...að fara út að hjóla í gærkvöldi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema það að þar sem ég hjóla meðfram ströndinni fæ ég þessa líka nettu flugu í höfuðið. Beint í vinstra augað til að vera nákvæmur. Ég sá ekki annan kost í stöðunni en að stoppa og reyna að ná illfylginu út. Það tókst nú ekki alveg með það sama. Mýflugan háði dauðastríð sitt einhverstaðar undir augnlokinu á mér og skömmu síðar fann ég ekki fyrir henni lengur .... en hún var samt ekki kominn út. Huggulegt. Ég reyni betur og það eina sem skilar sér eru litlar svartar agnir, eitthvað sem gætu verið lappir á fluginni eða hluti þeirra.... en hún skilaði sér á endanum, nokkuð heil (sem betur fer) og nokkuð stór bara....! Ekkert sérlega kræsilegt.
Maður hefur svo sem séð það svartara þegar kemur að skordýrum í andlitinu. Mér varð hugsað til þess þegar ég, sem unglingur, vann við (m.a.) að slá gras með sláttuorfi í sumarbústaðahverfunum í Munarðarnesi. Þá kom það (nógu oft) fyrir að maður fékk djúsí klessur hér og þar í andlitið (ef maður var óheppinn). Eitthvað sem hafði þá verið t.d. snigill eða kónguló eða eitthvað í þeim dúr.
En nóg um pöddur og hausinn á mér...!
Ég verð að líkindum á Sigur Rósar tónleikum í kvöld, verður athyglisvert.
Síðar...