Búið að vera alveg nóg að stússast þessa vikuna, sem endranær!!
Á mánudaginn var æfing með Ívari fyrir hans próf, og svo var kennt fram eftir, eyddi kvöldinu í að endurskipuleggja æfingaplan og forpróf.. síminn rauðglóandi..!
Þriðjudagurinn hófst á því að skutla Sice í flugið...! Fór í tíma til Robba kl. 18:00, vorum að prufa fingrasetningar fyrir Havona unislínuna.. sem ég hef svo verið að æfa dag og nótt .. fer að koma.. sóló pælingar í Havona einnig og sitthvað fleira..! Svo var æfing hjá Tríói Hlínar Lilju kl. 20:00.
Miðvikudagurinn, hófst á æfingu með Ívari og co og kennsla frameftir, gott ef ég var svo ekki að æfa mig um nóttina!!
Fimmtudagur: Fór í ræktina, og svo var æfing kl.20:00 með Sigga R. Gekk vel.. og var gaman...!
Föstudagur: Fór í ræktina og svo á æfingu með Tríói Hlínar Lilju kl. 17:30. Kl. 20:00 var svo æfing með Angurgapa, og bíð ég Egil velkominn um borð..! Æfði mig svo til 4:00 am..! Sirka ;)
Laugardagur, Svaf alveg geðveikt lengi!!! Fór svo niðri Stúdentakjallara þar sem haldið var tónlistarmaraþon . Angurgapi spilaði þar kl. 20:30 þrjú lög með miklu rokki og spuna..! Svo var jamsession á eftir .. hefði betur haldið mig heima .. it was not happening...! Tvö fyrstu lögin sluppu samt þannig séð..! Kom heim kl. 03:00 og skellti Purple Rain í DVD spilarann .. keypti myndina á fínu tilboði í Hagkaup.. Hélt einu sinni upp á Prince, hafði aldrei séð myndina .. þannig að ..!
Sunnudagur: Svaf of lítið .. þurfti að vakna "snemma" til að spila með Tríói Hlínar Lilju á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar, við opnun Árbæjarútibús Borgarbókasafns. Það gekk fínt.. stutt og laggott...! Ætli maður skelli sér svo ekki í pottana og æfi sig...! Stíf æfinga dagskrá í næstu viku... forprófin verða líklega á föstudaginn...! Já og alveg rétt..! Nú er burtfararbandið mitt fullskipað... slagverksleikarinn góðkunni Ásgeir Óskarsson samþykkti að slást í hópinn .. gaman að því ..!
Bloggsafn
-
▼
2004
(273)
-
▼
febrúar
(9)
- UNG JAZZ í Reykjavík eftir mánuð...!! Í spilaranu...
- o sei sei já..!
- The way Iceland (can) look in december/january!
- Nú þá er enn ein vikan fallin í valin.. Sice er bú...
- Ef einhver er nú að velta þessu fyrir sér!
- Pics from Angurgapa concert last friday!!
- Ung Jazz in Reykjavík 2004
- Í Veðurfregnum er þetta helst..!
- Hljómsveitin Angurgapi leikur frumsamda spuna og "...
-
▼
febrúar
(9)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,