4. ágú. 2005

það held ég nú svei mér þá ....

Kominn frá DK .. fyrir löngu síðan. Orðin nettengdur í Dísaborgunum og alles klar.

Mjög fínt í DK, vorum aðalega í sveitinni (Hingeballe, rétt hjá Kjellerup). Heimaræktaður matur, heimabruggaður rússneskur snafs, epli í garðinum, stórir sniglar allt um kring, kamilla út á túni, mýs í dyragætinni, þrumuskúr, hlaða full af Sice dóti, kassar í massa vís fluttir í gám hjá Eimskip í Árósum, danskan æfð sem aldrei fyrr, ömmur og frænkur, hákarl og brennivín (hef aldrei borðað svona mikinn hákarl).

Síðan fórum á ættar/fjölskyldumót hjá mömmu Sice á norðarlega á vestur Sjálandi nálægt Kalundborg. Meiri ömmur og frænkur og frændar og allskonar.

Tók Malus gigg sama dag og ég kom að utan. Náði að vaka hátt í sólahring. Malus var á Hressó til 01:00 svo tók við "jamsession" á Rósenberg sem stóð frameftir.

Á morgun mun Malus spila í einkasamkvæmi.

Góðar stundir.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker