina,
augun þín eru þau fegurstu sem ég hef séd.


jamm svo er nú þad.. vonandi er hægt ad hlægja ad þessu..!

26. okt. 2003

Jæja þá er önnur big band æfing frá..! kemur allt saman...! Bill Warfield er ferlega týpískur amerískur midaldra jazz gaur .. (hvernig sem hann nú er svo..!) Segir sögur og svona.. honum finnst Winton Marsalis (lat: Winston Canabis (hehe ný sígarettutegund..! ;)) hafa eydilagt jazzinn...! jazzgo..! Annars var ansi hressandi móment á æfingunni í gær þegar Chappe kemur vid annan mann inn í æfingar herbergid...! Madurinn lítur yfir hópinn.. ég sá þad á honum ad hann hlyti ad vera bassaleikari, svo var þad hvernig hann leit á mig.. hehe...! Chappe kynnti gaurinn og hann reyndist vera Hollenskur bassanemi í heimsókn...! Hann kom svo til mín og plantadi sér hjá mér og vid reyndum svona eitthvad ad spjalla medan vid æfdum The Three Marias..! Hann hafdi verid í 6 daga og fer í dag (26.10.2003) er ad spá í ad sækja um sem skiptinemi í DJM...! Hann fékk símanúmer og e-mail hjá mér og ætlar ad vera í bandi...! Alltaf hressandi ad kynnast fólki.. ekki satt..! Nú annars virdist sem Bill hafi hætt vid ad spila Teen Town.. af einhverjum ástædum.. trompetleikararnir voru mjög fegnir.. þeir hefdu þurft ad æfa sig heilan helling...! Já og Havona... shit.. vid erum a.m.k. ekki ad spila lagid of hægt.. en þad er meiri dýnamík í gangi þannig ad madur er ekki á útopnu allan tímann..! hmm!?! hvad meira..! já í dag seinkudum vid klukkunni um 1 klst. Vetrartími takk fyrir...! Eda eins og mbl.is ordadi thad..!!: Evrópulönd breyta klukkunni
Klukkunni var flýtt í flestum Evrópuríkjum í nótt og gátu Evrópubúar því legið í rúminu klukkutíma lengur í morgun. Klukkan á Bretlandi, Írlandi og Portúgal er nú það sama og hér á landi en flest önnur lönd eru klukkutíma á eftir. Finnar og Grikkir eru tveimur tímum á eftir.

þad verdur þá ekki eins mikill munur ad koma heim *hóst*....! En segjum þad .. Lifid heil..!

25. okt. 2003

Big band í allan dag .. frá 12:00 .. er gall súr og daud þreyttur..! Frá ýmsu ad segja en þad verdur ad bída held ég.. ! Verd ad ná í kjörbúdina ádur en hún lokar..!

24. okt. 2003

Gott kvöld gott fólk.. og allskonar..! Gerdi mér sér ferd í skólann til ad sækja bassa partinn ad Havona.. loksins.. ! Annars bara allt gott ad frétta... kuldinn er farinn ad ágerast hér í Árósum.. vindurinn adeins meiri í kvöld heldur en venjulega.. verkjadi í eyrun eftir hjólreidartúrinn... en bara hressandi..!
já og svona til ad auka studid og minnka pressuna, thá mun danska ríkisútvarpid hljódrita tónleikana á midvikudaginn...!!
Bíldudalsgrænar baunir... ! Var ad koma af big band æfingu.. ! þad er bara ekki hægt ad æfa þetta of mikid..! The Three Marias gekk bara vel, sem og Man In The Green Shirt. Báturinn fór ad vagga þegar kom ad Havona.. ég hafdi engann part.. en var ad reyna ad "feika" mig eftir einhverju "Real" bókar dóti.. sem var hálf vafasamt.. því útsetningin fer um vídan völl frá upphafinu.. og því ég þarf ad spila unislínur med ödrum á stökustad..! Ekki létt ad spila þetta grúf í tempói..! Svo var þad Teen Town.. laglínan slapp fyrir horn.. hún á ad vera unis med einhverjum.. ég var í einhverju basli med ad skilja "Q"-in eftir sólóid.. þetta kemur...! Annars kemur Bill Warfield í dag og Chappe ætlar ad krefja hann um bassapartinn í Havona.. verd ad nálgast hann í kvöld..! No rest for the wicked..!

23. okt. 2003

Jæja þá .. þá er fyrsta æfing med bandinu mínu yfirstadin.. gekk barasta bærilega.. gaman ad prufa þessi lög í nýju "umhverfi" .. mestur tími fór í "Fridinn".. eins og svo oft ádur .. en gekk samt nokkud greidlega..! Enn eitt lagid bættist í Weather Report súpuna.. lag eftir Bill Warfield sjálfann "Mad Dog" eitthvad..! 7 bladsídur af (hand)skrifudum bassaskít..! Ekki mikill tími í neitt annad en ad æfa sig.. á morgun byrjar svo "æfinga lotan mikla" vegna Weather Report tónleikanna.. æft verdur á hverjum degi fram ad tónleikum, á þridjudag er svo generalprufa um daginn og tónleikar um kvöldid..! En þid hugsid bara vel til mín á medan .. sjáumst..!

