...að fara út að hjóla í gærkvöldi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, nema það að þar sem ég hjóla meðfram ströndinni fæ ég þessa líka nettu flugu í höfuðið. Beint í vinstra augað til að vera nákvæmur. Ég sá ekki annan kost í stöðunni en að stoppa og reyna að ná illfylginu út. Það tókst nú ekki alveg með það sama. Mýflugan háði dauðastríð sitt einhverstaðar undir augnlokinu á mér og skömmu síðar fann ég ekki fyrir henni lengur .... en hún var samt ekki kominn út. Huggulegt. Ég reyni betur og það eina sem skilar sér eru litlar svartar agnir, eitthvað sem gætu verið lappir á fluginni eða hluti þeirra.... en hún skilaði sér á endanum, nokkuð heil (sem betur fer) og nokkuð stór bara....! Ekkert sérlega kræsilegt.
Maður hefur svo sem séð það svartara þegar kemur að skordýrum í andlitinu. Mér varð hugsað til þess þegar ég, sem unglingur, vann við (m.a.) að slá gras með sláttuorfi í sumarbústaðahverfunum í Munarðarnesi. Þá kom það (nógu oft) fyrir að maður fékk djúsí klessur hér og þar í andlitið (ef maður var óheppinn). Eitthvað sem hafði þá verið t.d. snigill eða kónguló eða eitthvað í þeim dúr.
En nóg um pöddur og hausinn á mér...!
Ég verð að líkindum á Sigur Rósar tónleikum í kvöld, verður athyglisvert.
Síðar...
28. júl. 2006
26. júl. 2006
Actress Julia Sweeney performs an excerpt from her play, "Letting Go of God."
Þetta er skylduáhorf....:
(Kemur smá auglýsing fyrst ... )
(Kemur smá auglýsing fyrst ... )
Er fíll í herberginu hjá þér...?
Ég sá ógnvekjandi samtal á einni af "cult" sjónvarpsrásunum í gær eða fyrra dag. Þar sat stolt móðir og lýsti af innlifun hvernig.... (mín túlkun) henni hafi tekist að heilaþvo eða "prógramma" barnið sitt (sem er 6 ára) til að trúa og reyna alveg ótrúlegustu hluti.
Ég gapti og trúði því ekki mínum eyrum og augum! Ég hafði reynt að horfa á Halloween (fyrstu) fyrr um kvöldið og slökkti eftir 15 mín þar sem "hryllingsmyndin" sjokkeraði mig ekki neitt (og mér farið að leiðast), ÖFUGT við þetta samtal sem ég sá. Þvílíka aðra eins veruleika-firringu og rugl hef ég ekki séð lengi..... sem og ofbeldið sem móðirin var í raun að viðurkenna að hún beitti barnið. Súrealískt....!
Af gefnu tilefni hvet ég alla til að horfa á þennan þátt....! STRAX Í DAG.
Ég gapti og trúði því ekki mínum eyrum og augum! Ég hafði reynt að horfa á Halloween (fyrstu) fyrr um kvöldið og slökkti eftir 15 mín þar sem "hryllingsmyndin" sjokkeraði mig ekki neitt (og mér farið að leiðast), ÖFUGT við þetta samtal sem ég sá. Þvílíka aðra eins veruleika-firringu og rugl hef ég ekki séð lengi..... sem og ofbeldið sem móðirin var í raun að viðurkenna að hún beitti barnið. Súrealískt....!
Af gefnu tilefni hvet ég alla til að horfa á þennan þátt....! STRAX Í DAG.
20. júl. 2006
Segir maður ekki bara... "Rock on... Mr. Magni-ficent...!!!"
Magni að flytja Plush í Rockstar Supernova.
17. júl. 2006
Mest lítið í fréttum....
Er aðalega að reyna að æfa mig eitthvað, undirbúa prógram hljómsveitarinnar Rúbíkó m.a., fer svo í hjólreiðatúra um nágrennið eftir fíling. Hjólaði í klukkutíma í gær t.d. Annars bara rólegheit.
Annars skilst mér að veðrið eigi að fara að skána, ekki er það verra! En þangað til yljar maður sér við minningar um danska sveitasælu.
Annars skilst mér að veðrið eigi að fara að skána, ekki er það verra! En þangað til yljar maður sér við minningar um danska sveitasælu.
12. júl. 2006
Móðurbróðir ....
Systir mín og mágur eignuðust dóttur (sem er búið að nefna Ásdísi Birtu) fyrir hálfum mánuði síðan. Allir hressir og prinsessan dafnar vel. Er nokkuð hægt að biðja um meira.
11. júl. 2006
Ég keypti mér...
...hjól á föstudaginn. G.Á.P voru með afslætti á hjólum og fylgihlutum, þannig að ég skellti mér á eitt, enda verið að spá í því í talsverðann tíma.
Hið ljúfa líf undanfarnar vikur hefur runnið sitt skeið og nú skal hjólað um fjöll og firnindi. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur bara ... hjólaði til Mosó á föstudaginn, svo hjólaði ég til systur minnar (býr nálægt Rjúpnahæð í Kópavogi... ég bý rétt hjá Spönginni í Grafarvogi), svo hef ég farið stóra hringi hér í Grafarvoginum og nágrenni. Fullt af flottum stígum til að hjóla um og fá sjávarloftið (t.d.) beint í æð, nú eða lykt af heyi, hér nágrenni við mig er heyjað, í böggum meira að segja. Einnig keypti ég mér handlóð, þannig að ekki þarf ég að splæsa í "árskort" eða álíka á næstunni...!!
Hið ljúfa líf undanfarnar vikur hefur runnið sitt skeið og nú skal hjólað um fjöll og firnindi. Ég er búinn að vera nokkuð duglegur bara ... hjólaði til Mosó á föstudaginn, svo hjólaði ég til systur minnar (býr nálægt Rjúpnahæð í Kópavogi... ég bý rétt hjá Spönginni í Grafarvogi), svo hef ég farið stóra hringi hér í Grafarvoginum og nágrenni. Fullt af flottum stígum til að hjóla um og fá sjávarloftið (t.d.) beint í æð, nú eða lykt af heyi, hér nágrenni við mig er heyjað, í böggum meira að segja. Einnig keypti ég mér handlóð, þannig að ekki þarf ég að splæsa í "árskort" eða álíka á næstunni...!!
10. júl. 2006
Já maður ....
Ég var í Danmörku um daginn. Heimsækja fjölskyldu og vini. Maður dundaði sér við eitt og annað á milli þess sem maður slappaði feitt af.
Til að byrja með vorum við heima hjá pabba hennar Sice í Hingeballe en fórum oft til Århus...
Tékkið á myndunum...!
Fór á ströndina, hoppað á trampólíni...
Heimsóttum ömmur og aðra ættingja Sice í Kjellerup...
Fór á burtfarartónleika Jespers Blæsbjerg og H.C. Erbs,
(Sjá stutt vídeó af tónleikum Jespers og tónleikum H.C.)
og partí á eftir...
Slappað af... eða hvað ?
Skoðuðum fræga kalknámu...
Heimsóttum Signe og Nis í Århus...
Svo fórum við til Köben... þar sem við fórum í...:
Göngutúr...
Fögnuðum próflokum Esbens...
...með því að fara í Tívólí....
Svo var það útskriftin sjálf...
Svo var ferðinni heitið til Rågeleje, þar sem við dvöldum í sumarhúsi.
Þar....
Héldum við upp á afmæli Sice (enn og aftur).
Héldum Skt. Hans/Jónsmessu hátíðlega með því að fara til brennu á ströndinni....
Svo var mjög ljúft að geta rölt á ströndinni með sinn þankagang, sérlega góð stemming.
Svo var farið í leiki... og slappað af á ströndinni...!
Svo var stutt heimsókn til Signe "moster" í Köben áður en við tókum flugið heim.
Jamm, skemmtileg ferð sem verður í minnum höfð fyrir ýmsar sakir!
Til að byrja með vorum við heima hjá pabba hennar Sice í Hingeballe en fórum oft til Århus...
Tékkið á myndunum...!
Fór á ströndina, hoppað á trampólíni...
Heimsóttum ömmur og aðra ættingja Sice í Kjellerup...
Fór á burtfarartónleika Jespers Blæsbjerg og H.C. Erbs,
(Sjá stutt vídeó af tónleikum Jespers og tónleikum H.C.)
og partí á eftir...
Slappað af... eða hvað ?
Skoðuðum fræga kalknámu...
Heimsóttum Signe og Nis í Århus...
Svo fórum við til Köben... þar sem við fórum í...:
Göngutúr...
Fögnuðum próflokum Esbens...
...með því að fara í Tívólí....
Svo var það útskriftin sjálf...
Svo var ferðinni heitið til Rågeleje, þar sem við dvöldum í sumarhúsi.
Þar....
Héldum við upp á afmæli Sice (enn og aftur).
Héldum Skt. Hans/Jónsmessu hátíðlega með því að fara til brennu á ströndinni....
Svo var mjög ljúft að geta rölt á ströndinni með sinn þankagang, sérlega góð stemming.
Svo var farið í leiki... og slappað af á ströndinni...!
Svo var stutt heimsókn til Signe "moster" í Köben áður en við tókum flugið heim.
Jamm, skemmtileg ferð sem verður í minnum höfð fyrir ýmsar sakir!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,