Söngkeppni Iðnskólans var á miðvikudaginn, en ég var jú að spila þar ásamt Sjonna, Agli og Jóni Óskari. Auður Zoëga kom sá og sigraði með Joni Mitchell laginu "Talk To Me" og var hún bara mjög vel að því komin. You go girl!!!
Gærdagurinn fór í Gullna Hringinn og allur þessi akstur er að gera mig að eymingja. Ekki meiri keyrslu í bili takk.
Í dag kíktum við t.d. á víkingaslóðir í Hafnarfirði og fórum svo í pottana.
Á eftir er svo stefnan tekin á NASA til að tékka á...:
"DCS á Íslandi. Þvottaekta indversk Bhangra gleðitónlist.
Hin sérstaka tónlistartegund, Bhangra, varð til sem hluti af uppskeruhátíðarhöldum í Punjab héraðinu á Indlandi fyrir nær 200 árum síðan. Hljómsveitin DCS hefur unnið síðustu 20 ár við að gera sína eigin sérstæðu Bhangra tónlist sem þeir hafa flutt – fyrst í heimalandi sínu Bretlandi, en síðustu ár hafa þeir farið með hljómsveitina vítt og breitt um Evrópu og leikið og sungið, tónleikagestum til ómældrar gleði.
Hljómsveitin DCS telur 9 hljóðfæraleikara sem eiga allir indverska foreldra en eru fæddir í Bretlandi. Á níunda áratugnum fóru þeir að blanda saman hefðbundnum indverskum ásláttar- og strengjahljóðfærum við nýtískulegri vestræn hljóðfæri eins og rafmagnsgítara og plötusnúðagræjur. Á þessi hljóðfæri leika þeir iðandi indverska tónlist og hafa framar öllu gætt þess að varðveita káta hátíðarstemningu Bhangra tónlistarinnar. Textarnir eru sungnir bæði á punjabi, hindi og á ensku og fjalla langflestir um konur, dans og skemmtanir.
Tónlistarflutningur þeirra, og ekki síður lífleg sviðsframkoma, hefur orðið til þess að hljómsveitin DCS hefur fengið tónlistarverðlaun af ýmsum toga, gefið út fjölmarga geisladiska og haft áhrif á margar hljómsveitir sem flytja tónlist af sama tagi. Það er þó mál manna í þeirra heimalandi að þeir séu fremstir meðal jafningja í flutningi hinnar fjörugu Bhangra tónlistar. Hljómsveitin DCS hefur unnið síðustu 20 ár við að gera sína eigin sérstæðu Bhangra tónlist sem þeir hafa flutt vítt og breitt um Evrópu."
Svo er jamsession í Stúdentakjallaranum, kannski maður líti við. En annars þurfum við að skutla Esben á völlinn ELDSNEMMA í fyrramálið.
18. feb. 2005
Bloggsafn
-
▼
2005
(227)
-
▼
febrúar
(39)
- Sniðug kenning um slagsmála félagið og Calvin & Ho...
- Hin konunglega Kaki kona sem var hjá Conan um dagi...
- www.bendingcorners.com
- Frá FÍH.
- Básúnu pönk jazz ... ú je!!
- Fúsi Jón og félagar.
- FREE Jazz Handbook ..!?
- Bíddu...! Spilar maður ekki á gítar eins og píanó??
- Jaco & Jimi: The Twin Towers
- Skonrokk á Múlanum 31. mars 2005
- Jazzað í brækurnar.
- Helgin.
- Nei sko..! Totally Fuzzy að rokka feitt .. ;)
- Gjörsamlega ruglað.
- Ýmislegt.
- Hvítt suð.
- Ernie Ball Cord & Spring Kit
- Fréttir frá blogger:
- John Bonham - drums
- The future is here ... almost.
- Keppnisundirbúningur og Borgarfjörður.
- Allskonar sumt...
- Einu sinni var...
- Jimmy Smith gengin á vit feðrana.
- Stúlkur athugið....!
- Æfingar.
- 5tudagur
- Listin að hafa áhrif á aðra ....
- Þriðjudagur til þrautar. Oder Was?
- Polyrhythms
- Ferðafélagi.
- Helgin.....
- Styrkir?
- Nokkur falleg orð um Lakland.
- Brauðinu spreðað.
- Creative Visionary - Dave Holland Energizes Big Ba...
- Tónlist + verðlaun =
- Hvort er fyndnara...
- xjinx
-
▼
febrúar
(39)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,