22. okt. 2003

ekki má gleyma ad dvölin er nú hálfnud...! tveir mánudir í sarpinum!!
Hvern hefur ekki langad til ad vera í hljómsveit med Kasper og Jesper .. verst ad þad vantar Jonatan...! hehehe! Hressleiki...!
Gott kvøld... bara verid ad æfi sig hægri, vinstri, snú...! Teen Town útsetninging kom í hólfid ... virdist vera frekar mikid af villum... frekar en smekkleysi...! Annars á madur ad kunna þetta... já svo er bassasóló líka, þannig ad núna eru a.m.k. tvö bassasóló; í Havona og Teen Town..! Mér sýnist ad í Havona útsetningunni, sé búid ad útsetja fyrri hluta bassasóló Jaco..! Ég hef enn engan sérstakann bassapart fyrir Havona.. er ad vinna úr "scorinu" og básúnu og gítarpartinum..! Skrópadi á tónleikunum í gær .. var ad æfa mig..! jæja best ad gera sér undirspil fyrir sólóin..! og senda trompetleikaranum sem verdur í bandinu mínu lögin í e-mail.. fyrsta æfing á morgun Jesper ætlar ad leysa Bent af í þad skiptid.. over 'n' out..!

21. okt. 2003

var ad fá svohljódandi e-mail frá Chappe:

New music in your box
Teen Town on its Way !!!!!!!!!!!!
music for teen town in your box tomorrow.
Start practising
Chappe


Annars eru tónleikar í kvöld:

Rytmisk koncertcafé

Musikcaféen, Mejlgade, Århus kl. 21:15

Program:
21.15: Søren Dahl Jeppesen
22.25: Kremeliir vs. Fantabulous
23.00: Søren Kybelund-Hansen
23.35: Simon Bekker

Alle de optrædende er RM-studerende.

Fri entré


Samspil í morgunn.. mannskapurinn seint á ferd..! Rifjudum upp nokkur lög og fórum í eitt frumsamid eftir söngvarann. Annars er ég bara þreyttur gaur.. gekk hægt ad sofna... smá kalt og svona..! En samt snemma á fætur..! Hressleiki..!
Já hélt áfram ad æfa mig í gærkvöldi.. taktmælaæfingar og Weather Report lögin, milli þess sem ég hljóp nidrí þvottahúsid..! Hressleiki..!

20. okt. 2003

Æfdi mig í allan dag.. med einni jógúrt pásu og svo eldadi ég og bordadi og horfdi á Simpsons (of course..!). Æfingarlota dagsins byrjadi á upphitun svo fór ég í unison línuna í Havona, svo í bassalínuna.. er ad brjóta hana nidur .. tek nokkra takta í einu og reyni ad ná þeim upp í tempó..!! ... So far so good..!! Kemur hægt og rólega... þad á bara efir ad vera "blast" ad spila þetta..! Var farid ad verkja í vinstri hendina um 18:30..! En píanóid er næst...!
Nú þad týnast inn smátt og smátt, nóturnar vegna Weather Report tónleikana..! Er kominn med The Three Marias bassapartinn, sýnist hann vera eins og hann hljómar á Atlantis..! Havona útsetningin er einnig kominn inn... en getid hvad... bassaparturinn er týndur... þannig ad ég fékk bassabásúnu og gítar part + svo scorid... og var ég vinsamlegarst bedinn um ad a.t.h. scorid.. ef ég les rétt... þá er einhver skrifud sextánduparta lína.. á stökustad.. og gott ef þad er ekki sóló líka... (gulp).. nú þýdir ekkert helvítis slugs... er farinn ad æfa mig ..bæ!
Halló..! Nú vid Jesper gerdum okkur gott kvöld... þarna á laugardaginn... bandid sem vid sáum, á Cafe Jorden, hér Funky 4 og var sérdeilis hressandi... funk med heilmiklum New Orleans áhrifum... þeir tóku m.a. Tower Of Power slagara.. og voru med frumlegar/fyndnar útsetningar af ansi kunnuglegum húsgöngum..! (já húsgöngum ekki húsgögnum...!) Jesper var med trompetinn og spiladi í nokkrum númerum..! Hressandi..! Nú annars var ég ad skrída úr söngtíma.. og þad var barasta fínt.. söng "Your Song"...! Næst á ég ad koma med íslenska þýdingu á textanum, bara þýdingu ég á ekki ad geta sungid hann, m.ö.o. hann þarf ekki ad vera sönghæfur..! Stud..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker