30. mar. 2007

Augun Opnast - Menn Ársins

Tékkið endilega á þessu snilldarmyndbandi við lagið "Augun Opnast" með hljómsveitinni Menn Ársins. Lagið er reyndar hljóðritað áður en ég gekk til liðs við þá meistara, þannig að ég get lítið montað mig af þessu.

En eðalmúsík og snilldar vídeó.

Augun Opnast - Menn Ársins



Við (Menn Ársins) verða svo í góðu flippi á Hressó annað kvöld (laugard. 31. mars.). Sjá nánar HÉR.

Menn Ársins @ Hressó.  March 31., 22:00 pm.


Menn Ársins
Originally uploaded by Sice.

FAðiR og sønUR

Sælt veri fólkið, langt um liðið síðan maður bloggaði seinast. Drengurinn er orðinn mánaðargamall og vex og dafnar. Þetta mánaðarfæðingarorlof sem ég tók var fljótt að líða, enda var fyrsta vikan tekin áður en hann kom í heiminn. Ég tek svo aðra 3 í haust/vetur komandi.

Ég setti mér það markmið að ljósmynda hann daglega og birta a.m.k. eina á dag á flickr-síðunni. Það hefur tekist þrátt fyrir að maður verði stundum eftir á.

Tékkið t.d. á "1 mynd á dag" möppunni og "1 mynd á viku" möppunni til að sjá hvernig stráksi hefur þroskast frá því að hann kom í heiminn þann 28. febrúar s.l.. Svo má fá aðra sýn á þetta í "Archives / Taken in / 2007 / March" möppunni.

Annars höfum við "prufukeyrt" nafn á drenginn sem virðist komið til að vera og verður það opinberað 7. apríl n.k. og munu þá foreldrar og stjúpforeldrar Sice ásamt systkinum hennar sækja okkur heim og verður þá hátíð í bæ.



Hér eru svo nokkrar myndir af okkur feðgum í nettu flippi.
 
 
 
 
Posted by Picasa

28. feb. 2007

Drengur

Jámm, þá hefur frumburðurinn komist í heiminn. Það gerðist kl. 13:24 í dag. Uppskurðurinn gekk bara mjög vel og allir við góða heilsu. Strákur náði að hreinsa lungun sjálfur þannig að við fengum hann fljótlega í hendurnar.

DSC_0070

Þannig að við erum afskaplega sátt við lífið og tilveruna.

Hérna eru svo nokkrar myndir: http://www.flickr.com/photos/siggidori/sets/72157594562760059/

DSC_0074

Aðfaranótt....

Kl. er 03:05. Bumbustubbur hefur haft, til þess að gera, hægt um sig. Fátt sem bendir til þess að hann ætli sér að verða sér út um þá lífsreynslu að fæðast (á eðlilegan máta).

Waiting (....still)

Þá er það plan B: Við Sice förum upp á spítala kl. 09:00 í fyrramálið og væntanlega staðan tekin en svo er stefnt að því að ná setuliðanum með keisaraskurði um kl. 12.

Hmm...

Nokkrar nýjar myndir á flikkinun.

Ég verð þá bara nýbakaður... þegar heyrist frá mér næst...

Shalom.

16. feb. 2007

Setið á strák sínum...


Sice, week 40
Originally uploaded by Siggidóri.

Við fórum í mæðraskoðun í gær og fengum þær fréttir að barnið væri engan vegin komið í höfuðstöðu (eins og metið hafði verið í vikunni áður, ...hvað þá skorðað) heldur væri það "sitjandi".

Það var því hlaupið til og pantaðir tímar til að vega og meta stöðuna betur. Deginum í dag var varið upp á spítala þar sem móðir og barn voru mæld og metin hátt og lágt. Einnig var gerð tilraun til að snúa barninu, en það gekk nú ekki eftir. Vending er það víst kallað.

Það er víst þó nokkur hætta á að þessar aðfarir hrindi af stað fæðingu og hafði Sice því verið fastandi frá miðnætti ef gera þyrfti bráða keisaraskurð. Einnig fékk hún sprautu sem á að minnka líkurnar á að fæðingin fari af stað meðan að vendingin er reynd. Efni sprautunar getur verkað svipað og adrenalín, með handsjálfta og tilheyrandi, þannig að þetta voru smá átök. En allt kom fyrir ekki. Vendingartilrauninni var snarlega hætt þegar hjartsláttur barnsins fór lítilega niður. Meðan á þessu stóð var stöku sinnum ómskoðað til að athuga stöðuna og þóttumst við þá sjá hvert kynið var, en sögðum þó ekkert þegar þarna var komið við sögu.

Sice at the hospital

Síðan þurfti að fylgjast með móður og barni í sírita (monitor) í drjúgan tíma til að úr skugga um að allt væri með felldu.

Þegar þarna var komið við sögu fengum við að fara og fá okkur í gogginn, við kíktum á Hornið og sjáum eftir því. Rándýr og lélegt. Ég pantaði mér eitthvað rjómapasta krap.. sem kostaði 2000 og ég var með meltingartruflanir og bakflæði í allan dag út af þessum viðbjóði. Svo reyndu þeir að selja mér DJÚS sem appelsínu safa... fyrir 360 kr.... get real!!

En... aftur upp á spítala. Nú tók við meiri mónitor og svo fórum við í ómskoðun þar sem barnið var mælt bak og fyrir og síðan í röntegenmyndatöku til að mæla grind móðurinnar. Við fengum að taka með heim eina röntgen myndina, þar sem barnið sést mjög vel. Stórskemmtileg mynd.... vona að ég geti birt hana hér fljótlega.

Monitoring

Já og... kynið barnsins var svo endanlega opinberað í ómskoðuninni........



STRÁKUR .... á leiðinni! :-)

Svo var farið yfir mælingarnar og staðan metin. Líklegast látum við reyna á eðlilega fæðingu. Svo verður bara gripið inn í ef þurfa þykir. En þetta skýrist nú betur fljótlega.

Lifemarks

Þannig að við vorum á spítalanum frá 09:30-16:00, komum dauðþreytt heim og fengum okkur lúr. Svo rumskaði ég til að fara á æfingu með Mönnum Ársins.

Jeps... nóg að gera. Talandi um... þá var ég að spila í Söngkeppni M.S. í gær sem var ansi vel framkvæmd. Bandið gott og stemming. Smá stress fyrir sándtékkið/rennslið þar sem mæðraskoðunin var akkúrat rétt fyrir og bjóst ég jafnvel við á tímabili að þurfa
að beila á pakkanum. En það fór allt vel.

5. feb. 2007

Morgunstund.



Þessi mynd er reyndar tekin um kvöld.

En hvað um það, þeim fer nú fækkandi (býst ég við) þeim morgnum sem maður getur ráðstafað að eigin geðþótta, þar sem það styttist óðum í að barnið fæðist. Settur dagur er 18. febrúar, þannig að nú erum við innan (gefins) tveggja vikna skekkjumarka. Biðin er náttúrulega löngu orðin spennandi. Bumban er "fallin", og höldum við að barnið sé nú að skorða sig en það var ekki skorðað í síðustu mæðraskoðun (seinasta miðvikudag), við fáum það vonandi staðfest n.k. miðvikudag.

Annars hefði ég átt að vera á æfingu með Nettettnum akkúrat núna, en æfingin forfallaðist sökum veikinda eins í hópnum, megin hann ná heilsu sem fyrst blessaður. Sjálfur er ég búinn að vera með kvef/hálsbólgu drullu í viku, og var ég tvo daga frá vinnu sökum þess í seinustu viku.

Annars er nóg að gera í tónlistinni. Menn Ársins æfa frumsamda tónlist og spila nokkuð reglulega á næstunni (hægt er að sjá dagsetningar tónleika á myspace-síðu(m)), t.a.m. verðum við með stutta tónleika í beinni á RÁS 2, þann 23. febrúar. Svo er ég að spila í nokkrum söngkeppnum og var æft fyrir eina þeirra um helgina. Ávallt hressandi.

Nóg að gera...!

29. jan. 2007

Myndir af Nettettnum á Domo Bar.

Sjá hér. Teknar af Sice og klipptar til og/eða unnar af mér.

DSC_0013

Flickr



1. Church on a hill, 2. Long shadows

Þarna má sjá tvær af myndunum mínum, sem hafa náð inn á svo kallaða "Intressingness" og/eða "Explore" síðu(r) hjá Flickr. Flickr mælir "vinsældir" myndana eftir kúnstarinnar reglum og myndirnar mínar komust sem sagt (a.m.k.) inn á Explore top 500, sem þýðir að þær voru inni á þeim lista á einhverjum tímapunkti. Ekkert svo ýkja merkilegt í sjálfu sér, en engu að síður gaman að nördast í þessu.

Þessi mynd hér, hefur einnig stoppað stuttlega á þessum lista.

Hér má svo sjá safn þeirra mynda minna sem þykja hvað "mest atyglisverðar/vinsælar", nú eða sjá settið hér.



Meira á flickrinu mínu:

Yfirlitsmynd.
Albúmin/möppurnar/settin.
Myndir annara sem ég hef merkt sem "favorites".

Gaman að þessu...

23. jan. 2007

22. jan. 2007

Talið í ... í Hressingarskálanum.

 

Menn Ársins töldu í á Hressó um helgina og var það hið prýðilegasta gigg. Sice kíkti á okkur í seinna setti og smellti nokkrum myndum af okkur. Bumbubúinn lét víst ansi ófriðlega á meðan tónleikunum stóð. Sennilega notað tækifærið og komist í stuð og tjúttað feitt í vömb. Spörk og kýlingar í innyfli eru hluti af grunnsporum í þeirra dansi, ellegar svamli. Vambardiskósvaml.

 
Posted by Picasa

15. jan. 2007

Samkvæmisljón?

Helgin var þéttskipuð samvkæmum og mannfögnuðum. Matti bauð til teitis í villunni sinni á föstudagskvöldið og var þar samnfagnað góðu forprófi sem var háð fyrr um daginn niðrí FÍH.

Á laugardaginn fékk ég Nettettinn í kaffi og með því og vorum við að hlusta eftir hressandi lögum til að tækla á næstunni. Verk þeirra Brecker bræðra, Weather Report, Aphex Twins/Bad Plus, Sean Jones og Frank Zappa verða t.a.m. tekin til skoðunar.

Á laugardagskvöldið fórum við Sice svo í matarboð til Sváfnis söngmanns í Mönnum Ársins og átum við þar gómsæti og áttum góðar stundir með Mönnum Ársins og kvenndum þeirra, sem eru á annað borð kvenndir.


Á sunnudeginum fögnuðum við ásamt ættingjum, 70 ára afmæli hennar Helgu föðursystur minnar, þeirrar sömu og ég leigði kjallarherbergi af í áratug eða svo. Það var fínt að hitta eitthvað af þessu liði þar sem ég kemst ekki sökum spilamennsku á hið árlega þorrablót sem verður næstu helgi.

Þannig að.... samkvæmishelgi hin mesta!

27. des. 2006

Julefrokost.....

Síðan... tja... í hádeginu... :-D

Setið var til borðs með t.a.m. Afgönum, Rússum, Grænlendingum,og Dönum..... við sama borð sátu sem sagt... múslimir, kristnir og trúleysingjar .... og "guð" má vita hvað.

Annars er ég bara hress....

25. des. 2006

Ég veit ekki um ykkur....

...en ég borðaði hangikjet í dag.... taðreykt "fjalla" frá Norðlenska.

Papa gets a brand new bag

Þá er guðfaðir fönksins fallinn í valinn. James Brown (May 3, 1933 - December 25, 2006)

Ég sá kappann á tónleikum sem hann spilaði á í Laugardalhöllinni fyrir rúmum tveimur árum síðan. Var það hin ágætasta skemmtun, þótt ég leyfi mér að efast um að sýningin sú jafnist á við nokkuð af því sem hann gerði þegar hann var upp á sitt besta.

Ég tel James Brown hiklaust meðal áhrifavalda minna og minnist þess að hafa æft mig grimmt með disknum "The CD of JB" þegar ég var að ná tökum á bassanum hér á árum áður.

Jóla hvað...?!

Jæja... long time no bloggin'.

Það voru miklar annir í Desember svona eins og vera ber. 115% kennsla að venju (+jólatónleikar o.s.frv.) + spilerí og æfingar. Æft með Mönnum Ársins og Matta, svo voru Mennirnir og Nettettinn með sitt hvort giggið. Svo þetta venjulega, klára að finna/kaupa jólagjafir og svona.
Þannig að nú er bara mjög vel þegið að slappa af og láta hugsa um sig.

Annars er kominn inn slatti af myndum á Flickr síðuna mína.

T.a.m. frá afmælisveislu Arnars Freys frænda míns, en hann varð einmitt 3 ára í gær, til hamingju með það!

Frá: Tónleikum Laser á Rósenberg.

Frá: Útgáfutónleikum Jóels Pálssonar á Domo Bar.

Matti, Jóel & Valdi @ Domo Bar
Laser @ Café Rósenberg
The life of the party!


Ég vona að þið eigið góð og afslöppuð jól. Glædelig jul!

6. des. 2006

Fætur

Ég fann fyrir fæti ófædds barns míns í kvöld.
Magnað.

Vorum annars í mæðraskoðun í morgun. Sice er gengin 29 vikur + 3 dagar. Allt í fínu lagi. Maður biður ekki um meira en það.

Á meðan ég man....

http://skonrokk.blogspot.com/2006/11/3.html

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker