15. apr. 2005

Hvernig dreifðist maðurinn um Jörðina? www.ruv.isVerið er að hrinda af stað nýrri DNA-rannsókn á uppruna mannsins og dreifingu um Jörðina. Talið er að rekja megi dreifinguna með greiningu á lífssýnum úr frumbyggjum á hverjum stað.Það eru Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society og tölvurisinn IBM sem standa fyrir gena-rannsókninni. Afla á lífssýna úr a.m.k. 100.000 manns, rekja skyldleika með genarannsóknum og finna hver kom hvaðan í árdaga. Þetta verður stærsti genabanki sögunnar.

Erfða- og mannfræðingar segja að maðurinn sé upprunninn í Afríku en rannsóknin á að leiða í ljós búsetu og þjóðflutninga. Sérfræðingar úr fjölmörgum öðrum vísindagreinum leggja rannsókninni lið. Áætlað er að hún taki fimm ár.

Steingervingar gefa vísbendingar um hvar og hvernig menn hafa lifað og þroskast, og dreifst um allar jarðir. Enn er ekki vitað til dæmis hvernig menn komust til Ástralíu fyrir 50 til 60.000 árum. Heldur ekki hvaðan S-Ameríka byggðist. Tungumálarannsóknir og erfðarannsóknir kunna að leysa gátuna. Búið er að skipuleggja rannsóknarhópa í fjölmörgum löndum og IBM leggur til tölvur og tækni.

Meðal spurninga sem leitað verður svara við eru hvar í Afríku eru afkomendur þeirra manna sem fyrstir komu fram. Má rekja herferðir Alexanders mikla með genarannsóknum? Hvaða landnemar lögðu Indland undir sig? Hvernig hefur nýlendustefnan breytt erfðaþáttum Afríkubúa. Er samband milli frumbyggja Ástralíu og þjóðsagna þeirra og hvert er upphaf breytinga t.d. á litarafti og beinabyggingu hjá mannkyninu.NÁNAR UM RANNSÓKNINA: http://www5.nationalgeographic.com/genographic/
Skoða: GENA-ATLASINN

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker