15. okt. 2006

Þétt helgi.

Helgin var nokkuð þétt. Ég náði að vakna klukkutíma á undan vekjaraklukkunni á laugardagsmorguninn og var svo mættur á æfingu út á Seltjarnarnes kl. 11 með Nettettnum og svo skömmu síðar (um 13:30) á æfingu með M-Project í Kópavoginum.

Síðan eyddum við Sice síðdeginu hjá systur minni þar sem frændi minn hoppaði á mér í nokkra tíma milli þess sem við tókum lagið saman (sem þýðir að annar hvor okkar lemur trommu padinn á meðan hinn tekur leikfangagítarinn og tekur lúftgítar á honum og svo er sungið eftir fíling, en frændi sér um rokkstjörnu performansinn, þar sem hann hleypur og tekur pósur...)

Í dag kíktum við svo upp í Borgarnes þar sem sest var til "skrafs og ráðagerða" um eina viku næsta sumar.

9. okt. 2006

Níræður

  
Baldvin Sigurðsson

Baldvin afi minn varð níræður í dag! Geri aðrir betur.
Til lukku með það gamli!

8. okt. 2006

Etið með öðrum....

Helgin snerist að miklu leyti um mat.
Á föstudaginn kom kollegi Sice úr fornleifafræðinni til okkar og var kokkaður ítalskur matur, enda er hann 1/2 ítalskur maðurinn.

Á laugardeginum elduðum við lambalæri með systkinum mínum, mági og börnum þeirra, etið yfir sig alveg. Mikill hvítlaukur... jömmí..!

Svo bauð Sigurgeir mágur í tertur í dag, af tilefni afmælis síns.

....maður verður nú bara svangur..!

Tónlistarskóli í 40 ár

Fyrir viku síðan spilaði ég á hátíðartónleikum í tilefni af því, að 40 ár eru liðin frá stofnun tónlistarskóla í Mosfellsbæ. Fram komu nemendur og kennarar tónlistardeildar Listaskólans. Tónleikarnir fóru fram í Hlégarði. Seinast lék ég í Hlégarði fyrir rúmum 10 árum og þá með hljómsveit sem hét Soul Deluxe. Minnir að það hafi verið grunnskólaball. Annars er Hlégarður mjög skemmtilegt lókal að mínu mati fyrir tónleika, mæti nota það hús meira fyrir slíkar uppákomur.
Til hamingju með áfangann Mosfellingar!

Fyrir þá sem hafa gaman af samsæriskenningum

4. okt. 2006

Séð á Jazzhátið


Hlín og ég að meðtaka Gamma-flokkinn.


Þessir voru líka á Gömmunum. Svo merkilega vill til að ég er á bakvið strákinn með húfuna og er hann nemandi minn í Listskóla Mosfellsbæjar (þannig að hann er strax farinn að skyggja á kallinn...!) ;) Einnig glittir í Ara Braga og Matta þarna.


Silvía og ég (og allir hinir) að tékka á Geira á Nasa.

3. okt. 2006

Eftir sónarskoðun...

...var í morgun. Allt og allir í góðu fjöri. Aveg eins og það á að vera.

Fóstrið er að hreyfa sig talsvert og hefur maður fundið aðeins bank/spark í gegnum bumbu. T.d var gríðarleg stemming hjá bumbubúanum (sem og öðrum) á Laser tónleikunum um daginn. Enn og aftur takk fyrir flotta tónleika drengir!! Tónleikar Laser og Tyft standa upp úr af því sem ég sá á hátíðinni þetta árið.

Svo er náttúrulega alveg EXTRA gaman að fylgjast með hinni þriggja mánaða gömlu systurdóttur minni, vitandi hvað maður á í væntum.
Stemming.


Tyft á NASA. Hvar er Siggidóri? (Engin verðlaun í boði fyrir fundvísa...)

1. okt. 2006

...

Ég er nú búinn að segja vel flestum tíðindin, en ef að ég hef nú fyrir slysni gleymt einhverjum.... þá er það mér sönn ánægja að tilkynna um væntanlega fjölgun í litlu fjölskyldunni okkar Sice.

Meðgangan fer að verða sirka hálfnuð og við fórum í (18-20 vikna) sónar á föstudaginn og allt lítur út fyrir að vera eðlilegt.

Hér má sjá hvað bar fyrir augu í sónarskoðuninni:

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker