12. júl. 2005

Blóð, sviti og tár og aðrar raunir hins stritandi tónlistarmanns


Ekki fitnaði Malus hrossið við að skeiða á völlum Kaffi Kúltúrs fyrr í kvöld. Það hlýtur að hafa verið eitthvað gríðarlega gott í sjónvarpinu. Sérlega slök mæting, ekki beint hvetjandi. Þakka þó þeim sem litu við. Stór tapaði reyndar á þessu þar sem ég lagði bílnum á stéttinni fyrir framan Kaffi Kúltúr rétt á meðan ég henti magnaranum og draslinu inn. Fór svo að rigga upp draslinu og þannig. Fékk þessa feitu sekt. Heildar "gróði" í kvöld, -2000 kr. (MÍNUS TVÖÞÚSUNDKRÓNUR). Þá tek ég ferðakostnað og almennt slit ekki með.





Annars eyddi ég deginum að mestu í snatt og snúninga sem varða flutningana. Kaupa hitt og þetta og færa drasl. Með dyggri aðstoð foreldra minna. Hvar væri maður án þeirra...??

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker