14. apr. 2005

Ég mæli með:



Andrew D'Angelo ásamt Morthana á Pravda

Bandaríski saxófónleikarinn Andrew D'Angelo lýkur evrópu tónleikaferð sinni á íslandi með tónleikum á Pravda fimmtudaginn 14 april kl.22. Með honum leika tveir ungir norðmenn, þeir Anders Hana á gítar og Morten Olsen á trommur. Saman skipa þeir tríóið Morthana

Andrew er íslendingum að góðu kunnur og hefur leikið fjölmörgum sinnum hér á land, m.a. á Jazzhátíð Reykjavíkur. Sem fyrr segir eru þetta lokatónleikar í evróputúr þeirra félaga og munu þeir leika eigin tónsmíðar af fyrsta geisladisk sínum sem kom út hjá JazzAway Records á síðasta ári.


Hlusta á lag nr. 1 af geisladisknum


Aðgangur er frír á tónleikana.


Andrew D'Angelo Trio Movie (AVI)
This is our bad ass movie
Andrew D'Angelo Trio
Live at Cementen, Stavanger Norway

Andrew D'Angelo - alto sax
Anders Hana - guitar
Morten J Olsen - drums




Tríó Sigurðar Flosasonar
föstudag 15. apríl kl. 16 - 18


JazzAkademían,
Jazzklúbbur Háskóla Íslands,
stendur fyrir síðasta FöstudagsDjammi vormisseris föstudaginn 15. apríl í Stúdentakjallaranum kl. 16 - 18.
Að þessu sinni leikur Tríó Sigurðar Flosasonar en með honum leika þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel og Erik Qvick á trommur.

Sigurður er nýkominn úr tónleikaferðalagi um Danmörku.


Langholtskirkja:
"Líðan eftir atvikum"
föstudag 15. apríl kl. 20



Föstudagskvöldið 15. apríl kl. 20:00 mun Blásarasveit Reykjavíkur halda tónleika í Langholtskirkju. Á efnisskránni ber hæst frumflutning á nýjum íslenskum konsert fyrir rafgítar og blásarasveit „Líðan eftir atvikum...“, eftir tónskáldið og gítarleikarann Hilmar Jensson, en Blásarasveit Reykjavíkur pantaði konsertinn af tónskáldinu með stuðningi Menningarborgarsjóðs.
Hilmar segir nánar frá tónverkinu í Jazzfréttum.






Amalgam jazz kvintettinn á ferð um Danmörku:

Mánudaginn, 18. apríl.
Hotel Schaumburg - Nørregade 26 · DK-7500 Holstebro
Skoða heimasíðu Hótels Schaumburg www.hotel-schaumburg.dk
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.

Þriðjudaginn, 19. Apríl.
sTUDENTERHUS åRHUS - Nordhavnsgade 1, 8000 Århus C
Skoða heimasíðu Studenterhus Århus www.studenterhusaarhus.dk
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00

Miðvikudaginn, 20. apríl.
Jive Jazz Club - Paraplyen, Caféen, Klostergade 1, Vejle
Skoða heimasíðu Jive Jazz Club www.jive-jazz.dk
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00..


Hlusta á Amalgam.


Stund milli stríða hjá Amalgam á ferð okkar um Ísland í fyrra.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker