11. sep. 2004

Daisy Jazz Trio

Skellti mér á masterclass niðrí FÍH í gær. Þar var sænska tríóið Daisy að láta gammin geysa.

Tríóið Daisy skipa
Thommy Larsson: trommur
Joakim Rolandson: saxafónar og slagverk
Håkan Gustafsson: kontrabassi

Þetta voru eiginlega stuttir tónleikar og svo stutt spjall á eftir. Það sorglega við þetta allt saman var, að einungis EINN nemandi úr FÍH var á staðnum. Hinir 4 voru útskrifaðir nemendur og svo S.F. Mér þótti þetta samt mjög fínt þannig að ég skellti mér á tónleika með þeim um kvöldið á Kaffi Kúltúre. Þar var einnig sorgleg mæting. En tónleikarnir voru góðir engu að síður. Allir eru þeir mjög færir hljóðfæraleikarar. En sérstaka athygli vakti þó bassaleikur Håkan Gustafson, fullt af flottum hlutum, bæði tækni og músíklega séð (og heyrt .. ;)...!). Ýmislegt í leik tríósins fékk mann til að hugsa um Ornette Coleman, einnig sumar lagasmíðarnar. Ég skellti mér einnig á eintak af plötunni þeirra "Daisy - Live". Joakim var einnig hinn vinalegasti og var spjallað stuttlega eftir konsertin.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker