Nóg að gera þessa dagana. Skólastarfið er á endasprettinum.
Samspilin mín í Reykjanesbæ og Mosfellsbæ héldu sameiginlega tónleika á Domo á laugardaginn og háði ég þar mitt fyrsta "gigg" á trommusett með Mósó-bandinu sökum skyndilegs forfalls trymbilsins, var það og hressandi. Böndin stóðu sig mjög vel og mega vel við una.
Menn Ársins spiluðu síðan á Hressó um kvöldið, stemmingin góð að venju.
Verst hefur mér þótt að missa af nokkrum tónleikum sem mig hefur langað að kíkja á, en svona er þetta stundum, ekki hægt að vera allstaðar.
Á mánudaginn voru deildartónleikar hjá rafbassanemendum í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þeir sömu heyja svo árs- og stigspróf í dag (miðvikudag), Mosfellingar svo á föstudag.
hmmm... hvað meira .. jú kominn með miða á E.S.T. .... vííí!
Svo verður félagslífið með blóma á næstunni, afmæli og innflutningspartí svo fátt eitt sé nefnt! Talandi um afmæli ... þá er 23. maí eitthvað kunnuglegur í því sambandi.
(klikkið hér til að sjá myndina stærri)
Sumarið fer að bresta á.....!