22. sep. 2006

Í dag....

...tók ég daginn nett snemma og settist niður með kollegum mínum niðrí FÍH. Þar fór fram árlegt "Fjórða svæðisþing tónlistarskóla fyrir Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið"

Dagskráin var þannig:

9.15 Setning: Sigurður Sævarsson skólastjóri Nýja tónlistarskólans og
formaður STÍR, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík.
Tónlistaratriði.

9.30 Umræður um reynsluna af Prófanefnd tónlistarskóla
Framsöguerindi flytja:
Kristín Stefánsdóttir formaður og starfsmaður Prófanefndar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.

Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Fyrirspurnir og umræður – flytjendur framsöguerinda sitja í pallborði.

10.45 Kaffihlé

11.00 Kynning á nýju samstarfsverkefni um kennara- og skólastjóraskipti
á Norðurlöndum
Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do Re Mí, kynnir nýtt samstarfsverkefni á vegum NUMU, sem eru Norræn samtök tónlistaruppalenda,
um kennara og skólastjóraskipti á Norðurlöndum.

Fyrirspurnir.

11.20 Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Kennsla yngri barna – Tónlistarkennsla/kennslufræði fullorðinna
Einstaklingskennsla – Hópkennsla – Einstaklingsmiðað nám?

Framsöguerindi flytja:
Árni Sigurbjarnarson varaformaður Félags tónlistarskólakennara og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og formaður skólamálanefndar Félags tónlistarskólakennara.

Þrír skólar kynna fyrirkomulag tónlistarkennslu á viðkomandi stað.

12.00 Hádegishlé

13.00 Frh. Pælingar um sveigjanleika og fjölbreytni í tónlistarkennslu
Umræður

14.30 Kaffihlé

15.00 Staðan í kjarasamningaviðræðum FT/FÍH og LN
Kynning: Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara.

Umræður.

16.00 Þingslit


Kíkti síðan niðrí bæ í plötubúðir (keypti ekkert) og fór í klippingu hjá Jolla. Þetta líka fína veður til að spóka sig.
Síðan bara chill ... !

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker