31. mar. 2006

Djassað í mynd .... !

http://jazz-videos.blogspot.com/

Fullt af fínu efni, t.a.m.

Martin Taylor
Bill Evans Trio - Gloria's Step 1972
Bill Evans Trio - If You Could See Me Now 1966
Bill Evans Trio - Waltz for Debby 1965
Bill Evans Trio - My Foolish Heart 1965
Bill Evans Trio - Elsa 1965
Keith Jarrett "Autumn Leaves"
Oscar Peterson
Joe Pass and Roy Clark
Oscar Peterson Quartet featuring Joe Pass - Cakewa...


Góða skemmtun!

Eldur í sinu ....




Mýrarnar brenna og frændur mínir berjast við eldinn ásamt fjölda annara. Vonandi kulna þessar glæður hið fyrsta.


Rauði punkturinn á myndinni, við hliðina á jeppanum, er mamma mín.

Don Alias - 25 Dec 1939 ~ 28 Mar 2006

Don Alias

25 Dec 1939 ~ 28 Mar 2006

27. mar. 2006

Já maður ... !

Bara allt fínt að frétta .... Fyrir utan fasta vinnu þá hefur tíminn að mestu farið í æfingar fyrir stigspróf hjá hinum og þessum. Einnig er verið að undirbúa atriði sem verður að líkindum flutt á Söngkeppni Framhaldsskólanna. Meira um það síðar.

16. mar. 2006

Free jazz ... söngkeppni o.fl.

Langur dagur í gær.
En fyrsta verkefni dagsins hjá mér var að spila með Snarstefjun 2 hópnum í FÍH, í "Free Jazz" prófinu þeirra. Það gekk mjög vel og var bara mjög gaman. Slagarar eins og Ghosts eftir Albert Ayler, The Sphinx og Peace eftir Ornette Coleman, Straight Up & Down eftir Eric Dolphy.

Þar næst tók við æfing fyrir stigsprófið hans Egils.

Síðan fór ég til læknis og tók hann eyrun á mér í löngu tímabæra hreinsun (smáatriðunum verður sleppt til að hlífa viðkvæmum sálum) og heyri ég nú allt í super Hi-Fi, hálf súrrealískt upplifun eftir að hafa verið með lífræna eyrnatappa í allt of langan tíma.

Kl. 17:00 var svo sándtékk niðrá Gauk og generalprufa þar á eftir. Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík hófst svo um kl. 20:30. Kiddi, Egill og Ómar Guðjóns. skipuðu restina af bandinu. Vel gert hjá IR, látlaust og chillað. Seth Sharp sigraði með laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen.



Fleiri myndir hérna!

13. mar. 2006

Helgin

Það bar helst til tíðinda um þessa helgi sem leið, að æft var fyrir söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík. Æfingarnar fóru fram í matsal skólans. Ég hef aldrei, held ég, komið inn í þessa byggingu áður. Þó er ekki ólíklegt að ég gæti hafa komið þarna meðan karl faðir minn var í námi, en síðan eru liðin mörg ár.

En margt nýstárlegt bar fyrir sjónu og hvet ég lesendur til að kíkja á Kidda til að fá sjónrænar lýsingar á aðstæðum.



Nú ... svo voru tónleikar The Bad Plus á NASA í gærkvöldi. Alveg hin prýðilegasta skemmtun. Mikið var af rokk- og poppáhuga fólki, og gerði það óneitanlega stemminguna "rokkaðri". Talsvert var þó um fliss þar sem einhverjum áhorfendana var greinilega skemmt yfir nálgun félagana á hljóðfærin. Helst var flissað að trymblinum sem, vel á minnst, var sá þeirra félaganna sem vakti hvað mesta eftirtekt (mína amk). En þeir eru allir fanta góðir spilarar og hafa algerlega sinn eiginn hljóm sem jazz-rokk tríó. Þeir spiluðu sínar útgáfur af "Smells Like Teen Spirit" (Nirvana), "Human Behaviour" (Björk) og "Flim" (Aphex Twins) auk eigin tónsmíða.
Þeir hlutu stórgóðar viðtökur. Fólk reis úr sætum og klappaði þá upp tvisvar. Þeim hljóta að hafa komið viðtökurnar þægilega á óvart.

....


12. mar. 2006

1. mar. 2006

Starfsdagar

Fór á athyglisverðann fyrirlestur um prófdæmingar í morgunn. Skiptar skoðanir á því hvað er rétt í þessum efnum. Mikilvægt þó að menn (kennarar) ræði þetta sín á milli.

Meira um prófdæmingar á http://www.profanefnd.is/

21. feb. 2006

Bob Mintzer og Stórsveit Rvk.



Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 22. Febrúar kl. 20. Að þessu sinni stýrir bandaríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitnni og kemur einnig fram sem einleikari á tenór saxófón. Öll tónlistin sem flutt verður er eftir Mintzer; nýlegar tónsmíðar af síðustu geisladiskum hans.

Bob Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins í dag og er koma hans hingað stærsta verkefni sem Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur. Mintzer hefur leitt eigin Stórsveit í New York í á þriðja áratug og gefið út 12 geisladiska með henni. Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu „fusion“ hljómsveit Yellowjackets undanfarin 15 ár og leikið með henni um allan heim. Mintzer lék á árum áður með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að útsetja og semja fyrir hann og ýmsa aðra, s.s. Thad Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Puente, Eddie Palmieri o.fl.

Bob Mintzer hefur hlotið Grammy verðlaun og verið tilnefndur 14 sinnum. Útsetningar og tónsmíðar Mintzers eru leiknar af stórsveitum um allan heim og gefnar út af Kendor útgáfunni. Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin nú nýverið sem jazzflytjandi ársins 2005.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

Helgin....

...var fín.

Föstudagskvöldinu var að venju eytt hjá systur minni yfir Stjörnuleitinni. Diskó þemað fór misvel með menn!

Á laugardeginum gerði ég svo kjarakaup þegar ég datt inn í smá útsöluleifar í fatabúð í Smáralindinni. Keypti mér tvo jakka á 12. þús þeir voru báðir með 50-60% afsl.! Helv. gott.

Svo skellti ég mér, ásamt honum Agli, á tónleika Tríós Dags Bergssonar í Mosó. Prýðilegir tónleikar þar.

Sice var svo mjög óvænt og skyndilega boðið (ásamt mér) á árshátíð JT Veitinga (þar sem hún er nýbyrjuð að vinna) á Broadway og eyddum við kvöldinu þar.

Evróvisjón forkeppnin var sýnd á tjaldi yfir matnum. Það fór ekki á milli mála að Silvía Nótt var uppáhald flestra þarna inni, þar sem hún uppskar mikil fagnaðarlæti eftir sinn flutning.

Svo var Bo Hall með sýninguna sína. Mjög fagmannlegt allt saman. Mikið af sömu söngvurunum í sýningunni og höfðu verið að keppa fyrr um kvöldið.

Hljómsveitin Hunang taldi svo í slagara í um klukkustund og svo tók við norska bítlakóverbandið Betales. Alveg hundleiðinleg hljómsveit þrátt fyrir að hafa skilað þessu prýðilega.

Svo var það bara letin á sunnudaginn!

17. feb. 2006

Vídeó ! Ekki varð ég vonsvikinn!



HÉR => World Citizen - I Won't Be Disappointed

Ryuichi Sakamoto, David Sylvian og Skúli Sverrisson á bassa ásamt fleirum.

Snilldar lag sem vex við hverja hlustun. Annars er það ekki á hverjum degi sem maður sér tónleikaupptökur með Skúla.

15. feb. 2006

Í gær

Fór ég í göngutúr í góða veðrinu í Laugardal.

Fór í 12 Tóna, keypti nýja diskinn hennar Röggu Gröndal á útsöluprís þrátt fyrir að útsalan væri yfirstaðin. Einnig náði ég mér í eintak af dagatali sem 12 Tónar eru að gefa út, en það inniheldur myndir af íslenskum bassaleikurum að pósa. Athyglisvert framtak. Verndari plakatsins ku vera Skúli Sverrisson, en það var einnig í óspurðum fréttum niðrí 12 Tónum að til stendur að gefa út disk með Skúla á árinu. Góðar fréttir það.

Einnig kom ég við í Tónastöðinni og keypti mér Bass Pod á útsölu verði.

Restin af deginum fór að mestu í símtöl.

12. feb. 2006

Myndir

Söngkeppni MR 2006

Borða

Fórum út að borða á Tapas Barnum.
Alveg prýðilegt.
Fengum okkur Tapas nautabanans



Nautalundir, lambalundir, kjúklingalundir,
grísahnakki og humarhalar.
Borið fram á salati með bakaðri kartöflu og Alioli.

Er þetta ekki fjölbreytt mataræði?

Killer Subtonic



Spurning um smá hvítlauk og tré flein svona til öryggis!!

11. feb. 2006

Í vikulokin

Jamm .. lítið bloggað þessa vikuna .. amk á þessu bloggi!

En hvað hefur maður brallað fyrir utan vinnu?



Jú .... Minn gamli vinur og félagi úr Borgarnesi, Baldvin Ringsted hafði sambandi við mig og bað mig um að spila inn á lag eftir sig. Balli er staddur í listnámi í Glasgow og fékk nýverið samning við útgáfufyrirtækið SAY DIRTY RECORDS, sem er lítið og óháð fyrirtæki í Glasgow. Skilst mér að platan hans verði sú fyrsta í fullri lengd sem þeir gefa út. Hann mun kalla sig Bela og hér má heyra og tjékka á kappanum: http://www.myspace.com/belamusicforpeople. En ég mun nú samt sem áður bara taka upp bassann hérna heima og senda svo rafrænt. Já.. mögnuð tæknin.

Svo kíkti ég á nokkrar æfingar t.d. var ég beðinn um að hlaupa í skarðið hjá krökkunum sem eru í SNARSTEFJUN 2 í FÍH. Þau eru að reyna sig við free jazzinn þessar vikurnar og svo taka við stúderingar á stefnu og tónlist ECM plötufyrirtækisins. Skemmtilegur hópur sem er gaman að fá að aðstoða. Ég var sjálfur í þessum kúrs fyrir hvað .. þremur árum væntanlega (2002-2003). Þannig að það er gaman að fá að rifja þetta upp.

Svo eyddi ég smá pening ... Ég fjárfesti í stereo magnara. Löngu orðið tímabært að láta verða af því, verandi tónlistarmaður og allt það ... ! Það er nú bara annar magnarinn sem ég kaupi á ævinni. Græjan sem varð fyrir valinu er HK 3480 magnarinn frá Harman Kardon. Hann kemur sterkur inn. Fyrir átti ég mjög góða Polk Audio hátalara sem ég keypti fyrir LÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGU síðan.



Já svo fékk ég mér líka notaðan iPod um daginn. Þannig að maður er allur að græjast upp! Je!

En ég er búinn að fara í slatta af verslunum til að skoða og spyrjast fyrir að undanförnu og það kom mér nett á óvart hvað afgreiðslufólkið virðist varla nenna að vera manni innan handar og aðstoða mann. Fékk þó góða þjónustu í PFAFF. En það var t.d. hreinlega ropað á mig í Nýherja í dag. Ég keypti þar engu að síður hátalara, sem ég get beintengt t.d. við iPod, fyrir skólann í Mosó. Miklu sniðugra en að vera að eyða pening í handónýta ghetto blastera. Svo voru þeir líka bara á fínu verði!

Svo rakst ég á þetta: http://myndir.nfb.is/songvaaefingar/

4. feb. 2006

klukk



Ása klukkaði mig...

Fjögur störf sem ég hef unnið við (fyrir utan tónlistana):
Pípulagnir
Í plastverksmiðju
Aðstoðarmaður í bakaríi
Barþjónn

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Pulp Fiction
Blues Brothers (hef amk séð hana oft... spurning hvort að sá tími sé samt ekki liðinn)
hmm ... svo sennilega bara flest eftir Tarantino.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík
Århus
Borgarnes
Akranes
.... svo var ég í sveit sem krakki.


Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á:
Aðþrengdar eiginkonur
Aukaleikarar
Lífsháski
Survivor
Rock Star
Malcolm In The Middle
og helling fleira .. t.d. flest sem er á fimmtudagskvöldum á Skjá Einum.

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til (í fríi)
England
Spánn
Danmörk
... og Búlgaría bætist á listann í vor.


Fjórar vefsíður sem ég fer inn á daglega
http://www.bloglines.com/public/skonrokk
http://jacopastorius.com/
svo fátt eitt sé nefnt!

Fjórar uppáhaldsmatartegundir
Hafragrautur (bara af því að ég borða hann daglega og hann er hollur og ódýr!)
Allt ítalskt
kaffi
Hvítlaukur

Fjórir CD sem ég gæti ekki verið án (Ekkert er ómögulegt samt. En þessir hafa löngum verið í uppáhaldi í gegnum tíðina.)

Jaco Pastorius - Jaco Pastorius
Heavy Weather - Weather Report

Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson - Eftir Þögn

En ég verð í allan dag ef ég þarf að velja eitthvað frekar ... iPod ræður ríkjum... maður þarf lítið að velja lengur, eða vera án einhvers!


Fjórir staðir sem ég mundi frekar vilja vera á:
Ég er nú alveg sáttur ....

En mér er soldið kalt .. þannig að það mætti vera hlýrra ...
Ég vildi að ég væri að hlusta á tónlist í betri hljómtækjum
Vildi frekar vera eihverstaðar að spila tónlist
Labba í náttúrunni ... (best að drífa sig í það á eftir)



Ég klukka Kidda ...

ædol

Enn þá heldur rangt fólk að detta út úr Idol að mínu viti. Af þeim þremur sem voru á botninum þá hefði annað hvort þeirra sem slapp mátt fara frekar en sú sem fór. En svona er þetta. Landið er lítið og fólk fylkist með "sínu fólki".

Munurinn á þessum þætti og þeim seinasta (svona á heildina litið) var að þeir sem sökkuðu í seinasta þætti völdu nokkuð auðveld lög og spiluðu það "seif" og sökkuðu ekki eins mikið. Á meðan virtist sem að þeir sem stóðu sig vel seinast aftur á móti vera að líða fyrir lagaval eða jafnvel tóntegundir.

En það voru nokkrir góðir í kvöld, t.d. sú er söng "Move over", sú er söng "The Letter" var einnig fín, og sú er söng "Nights in white satin" sennilega best þetta kvöldið. Hmm allt kvenndi!!?

Af strákunum var Snorri sennilega að standa sig best í kvöld.

Ekki orð um það meir!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker