15. feb. 2004

Nú þá er enn ein vikan fallin í valin.. Sice er búin að dvelja hjá mér í góðri stemmingu og fer hún ytra núna á þriðjudaginn, til Cheltenham.

Annars hefur þetta verið svipað og vanalega í vikunni. Kennsla á mánudögum og miðvikudögum. Svo hefur restin af tímanum farið í undirbúining fyrir burtfararprófið.. gera parta fyrir blásarana, æfa sig, vinna að eigin lögum og allt það..!

Svo er ég einnig að spila hjá hinum tveimur sem ætla sér að útskrifast. Það eru þeir Ívar Guðmundsson trompetleikari og Sigurður Þór Rögnvaldsson gítarleikari. Siggi er með sama band og ég.. þ.e. fyrir utan okkur er það Jói Hjöll á trommur og Steinar Sigurðarson á sax og Ívar á trompet. Annars hef ég fengið Agnar Má Magnússon til þess að leika á Rhodes í mínu prófi, skemmtileg viðbót það ..! Mér gengur hins vegar ekki mjög vel að finna slagverksleikara! Bandið hans Ívars er svo fyrir utan okkur tvo.. Eyþór Gunnarsson á píanó, Kristinn Snær Agnarsson á trommur og Steinar Sigurðarson á sax.

Þannig að þetta verður mjög hressandi allt saman!! Góðar stundir!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker