20. ágú. 2005

RÚV stendur alltaf fyrir sínu....

Bendi á og mæli með þessum eðal tónlistarþáttum:

Þættir úr lífi Bill Evans
Í tveimur þáttum fjallar Helga Laufey Finnbogadóttir um píanóleikarann Bill Evans, sem var í hópi helstu áhrifavalda í djassheiminum eftir miðja síðustu öld.

Fnykur
Samúel Jón Samúelsson, sem oftast er kenndur við hljómsveitina Jagúar, fjallar í nokkrum þáttum um fönktónlist, sögu hennar og helstu boðbera.

19. ágú. 2005

Loksins ...

...náði ég að drattast í ræktina. Mér leið eins og ég hefði aldrei hreyft mig í lífinu þegar ég var að svitna á hljólinu. Samt hef ég bara ekki mætt í mánuð. Fljótt að tapast niður.... scary...!

Svo var samspilsþjálfun langt fram á kvöld.

Svo rak ég augun í American Dad á Sirkus áðan... sérlega súrir þættir ekki ósvipaðir og Family Guy, skiljanlega.

og svo... og svo .... framvegis.

16. ágú. 2005

Slappur og slenaður ...

Helv. pestin heldur áfram að draga úr mér mátt. Líður frekar undarlega eitthvað .. örugglega með hita. Annars stefnir í kennarafund á morgun, línur lagðar fyrir veturinn. Allt að gerast.

Sörfið:

Ef einhvern vantar "slatta" af útgáfum af Body and Soul þá má finna þær hér.

Nú og Jaco Pastorius demóið, frá 1974, hér.

Still crazy!!

Enn er maður nú hálf lemstraður eftir veikindi seinustu viku og djamm helgarinnar. Siggi og Sandra voru djömmuð úr landi, só tú spík.

Ég hitti svo Sigga aðeins í dag, kaffi og sænskur píanó jazz.

Í kvöld var ég svo að fara yfir form og parta með 3/5 af nemenda blússamspili úr Reykjanesbæ sem mun spila á Ljósanótt 3 sept. og á blúshátíð 1. sept.

Annars er að bresta á með síðsumri ... sem er ágætt.

10. ágú. 2005

Malus á Rósenberg



"Jazz-funk-groove-popp"-sveitin MALUS mun spila á tónleikum á Café Rósenberg (Lækjargötu 2 (við hliðina á Kebab-staðnum og Café Óperu) fimmtudaginn 11. ágúst.

Tónleikarnir hefjast kl. 22:00.

Malus skipa:

Ása Bjarnadóttir - söngur
Birgir Baldursson - trommur
Sigurður Rögnvaldsson - rafgítar
Sigurdór Guðmundsson - rafbassi.


Aðgangseyrir er 700 kr.



Biggi og Siggi að ræða málin.

Ég er veikur...

sem aldrei fyrr, og það er frekar súrt og leiðinlegt.

7. ágú. 2005

RIP, Ibrahim Ferrer 1927-2005



78 ár er ekki neitt. Ég hlusta talsvert á þennan öðling, fyrr og síðar.

Sá hann árið 2001 í laugardalshöllinni.

Alvöru töffari.

4. ágú. 2005

Kunnugleg stef... í rumpavaggi.



diddywah.blogspot.com býður upp á gamla sólslagara (með meiru). T.a.m. "Are You My Woman? (Tell Me So)" með The Chi-Lites, ansi kunnuglegt stef þar á ferð... var það ekki Beyoncé Knowles sem nýtti sér það? Hitt lagið er líka mjög fyndið/kúl/ óldskúl-FUNK. "I Believe In Miracles" með Jackson Sisters. Spurning hvort þær séu skyldar þeim bræðrum.



Groove on!

Siggi tekur á sig rögg...

...og er farinn að blogga, enda ekki seinna vænna enda er drengurinn að fara til Svíþjóðar innan skamms til náms. Kiddi er kominn með nýja blogg/heimasíðuslóð líka, snerill.com.

Þeir félagarnir verða að spila með hinu eiturhressa jazz-grúf bandi Auto-Reverse á Rósenberg á laugardaginn 6 ágúst og spila milli 23:00-02:00. Hvet ég alla til að mæta á þetta frábæra band og gleðjast með gumum. FRÍTT INN og stemming.

það held ég nú svei mér þá ....

Kominn frá DK .. fyrir löngu síðan. Orðin nettengdur í Dísaborgunum og alles klar.

Mjög fínt í DK, vorum aðalega í sveitinni (Hingeballe, rétt hjá Kjellerup). Heimaræktaður matur, heimabruggaður rússneskur snafs, epli í garðinum, stórir sniglar allt um kring, kamilla út á túni, mýs í dyragætinni, þrumuskúr, hlaða full af Sice dóti, kassar í massa vís fluttir í gám hjá Eimskip í Árósum, danskan æfð sem aldrei fyrr, ömmur og frænkur, hákarl og brennivín (hef aldrei borðað svona mikinn hákarl).

Síðan fórum á ættar/fjölskyldumót hjá mömmu Sice á norðarlega á vestur Sjálandi nálægt Kalundborg. Meiri ömmur og frænkur og frændar og allskonar.

Tók Malus gigg sama dag og ég kom að utan. Náði að vaka hátt í sólahring. Malus var á Hressó til 01:00 svo tók við "jamsession" á Rósenberg sem stóð frameftir.

Á morgun mun Malus spila í einkasamkvæmi.

Góðar stundir.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker