30. mar. 2005
Hlaupanótan
Maður var ekki í amalegum félagsskap í þættinum Hlaupanótunni sem var á RÚV í dag. AlasNoAxis, Claude Debussy og Pierre Boulez, nú já og Amalgam. Amalgam deilir þarna tengli dagsins ásamt Winter&Winter.
Hlusta má á herlegheitin.
Annars minni ég á tónleika Skonrokks á Múlanum annað kvöld.
Sjáumst!
Skonrokk á jazzklúbbnum Múlanum fimmtudaginn 31. mars, kl. 21:00
Hljómsveitin Skonrokk leikur á Jazzklúbbnum Múlanum á Hótel Borg fimmtudaginn 31. mars. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir 1000 kr.
Skonrokk leikur frumsamda jazztónlist þar sem ýmsum straumum og stefnum bregður fyrir.
Ívar Guðmundsson: trompet
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Sigurður Þór Rögnvaldsson: gítar
Sigurdór Guðmundsson: bassi
Jóhann Hjörleifsson: trommur
Sjáumst.
Skonrokk leikur frumsamda jazztónlist þar sem ýmsum straumum og stefnum bregður fyrir.
Ívar Guðmundsson: trompet
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Sigurður Þór Rögnvaldsson: gítar
Sigurdór Guðmundsson: bassi
Jóhann Hjörleifsson: trommur
Sjáumst.
23. mar. 2005
Síðkastið
Jámm það er búið að vera nóg að gera þrátt fyrir að maður eigi að heita í páskafríi.
Á sunnudaginn var Ásmundur bróðir minn fermdur og fylgdi fjölmenn veisla í kjölfarið. Alltaf gaman að hitta fólkið. Myndir hérna.
Á mánudaginn var fyrsta Skonrokks æfingin, fyrir Múla giggið í næstu viku.
Að henni lokinni spilaði ég inn á tvö lög (People Make the World go 'Round og Blue Skies) á demó fyrir Ásu vinkonu og Geimfara. Kjartan Valdimarsson flyglaðist.
Hvað gerði ég meira .. hmm? .. Fór a.m.k. í ræktina og eldaði killer sjávarrétta súpu.
Á þriðjudaginn var önnur Skonrokks æfing (þó var bandið ekki fullskipað allan tímann). Svo var ferðinni heitið í Hafnarfjörðinn í fjölskylduljósmyndun í tilefni fermingar örverpisins. Þaðan fór ég beint upp á RÚV og hitti Elísabet Indru sem hljóðritaði spjallaði við mig um komandi Múlatónleika, viðtalinu verður útvarpað næsta miðvikudag (30. mars).
Svo var kíkt í Hljóðfærahúsið og Tölvulistann og verslaðir strengir
og utan á liggjandi harður diskur (200GB).
Síðan var æfing upp í Exton fyrir stigspróf Krissa og Finns (trommur og básúna), Siggi Rögg fyllir hópinn. Fullt af skemmtilegu stuffi þar, miðað við mörg stigsprófin.
Í dag svaf ég rækilega út (alveg sirka 8 tíma .. hehe!) sem er framför.
Í kvöld eru tónleikar tilraunaeldhúsins/kitchen motors í Iðnó kl. 21:00 (500 kall inn). Þar koma fram Karanóva og Benni Hemm Hemm.
Á morgunn skírdag, fimmtudaginn 24.mars verða eftirfarandi tónleikar á Pravda bar kl. 22-24:
Söngkonan Margrét Eir og Róbert Þórhalsson á bassa. Á dagskránni eru lög eftir Joni Mitchell, Duran Duran, Kate Bush með pop og jazzívafi. Þetta verða að öllum líkindum síðust tónleikar hennar hérna á landinu áður en hún flytur af landi brott, svo ekki missa af þessu einstæða tækifæri.
Aðgangur er ókeypis og öllu frjáls meðan húsrúm leyfir. (Úr Jazzfréttum).
Lifið heil.
iTunes: Time Remembered - Paul Motian, af plötunni Bill Evans.
Á sunnudaginn var Ásmundur bróðir minn fermdur og fylgdi fjölmenn veisla í kjölfarið. Alltaf gaman að hitta fólkið. Myndir hérna.
Á mánudaginn var fyrsta Skonrokks æfingin, fyrir Múla giggið í næstu viku.
Að henni lokinni spilaði ég inn á tvö lög (People Make the World go 'Round og Blue Skies) á demó fyrir Ásu vinkonu og Geimfara. Kjartan Valdimarsson flyglaðist.
