John Francis Anthony Pastorius III
December 1, 1951-September 21, 1987
21. sep. 2007
11. sep. 2007
Joe Zawinul er látinn 75 ára
Píanistinn Josef Erich Zawinul (f. 7. Júlí 1932 – d. 11. Sept. 2007) lést á heimili sínu í Vín úr húðkrabbameini í dag.
Með honum er horfinn einn af áhrifa meiri (jazz/fusion) tónlistarmönnum seinustu áratuga.
Zawinul fluttist til Bandaríkjana árið 1959 með klassíska menntun í farteskinu ásamt ýmiskonar hljóðversvinnu. Hann spilaði með Maynard Ferguson og Dinah Washington áður en hann gekk til liðs við Cannonball Adderley Quintet árið 1961.
Seinna gekk hann til liðs við Miles Davis og tók þátt í að móta þá stefnu jazzins sem var kennd við bræðing (e. fusion).
Snemma á 8. áratugnum stofnar hann svo Weather Report ásamt Wayne Shorter og Miroslav Vitous. Sveitin sú náði miklum vinsældum, sérstaklega meðan rafbassaleikarinn Jaco Pastorius lék með bandinu. Tónlistarlegra áhrifa hennar gætir víða.
Ég hafði færi á að fara að sjá Joe Zawinul spila á Kaupmannahafnar-jazzhátíðinni í sumar. En ákvað eftir mikla umhugsun og rökfærslur að fara ekki. Ég bjóst fastlega við því að eina tækifæri mitt til að sjá Zawinul væri þar með fyrir bí, eins og kom á daginn.
Ég efast ekki um að tónlistarleg afrek hans muni halda minningu hans á lofti um ókomin ár.
--------------
Zawinul á Youtube
http://www.zawinulmusic.com/
Joe Zawinul
From Wikipedia, the free encyclopedia
http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/6989301.stm
Útgáfa mín af laginu "Man in the Green Shirt", eftir Joe Zawinul, hljóðritað á burtfarartónleikum mínum frá F.Í.H.
3. sep. 2007
Með kaffinu.....
Arithmetic and Music
---
Er ekki smekksatriði hvað er smekklegt?
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1289436;rss=1
Væl er þetta í biskup.
-----
Magnús Skarphéðinsson mætti Birgi Vantrúarliða í þættinum Ísland í bítið
----
---
Er ekki smekksatriði hvað er smekklegt?
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1289436;rss=1
Væl er þetta í biskup.
-----
Magnús Skarphéðinsson mætti Birgi Vantrúarliða í þættinum Ísland í bítið
----
1. sep. 2007
Það er ekki gott að segja hvort hann viti hvað hann syngur...
.. en fagurt galaði fuglinn sá....
"papa pabapabapbapba...." (o.s.frv.) raular Andreas Úlfur í sí og æ.
Og gaman að því ... ;-)
"papa pabapabapbapba...." (o.s.frv.) raular Andreas Úlfur í sí og æ.
Og gaman að því ... ;-)
!
Það er til mikið af fólki í heiminum sem er illa haldið af veruleikafirringu. Fólk sem trúir því af lífi og sál að endalok heimsins séu handan við hornið og að Djíses Kræst sjálfur muni koma á senuna (á ný). Fólkið biður fyrir endalokum heimsins og getur varla beðið eftir því að endalokin komi. Það sem er ógnvekjandi fyrir okkur hin er að innan þessa hóps eru valdamiklir menn (í U.S.A.), valdamiklir menn sem beint eða óbeint geta haft mikil áhrif á málefni heimsins, stríð t.a.m. og ef við leiðum hugan að því að það eru enn til kjarnorkuvopn þá fer þetta að vera soldið súrt allt saman. Firringin er slík (hjá þessu fólki) að stórt sveppa ský yfir einhverri stórborginni (eða hvar sem er) væri í þeirra huga skýrt merki um að J.C. Jósefsson væri mættur til að sækja það og taka sig með til paradísar.
Lesa má nánari lýsingar hér #.
Lesa má nánari lýsingar hér #.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,