Andskotans blogg leti í manni.
Fór á Þingvelli um seinust helgi. Langt síðan maður hefur kíkt þangað. Þurfti að sýna útlendingnum (sem er reyndar komin með íslenska kennitölu og bankareikning!!!) Fengum okkur rándýra súkkulaðiköku á Hótel Valhöll og gengum út um allt. Gerðum heiðarlega tilraun til að hitta fólk í útilegu og grilla með því. Nánar um það hér og hér og hér.
Svo er Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ að hefja vetrarstarf sitt. Þannig að maður hefur verið að sitja fundi og fyrirlestra. Fór t.d á fyrirlestur um líkamsbeitingu hljóðfæraleikara og söngvara. Athyglisvert. Gunnhildur Ottósdóttir hjá MT-Stöðinni sagði okkur frá ýmsu í þeim efnum. Hún er mér nú ekki ókunnug þar sem ég, sem og margir FÍH meðlimir, hef leitað til hennar til að fá unnið á mínum vandamálum.
Nú Menningarnótt Reykjavíkur nálgast sem óð fluga væri. Ég fékk neyðarkall fyrr í dag. Reggí bandið Hjálmar vantar bassalega aðstoð á laugardaginn. Kíkti á æfingu með þeim í dag. Gekk fínt barasta held ég. Önnur æfing á morgun. Ég hef verið n.k. "closet reggí fan" í mörg ár...!
Hjálmar verða að spila á Grand Rokk á Menningarnótt. Tjekk it out.
Finnst ykkur ekki bensínverðið orðið rugl. Þetta hlýtur að klárast því að... "Only So Much Oil In The Ground" - Tower Of Power - Urban Renewal (1974) MP3
Funky shit.. Rocco Prestia að brilla á bassann!
Bloggsafn
-
▼
2004
(273)
-
▼
ágúst
(26)
- Hresst!
- Kristinn Snær Agnarsson trommari. www.snerill.com
- Palli á RÚV og Kiddi gítarleikari.
- Hjálmar í hljóðveri 12 á Rás 2.
- Leyni-bassaleikarinn.
- Örugglega fallegasti reggae trommari á Íslandi...!!
- Jamm og jamm og jú.
- HEHEH...!!
- Miðvikudagur
- Styttist í James...!!!
- Menningarnótt í Reykjavík 2004
- Matur og myndir.
- Og aftur tónleikar!
- Fredrik Norén
- já .. nú hérna sko... Já.. Reykjavík 218 ára.
- Gjörsogvel!!!
- Cool...!! Oder was?!?!
- No One Here Gets Out Alive!
- Dagurinn í dag.
- Af gefnu tilefni!!
- skonrokk plöggar þeim sem plögga sér sjálfir .. nú...
- Sá soldið eftir því að hafa ekki farið á Metallica...
- Will the heat record be broken today?? ... We offi...
- Gönguferð á Hestfjall í Andakíl.
- Recipes anyone?
- long time no blog...
-
▼
ágúst
(26)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,