5. feb. 2007
Morgunstund.
Þessi mynd er reyndar tekin um kvöld.
En hvað um það, þeim fer nú fækkandi (býst ég við) þeim morgnum sem maður getur ráðstafað að eigin geðþótta, þar sem það styttist óðum í að barnið fæðist. Settur dagur er 18. febrúar, þannig að nú erum við innan (gefins) tveggja vikna skekkjumarka. Biðin er náttúrulega löngu orðin spennandi. Bumban er "fallin", og höldum við að barnið sé nú að skorða sig en það var ekki skorðað í síðustu mæðraskoðun (seinasta miðvikudag), við fáum það vonandi staðfest n.k. miðvikudag.
Annars hefði ég átt að vera á æfingu með Nettettnum akkúrat núna, en æfingin forfallaðist sökum veikinda eins í hópnum, megin hann ná heilsu sem fyrst blessaður. Sjálfur er ég búinn að vera með kvef/hálsbólgu drullu í viku, og var ég tvo daga frá vinnu sökum þess í seinustu viku.
Annars er nóg að gera í tónlistinni. Menn Ársins æfa frumsamda tónlist og spila nokkuð reglulega á næstunni (hægt er að sjá dagsetningar tónleika á myspace-síðu(m)), t.a.m. verðum við með stutta tónleika í beinni á RÁS 2, þann 23. febrúar. Svo er ég að spila í nokkrum söngkeppnum og var æft fyrir eina þeirra um helgina. Ávallt hressandi.
Nóg að gera...!
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,