27. jún. 2005

Eyfellskir sundgarpar.

Ég rabbaði helling við afa minn um helgina. Fann þessa mynd af honum (á netinu) og fleirum við Seljavallalaug á árum áður. Hann stendur fremst á myndinni (6. frá vinstri).

Árni Sigurðsson á Bjarkarlandi (Árni Kristinn Sigurðsson) var föðurbróðir Baldvins afa. Eini albróðir Kristjáns Sigurðar Sigurðssonar langa-afa míns.



Sundnemendur og kennarar við Seljavallalaug árið 1928, tekin á myndavél Árna Sigurðssonar á Bjarkarlandi. Kennararnir sem standa aftast eru Leifur Auðunsson í Dalsseli (t.v.) og Árni Sigurðsson á Bjarkarlandi. Nemendurnir eru, talið frá vinstri: Ólafur Guðmundson á Núpi, Sveinn Kristjánsson í Miðeyjarhólma, Kjartan Björnsson á Efstu-Grund, Sveinbjörn Sveinbjörnsson á Efstu-Grund, Ólafur Kristjánsson á Seljalandi, Baldvin Sigurðsson frá Steinmóðarbæ (býr nú í Eyvindarhólum), Magnús Sigurjónsson í Hvammi (aftan við Baldvin), Jón Einarsson á Núpi, Einar Sæmundsson í Stóru-Mörk (framan við Jón), Axel Magnússon á Núpi, Leó Ingvarsson í Neðra-Dal, Einar Jónsson á Ásólfsskála (framan við Leó), Gísli Einarsson á Núpi, Magnús Kristjánsson á Seljalandi og óþekktur nemandi.

Steinmóðarbær mun verða í hlutverki hús á sléttum Ameríku í kvikmynd Sigurjóns Sighvatssonar og Baltasar Kormákar A Little Trip to Heaven.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker