30. apr. 2005

Dýrfinna langamma og mjólkin.

Fann þessa mynd af Dýrfinnu Jónsdóttur, sem er lang-amma mín, vera að sýna gömul handbrögð við mjólkurvinnslu.




26. apr. 2005

Mæli með:



Hljómsveitinni Autoreverse sem mun spila á Jazzklúbbnum Múlanum á Hótel Borg á
fimmtudaginn og tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir kr. 1.000.



Ívar Guðmundsson: trompet
Steinar Sigurðarson: saxófónn
Sigurður Þór Rögnvaldsson: gítar
Pétur Sigurðsson: bassi
Kristinn Snær Agnarsson: trommur


Hressandi lesningar um skoðanir Pat Metheny á Kenny G

24. apr. 2005

Heimkominn....

þá er maður allur að skríða saman eftir Amalgam túrinn. Ferðasagan og myndir og fleira verður að bíða betri tíma.

16. apr. 2005

Hej hej..!



Så smutter jeg til Danmark, hvor skal spile med den dansk/islandske jazz kvintet Amalgam, som jeg er medlem af, i den kommende uge.

Programmer er følgende:

Mandag, 18. April
Hotel Schaumburg - Nørregade 26 · DK-7500 Holstebro
Check hotellet ud på: www.hotel-schaumburg.dk
Koncerten starter kl. 20:30.

Tirsdag, 19. April
STUDENTERHUS ÅRHUS - Nordhavnsgade 1, 8000 Århus C
Check stedet ud på: www.studenterhusaarhus.dk
Dørene åbnes kl. 20 og der er fri entré

Onsdag,20. April
Jive Jazz Club - Paraplyen, Caféen, Klostergade 1, Vejle
Vi spiller et dobbelt gig med et band fra Odense.
Check klubben ud på: www.jive-jazz.dk
Koncerten starter kl. 20:00.

Det ville glæde mig at se jer alle sammen – til garanteret god musik og fantastisk stemning!!

For yderligere information om Amalgam og vores tour tjek vores hjemmeside på:

http://amalgamgroup.blogspot.com/

Med venlig hilsen

Sigurdór Guðmundsson



Veriði þæg og góð við hvort annað, sjáumst eftir viku....!

15. apr. 2005

Hvernig dreifðist maðurinn um Jörðina? www.ruv.is



Verið er að hrinda af stað nýrri DNA-rannsókn á uppruna mannsins og dreifingu um Jörðina. Talið er að rekja megi dreifinguna með greiningu á lífssýnum úr frumbyggjum á hverjum stað.



Það eru Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society og tölvurisinn IBM sem standa fyrir gena-rannsókninni. Afla á lífssýna úr a.m.k. 100.000 manns, rekja skyldleika með genarannsóknum og finna hver kom hvaðan í árdaga. Þetta verður stærsti genabanki sögunnar.

Erfða- og mannfræðingar segja að maðurinn sé upprunninn í Afríku en rannsóknin á að leiða í ljós búsetu og þjóðflutninga. Sérfræðingar úr fjölmörgum öðrum vísindagreinum leggja rannsókninni lið. Áætlað er að hún taki fimm ár.

Steingervingar gefa vísbendingar um hvar og hvernig menn hafa lifað og þroskast, og dreifst um allar jarðir. Enn er ekki vitað til dæmis hvernig menn komust til Ástralíu fyrir 50 til 60.000 árum. Heldur ekki hvaðan S-Ameríka byggðist. Tungumálarannsóknir og erfðarannsóknir kunna að leysa gátuna. Búið er að skipuleggja rannsóknarhópa í fjölmörgum löndum og IBM leggur til tölvur og tækni.

Meðal spurninga sem leitað verður svara við eru hvar í Afríku eru afkomendur þeirra manna sem fyrstir komu fram. Má rekja herferðir Alexanders mikla með genarannsóknum? Hvaða landnemar lögðu Indland undir sig? Hvernig hefur nýlendustefnan breytt erfðaþáttum Afríkubúa. Er samband milli frumbyggja Ástralíu og þjóðsagna þeirra og hvert er upphaf breytinga t.d. á litarafti og beinabyggingu hjá mannkyninu.



NÁNAR UM RANNSÓKNINA: http://www5.nationalgeographic.com/genographic/




Skoða: GENA-ATLASINN

14. apr. 2005

Ég mæli með:



Andrew D'Angelo ásamt Morthana á Pravda

Bandaríski saxófónleikarinn Andrew D'Angelo lýkur evrópu tónleikaferð sinni á íslandi með tónleikum á Pravda fimmtudaginn 14 april kl.22. Með honum leika tveir ungir norðmenn, þeir Anders Hana á gítar og Morten Olsen á trommur. Saman skipa þeir tríóið Morthana

Andrew er íslendingum að góðu kunnur og hefur leikið fjölmörgum sinnum hér á land, m.a. á Jazzhátíð Reykjavíkur. Sem fyrr segir eru þetta lokatónleikar í evróputúr þeirra félaga og munu þeir leika eigin tónsmíðar af fyrsta geisladisk sínum sem kom út hjá JazzAway Records á síðasta ári.


Hlusta á lag nr. 1 af geisladisknum


Aðgangur er frír á tónleikana.


Andrew D'Angelo Trio Movie (AVI)
This is our bad ass movie
Andrew D'Angelo Trio
Live at Cementen, Stavanger Norway

Andrew D'Angelo - alto sax
Anders Hana - guitar
Morten J Olsen - drums




Tríó Sigurðar Flosasonar
föstudag 15. apríl kl. 16 - 18


JazzAkademían,
Jazzklúbbur Háskóla Íslands,
stendur fyrir síðasta FöstudagsDjammi vormisseris föstudaginn 15. apríl í Stúdentakjallaranum kl. 16 - 18.
Að þessu sinni leikur Tríó Sigurðar Flosasonar en með honum leika þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel og Erik Qvick á trommur.

Sigurður er nýkominn úr tónleikaferðalagi um Danmörku.


Langholtskirkja:
"Líðan eftir atvikum"
föstudag 15. apríl kl. 20



Föstudagskvöldið 15. apríl kl. 20:00 mun Blásarasveit Reykjavíkur halda tónleika í Langholtskirkju. Á efnisskránni ber hæst frumflutning á nýjum íslenskum konsert fyrir rafgítar og blásarasveit „Líðan eftir atvikum...“, eftir tónskáldið og gítarleikarann Hilmar Jensson, en Blásarasveit Reykjavíkur pantaði konsertinn af tónskáldinu með stuðningi Menningarborgarsjóðs.
Hilmar segir nánar frá tónverkinu í Jazzfréttum.






Amalgam jazz kvintettinn á ferð um Danmörku:

Mánudaginn, 18. apríl.
Hotel Schaumburg - Nørregade 26 · DK-7500 Holstebro
Skoða heimasíðu Hótels Schaumburg www.hotel-schaumburg.dk
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.

Þriðjudaginn, 19. Apríl.
sTUDENTERHUS åRHUS - Nordhavnsgade 1, 8000 Århus C
Skoða heimasíðu Studenterhus Århus www.studenterhusaarhus.dk
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00

Miðvikudaginn, 20. apríl.
Jive Jazz Club - Paraplyen, Caféen, Klostergade 1, Vejle
Skoða heimasíðu Jive Jazz Club www.jive-jazz.dk
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00..


Hlusta á Amalgam.


Stund milli stríða hjá Amalgam á ferð okkar um Ísland í fyrra.

10. apr. 2005

Með tónlistina að vopni



Get ekki annað en mælt með snilldar þáttum Sigtryggs Baldurssonar "Með tónlistina að vopni" sem eru sendir út á Rás 1 Ríkisútvarpsins á laugardögum kl. 17:00.



En þar segir Sigtryggur Baldursson frá (í þremur þáttum) baráttumanninum óforbetranlega Fela Kuti og tónlist hans sem kölluð var Afróbít. Nígeríumaðurinn Fela Kuti notaði tónlist sína sem vopn í baráttu sinni við spilltar herforingjastjórnir í heimalandi sínu, Nígeríu. Hann þurfti að lokum að gjalda uppreisnaranda sinn dýru verði en lét aldrei bugast í frjálslegum lifnaðarháttum sínum og skoðunum. Þættirnir eru endurfluttir á þriðjudagskvöldum.

Menning og listir.

Tónleikar M&M á Múlanum voru mjög góðir. Metnaðarfullt og krefjandi prógram hjá drengjunum. Mjög vel heppnað, fín mæting og stemming.



Í gær skelltum við okkur á Iceland Film Festival og sáum myndina Motorcycle Diaries. Snilldar mynd þar sem allt smellur saman, frábær myndataka, tónlist og leikur. Góð skemmtun og áreynslulaus.

7. apr. 2005

Mæli með:

Pat Metheny heiðraður

KVARTETTINN M&M
heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum sem staðsettur er á Hótel Borg á fimmtudagskvöldið kl. 21:00 Kvartettinn skipa þeir: Ásgeir Ásgeirsson gítar, Kjartan Valdemarsson píanó, Róbert Þórhallsson bassi og Ólafur Hólm trommur.

Tónlist eftir Pat Metheny og Lyle Mays.
Rúmlega 30 ára ferill Pat Metheny kannaður

Múlinn festir sig í sessi (Úr Mbl)

Djassklúbburinn Múlinn stendur um þessar mundir fyrir tónleikum á fimmtudagskvöldum í Gyllta salnum á Hótel Borg og verður svo út apríl. Tónleikar Múlans hafa fyrir löngu skipað sér fastan sess í tónleikaflóru höfuðborgarsvæðisins, en til þeirra var stofnað árið 1997.

Nú í vor verða haldnir tíu tónleikar í röðinni og voru þeir fyrstu haldnir þann 17. febrúar síðastliðinn, þegar kvartettinn Pólís reið á vaðið. Næstu tónleikar raðarinnar verða haldnir annað kvöld þegar hljómsveitin Skonrokk, skipuð þeim Sigurdóri Guðmundssyni bassaleikara og hljómsveitarstjóra, Ívari Guðmundssyni á trompet, Óskari Guðjónssyni á tenórsaxófón, Sigurði Rögnvaldssyni á gítar og Jóhanni Hjörleifssyni á trommur, flytur frumsamda tónlist og hefjast tónleikarnir kl. 21.

Benedikt Garðarsson situr í stjórn Múlans ásamt Ólafi Jónssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni og spurði Morgunblaðið hann út í röðina í ár.

Hvað er það sem einkennir tónleikaröðina í ár?

"Við höfum haft dálítið af mjög flottri klassík, en þó hefur líka verið ýmislegt annað. Til dæmis var tríó sem kallar sig GRAMS með tónleika 24. febrúar, sem spilaði svolítið pönkskotna og frjálsa músík og Skonrokk, sem leikur á næstu tónleikum, flytur frumsamda tónlist, sem er eflaust dálítið rokkskotin."

Hvernig veljast flytjendur í tónleikaröðina?

"Við höfum umsóknareyðublöð sem eru aðgengileg á Netinu og tónlistarmenn sækja því sjálfir um að fá að vera með. Langflestir sem sækja um að vera með tónleika innan raðarinnar komast að. Við högum röðinni einfaldlega eftir því hversu marga álitlega tónlistarmenn við fáum til að spila hjá okkur."

Er mikil gróska í íslensku djasslífi?

"Já, ég myndi segja það. Það er alltaf að koma nýtt og nýtt fólk út úr djassdeildinni í Tónlistarskóla FÍH sem bætist í hópinn og heldur tónleika bæði í Múlanum og víðar. Og síðan bætast líka við eldri tónlistarmenn í flóruna, eins og eiginmaður Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara, Scott McLemore trommuleikari, sem er farinn að spila hérna núna, og Zbigniew Jaremko saxófónleikari, sem starfar sem tónlistarkennari í Bolungarvík og hefur haldið nokkra tónleika í Reykjavík. Þannig að þetta eru ekki bara krakkar, heldur líka eldra fólk sem er að koma inn."

Hvers konar fólk kemur á tónleika Múlans?

"Það er nú allur skalinn og töluverð breidd í aldri áheyrenda.

Það er heldur ekki alltaf sami hópurinn sem mætir, þó að það sé viss kjarni sem mæti á flesta tónleikana."

Er Múlinn kominn til að vera?

"Já, það held ég örugglega. Við finnum fyrir miklum áhuga og menn eru staðráðnir í því að halda þessu gangandi. Tónleikar Múlans eru að vissu leyti leiðandi, því þetta eru tónleikar sem hafa verið fastur liður síðustu átta ár í djasslífinu á höfuðborgarsvæðinu."


Benedikt Garðarsson

Benedikt Garðarsson er fæddur árið 1949 á Selfossi, en hefur síðan verið búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann er hárskeri að mennt og starfar sem slíkur. Benedikt hefur setið í stjórn djassklúbbsins Múlans undanfarin tvö ár. Eiginkona Benedikts er Elín Helgadóttir og eiga þau tvær dætur.

2. apr. 2005

Tónleikar á tónleika ofan.

Ég skemmti mér á Tomma og co. í Stúdentakjallaranum og var það barasta hin besta skemmtum. Bandið dúndurgott.

Svo fór ég á útskriftartónleika Guðmundar Steins í Salnum. Sérlega súrt.

1. apr. 2005

Mæli með þessu....

16:00 - 17:30 - Jazzakademían - Stúdentakjallarinn:
Tómas R. Einarsson og Havanabandið föstudag 1. apríl kl. 16 - 17:30 FRÍTT INN.

kl. 20:00 – Salurinn í Kópavogi Ásrún Inga Kondrup, tónsmíðar Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónsmíðar.
Aðgangur er ókeypis - allir velkomnir
Nánar.

Giggaló



Skonrokks giggið fór vel fram á Múlanum. Við félagarnir ákváðum að reyna einn af minni sölum staðarins og er ég ekki frá því að það sé jafnvel frekar málið en geymurinn ógurlegi. Það þarf alveg 100 manns til að geymirinn hljómi sæmilega og því miður eru nú mætingar á Múlann sjaldnast svo öflugar.

Tónlistin lifnaði við á gigginu, sumt fór fyrir ofan garð og neðan, en að mestu leyti voru heimtur góðar.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker