12. jún. 2005

Létt grilluð hægri kinn og klezmer-balkan.

Reif mig frá nýhöfnum lagasmíðum í dag og dreif mig á tónleika hljómsveitarinnar Schpilkas á Jómfrúnni í dag. Það var hin besta skemmtun og var veðrið að brillera yfir sig. En sökum tveggja tíma kyrrsetu í sólinni, þá er nú sjáanlegur munur á lit sitt hvors helmings andlits míns. Fyndið.

Annars ætlaði ég aldeilis að sjá rakarann minn, hann Jökul, spila með Earth Affair á Mandela tónleikunum sem sýndir voru í sjónvarpinu fyrr í kvöld. Ég var ekki nógu snöggur að viðtækinu þar sem þeir voru fyrsta atriðið. Missti af þeim. Bummha!

Svo tók ég upp á því að steinsofna... hvað er að gerast .. vaknaði og leið eins og flóðhest á trambólíni (ekki spyrja). Þannig að einhver slappleiki í gangi. Maginn tæpur, fékk einnig heiftarlega í magan rétt fyrir gigg á fimmtudaginn (ekki stress samt). En það jafnaði sig samt áður en við byrjuðum að spila sem betur fer.

Held barasta að ég þukli á bassanum mínum .. eina sem er í boði.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker