16. mar. 2006

Free jazz ... söngkeppni o.fl.

Langur dagur í gær.
En fyrsta verkefni dagsins hjá mér var að spila með Snarstefjun 2 hópnum í FÍH, í "Free Jazz" prófinu þeirra. Það gekk mjög vel og var bara mjög gaman. Slagarar eins og Ghosts eftir Albert Ayler, The Sphinx og Peace eftir Ornette Coleman, Straight Up & Down eftir Eric Dolphy.

Þar næst tók við æfing fyrir stigsprófið hans Egils.

Síðan fór ég til læknis og tók hann eyrun á mér í löngu tímabæra hreinsun (smáatriðunum verður sleppt til að hlífa viðkvæmum sálum) og heyri ég nú allt í super Hi-Fi, hálf súrrealískt upplifun eftir að hafa verið með lífræna eyrnatappa í allt of langan tíma.

Kl. 17:00 var svo sándtékk niðrá Gauk og generalprufa þar á eftir. Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík hófst svo um kl. 20:30. Kiddi, Egill og Ómar Guðjóns. skipuðu restina af bandinu. Vel gert hjá IR, látlaust og chillað. Seth Sharp sigraði með laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen.



Fleiri myndir hérna!

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker