15. mar. 2004

Loksins gott veður..!

Jæja þá er Sice burtflogin til Cheltenham á ný eftir vikudvöl hér á klakanum.. í roki og rigningu að mestu leyti..! Svo styttir náttúrulega upp um leið og hún fer!! Týpískt..! En við stunduðum heimsóknir... til foreldra minna og systur og co, fórum í glóðarsteikarteiti, sem var gaman og svo var Svarta Kaffið teygað á Kaffi List, skömmu síðar.. og tjúttað frameftir..! Kíktum síðan á Jazzklúbbinn Múlann á sunnudagskvöldið og sáum Be Bop hljómsveit Óskars Guðjónssonar fara hamförum.. þétt og gott og allir í stuði, og vel mætt!!
En best að fara að æfa sig..!


Framundan þessa vikuna eru t.a.m. æfingar með nýrri hljómsveit Matthíasar Baldurssonar, sem hefur verið ansi iðinn við kolann og er með heilann haug af frumsömdu groove-jazz dóti..! Verður athyglisvert og gaman..! Svo er æfingatörn hjá Angurgapa vegna Ung Jazz.. já og Angurgapinn mun kitla kuðunga á jazzkvöldi í MH á fimmtudagskvöldið kemur..!

Sjáumst spræk..!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker