22. maí 2004

Já já !!

Fór á þetta fína stand up á fimmtudaginn. Minnir að ég hafi ekki farið á stand up síðan á Radíusbræður fyrir svona 10 + árum síðan. Anyways .. skemmtun góð Pablo Fransico fór á kostum. Í gær skellti ég mér á tónleika Jagúar flokksins á NASA. Flutt voru lög eftir Tómas R. Einarsson í útsetningum Samúels J. Samúelssonar. Bandið, sem var skipuð þónokkrum auka mönnum, var dúndur þétt að venju. Stemmingin var svolitla stund að fara að stað, því fólk ÁTTI jú að dansa. Ég sat nú samt á rassgatinu þar til í lokinn þegar ég var hættur að sjá á sviðið sökum iðandi manngrúans á gólfinu...! En það tók semsagt tíma að fá fólk í dans! Eitthvað gerðist þegar Bogomil Funk (áður Font) hóf upp raust sína. Sumt fólk getur ekki dansað nema það sé söngur, og það syngi með !! .. magnaður andskoti..! En þetta var allt mjög vel heppnað og óska ég Samma og félögum til hamingju með vel heppnað verkefni! Það er séns að sjá seinni tónleikana í KVÖLD 22 maí kl. 21:00 á NASA. Mæli með því...!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker