Árni Sigurðsson á Bjarkarlandi (Árni Kristinn Sigurðsson) var föðurbróðir Baldvins afa. Eini albróðir Kristjáns Sigurðar Sigurðssonar langa-afa míns.

Sundnemendur og kennarar við Seljavallalaug árið 1928, tekin á myndavél Árna Sigurðssonar á Bjarkarlandi. Kennararnir sem standa aftast eru Leifur Auðunsson í Dalsseli (t.v.) og Árni Sigurðsson á Bjarkarlandi. Nemendurnir eru, talið frá vinstri: Ólafur Guðmundson á Núpi, Sveinn Kristjánsson í Miðeyjarhólma, Kjartan Björnsson á Efstu-Grund, Sveinbjörn Sveinbjörnsson á Efstu-Grund, Ólafur Kristjánsson á Seljalandi, Baldvin Sigurðsson frá Steinmóðarbæ (býr nú í Eyvindarhólum), Magnús Sigurjónsson í Hvammi (aftan við Baldvin), Jón Einarsson á Núpi, Einar Sæmundsson í Stóru-Mörk (framan við Jón), Axel Magnússon á Núpi, Leó Ingvarsson í Neðra-Dal, Einar Jónsson á Ásólfsskála (framan við Leó), Gísli Einarsson á Núpi, Magnús Kristjánsson á Seljalandi og óþekktur nemandi.
Steinmóðarbær mun verða í hlutverki hús á sléttum Ameríku í kvikmynd Sigurjóns Sighvatssonar og Baltasar Kormákar A Little Trip to Heaven.