http://jazz-videos.blogspot.com/
Fullt af fínu efni, t.a.m.
Martin Taylor
Bill Evans Trio - Gloria's Step 1972
Bill Evans Trio - If You Could See Me Now 1966
Bill Evans Trio - Waltz for Debby 1965
Bill Evans Trio - My Foolish Heart 1965
Bill Evans Trio - Elsa 1965
Keith Jarrett "Autumn Leaves"
Oscar Peterson
Joe Pass and Roy Clark
Oscar Peterson Quartet featuring Joe Pass - Cakewa...
Góða skemmtun!
31. mar. 2006
Eldur í sinu ....
Mýrarnar brenna og frændur mínir berjast við eldinn ásamt fjölda annara. Vonandi kulna þessar glæður hið fyrsta.
Rauði punkturinn á myndinni, við hliðina á jeppanum, er mamma mín.
27. mar. 2006
Já maður ... !
Bara allt fínt að frétta .... Fyrir utan fasta vinnu þá hefur tíminn að mestu farið í æfingar fyrir stigspróf hjá hinum og þessum. Einnig er verið að undirbúa atriði sem verður að líkindum flutt á Söngkeppni Framhaldsskólanna. Meira um það síðar.
16. mar. 2006
Free jazz ... söngkeppni o.fl.
Langur dagur í gær.
En fyrsta verkefni dagsins hjá mér var að spila með Snarstefjun 2 hópnum í FÍH, í "Free Jazz" prófinu þeirra. Það gekk mjög vel og var bara mjög gaman. Slagarar eins og Ghosts eftir Albert Ayler, The Sphinx og Peace eftir Ornette Coleman, Straight Up & Down eftir Eric Dolphy.
Þar næst tók við æfing fyrir stigsprófið hans Egils.
Síðan fór ég til læknis og tók hann eyrun á mér í löngu tímabæra hreinsun (smáatriðunum verður sleppt til að hlífa viðkvæmum sálum) og heyri ég nú allt í super Hi-Fi, hálf súrrealískt upplifun eftir að hafa verið með lífræna eyrnatappa í allt of langan tíma.
Kl. 17:00 var svo sándtékk niðrá Gauk og generalprufa þar á eftir. Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík hófst svo um kl. 20:30. Kiddi, Egill og Ómar Guðjóns. skipuðu restina af bandinu. Vel gert hjá IR, látlaust og chillað. Seth Sharp sigraði með laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen.
Fleiri myndir hérna!
En fyrsta verkefni dagsins hjá mér var að spila með Snarstefjun 2 hópnum í FÍH, í "Free Jazz" prófinu þeirra. Það gekk mjög vel og var bara mjög gaman. Slagarar eins og Ghosts eftir Albert Ayler, The Sphinx og Peace eftir Ornette Coleman, Straight Up & Down eftir Eric Dolphy.
Þar næst tók við æfing fyrir stigsprófið hans Egils.
Síðan fór ég til læknis og tók hann eyrun á mér í löngu tímabæra hreinsun (smáatriðunum verður sleppt til að hlífa viðkvæmum sálum) og heyri ég nú allt í super Hi-Fi, hálf súrrealískt upplifun eftir að hafa verið með lífræna eyrnatappa í allt of langan tíma.
Kl. 17:00 var svo sándtékk niðrá Gauk og generalprufa þar á eftir. Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík hófst svo um kl. 20:30. Kiddi, Egill og Ómar Guðjóns. skipuðu restina af bandinu. Vel gert hjá IR, látlaust og chillað. Seth Sharp sigraði með laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen.
Fleiri myndir hérna!
13. mar. 2006
Helgin
Það bar helst til tíðinda um þessa helgi sem leið, að æft var fyrir söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík. Æfingarnar fóru fram í matsal skólans. Ég hef aldrei, held ég, komið inn í þessa byggingu áður. Þó er ekki ólíklegt að ég gæti hafa komið þarna meðan karl faðir minn var í námi, en síðan eru liðin mörg ár.
En margt nýstárlegt bar fyrir sjónu og hvet ég lesendur til að kíkja á Kidda til að fá sjónrænar lýsingar á aðstæðum.
Nú ... svo voru tónleikar The Bad Plus á NASA í gærkvöldi. Alveg hin prýðilegasta skemmtun. Mikið var af rokk- og poppáhuga fólki, og gerði það óneitanlega stemminguna "rokkaðri". Talsvert var þó um fliss þar sem einhverjum áhorfendana var greinilega skemmt yfir nálgun félagana á hljóðfærin. Helst var flissað að trymblinum sem, vel á minnst, var sá þeirra félaganna sem vakti hvað mesta eftirtekt (mína amk). En þeir eru allir fanta góðir spilarar og hafa algerlega sinn eiginn hljóm sem jazz-rokk tríó. Þeir spiluðu sínar útgáfur af "Smells Like Teen Spirit" (Nirvana), "Human Behaviour" (Björk) og "Flim" (Aphex Twins) auk eigin tónsmíða.
Þeir hlutu stórgóðar viðtökur. Fólk reis úr sætum og klappaði þá upp tvisvar. Þeim hljóta að hafa komið viðtökurnar þægilega á óvart.
....
En margt nýstárlegt bar fyrir sjónu og hvet ég lesendur til að kíkja á Kidda til að fá sjónrænar lýsingar á aðstæðum.
Nú ... svo voru tónleikar The Bad Plus á NASA í gærkvöldi. Alveg hin prýðilegasta skemmtun. Mikið var af rokk- og poppáhuga fólki, og gerði það óneitanlega stemminguna "rokkaðri". Talsvert var þó um fliss þar sem einhverjum áhorfendana var greinilega skemmt yfir nálgun félagana á hljóðfærin. Helst var flissað að trymblinum sem, vel á minnst, var sá þeirra félaganna sem vakti hvað mesta eftirtekt (mína amk). En þeir eru allir fanta góðir spilarar og hafa algerlega sinn eiginn hljóm sem jazz-rokk tríó. Þeir spiluðu sínar útgáfur af "Smells Like Teen Spirit" (Nirvana), "Human Behaviour" (Björk) og "Flim" (Aphex Twins) auk eigin tónsmíða.
Þeir hlutu stórgóðar viðtökur. Fólk reis úr sætum og klappaði þá upp tvisvar. Þeim hljóta að hafa komið viðtökurnar þægilega á óvart.
....
12. mar. 2006
Sunnudagsmorgunn
Keith Jarrett að spila "Osaka - pt. I" (Sun Bear Concerts) er alveg málið svona á sunnudagsmorgni.
4. mar. 2006
Real Life Simpsons Intro
meira ...
Indverska útgáfan af intróinu.
Simpsons: The Wiggum Files
og enn meira: Look At This...
og .. p.s. .. já ég er veikur heima .. !
Indverska útgáfan af intróinu.
Simpsons: The Wiggum Files
og enn meira: Look At This...
og .. p.s. .. já ég er veikur heima .. !
3. mar. 2006
1. mar. 2006
Starfsdagar
Fór á athyglisverðann fyrirlestur um prófdæmingar í morgunn. Skiptar skoðanir á því hvað er rétt í þessum efnum. Mikilvægt þó að menn (kennarar) ræði þetta sín á milli.
Meira um prófdæmingar á http://www.profanefnd.is/
Meira um prófdæmingar á http://www.profanefnd.is/
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,