Hvað gerði ég meira .. hmm? .. Fór a.m.k. í ræktina og eldaði killer sjávarrétta súpu.
Á þriðjudaginn var önnur Skonrokks æfing (þó var bandið ekki fullskipað allan tímann). Svo var ferðinni heitið í Hafnarfjörðinn í fjölskylduljósmyndun í tilefni fermingar örverpisins. Þaðan fór ég beint upp á RÚV og hitti Elísabet Indru sem hljóðritaði spjallaði við mig um komandi Múlatónleika, viðtalinu verður útvarpað næsta miðvikudag (30. mars).
Svo var kíkt í Hljóðfærahúsið og Tölvulistann og verslaðir strengir
og utan á liggjandi harður diskur (200GB).
Síðan var æfing upp í Exton fyrir stigspróf Krissa og Finns (trommur og básúna), Siggi Rögg fyllir hópinn. Fullt af skemmtilegu stuffi þar, miðað við mörg stigsprófin.
Í dag svaf ég rækilega út (alveg sirka 8 tíma .. hehe!) sem er framför.
Í kvöld eru tónleikar tilraunaeldhúsins/kitchen motors í Iðnó kl. 21:00 (500 kall inn). Þar koma fram Karanóva og Benni Hemm Hemm.
Á morgunn skírdag, fimmtudaginn 24.mars verða eftirfarandi tónleikar á Pravda bar kl. 22-24:
Söngkonan Margrét Eir og Róbert Þórhalsson á bassa. Á dagskránni eru lög eftir Joni Mitchell, Duran Duran, Kate Bush með pop og jazzívafi. Þetta verða að öllum líkindum síðust tónleikar hennar hérna á landinu áður en hún flytur af landi brott, svo ekki missa af þessu einstæða tækifæri.
Aðgangur er ókeypis og öllu frjáls meðan húsrúm leyfir. (Úr Jazzfréttum).
Lifið heil.
iTunes: Time Remembered - Paul Motian, af plötunni Bill Evans.
19. mar. 2005
chill
Föstudagskvöld..... góður matur, rauðvín, þægilega þreyttur, fór í ræktina í dag. Gerist varla betra. Mega chill í gangi.
En hver getur ekki notað (fríar) óútgefnar Frank Zappa plötur?
En hver getur ekki notað (fríar) óútgefnar Frank Zappa plötur?
10. mar. 2005
9. mar. 2005
*----*
Ég er veikur
er samt að vinna (heima)
verð í bælinu fljótlega
iTunes: My Funny Valentine - Os Poligonais - Novas Ideias
er samt að vinna (heima)
verð í bælinu fljótlega
iTunes: My Funny Valentine - Os Poligonais - Novas Ideias
6. mar. 2005
Sunday night prayer meeting ???
Þar sem ég hef verið ansi ópersónulegur hér á þessu auma bloggi seinustu vikur þá ætla ég að deila með ykkur því sem ég gerði í dag.
Here goes:
Vaknaði fyrir kl. 10:00, fór í verslunarleiðangur, á kaffihús, versla meira, spila í gospel messu, borða, spila í annari gospel messu. .... já svona sirka bát.
Spilaði í tveimur gospelmessum á (þessum) æskulýðsdegi kirkjunar á Suðurnesjum. Með mér spiluðu Steinar Guðmundsson og Erik Qvick.
Ég fann mér og keypti (m.a.) nýjan geisladisk sem inniheldur nýjar og eldri upptökur af íslensum tvísöngslögum. Tvísöngur: Íslensk fjölröddun í fimm aldir. Athyglisvert... er ekki hægt að nýta þennan tónlistararf eitthvað.
Annars hefur maður verið að reyna að hnoða saman einhverju nýju efni fyrir komandi Múla gigg. Tekur alltaf tíma, en vissulega gaman.
Góðar stundir og lifið heil.
Here goes:
Vaknaði fyrir kl. 10:00, fór í verslunarleiðangur, á kaffihús, versla meira, spila í gospel messu, borða, spila í annari gospel messu. .... já svona sirka bát.
Spilaði í tveimur gospelmessum á (þessum) æskulýðsdegi kirkjunar á Suðurnesjum. Með mér spiluðu Steinar Guðmundsson og Erik Qvick.
Ég fann mér og keypti (m.a.) nýjan geisladisk sem inniheldur nýjar og eldri upptökur af íslensum tvísöngslögum. Tvísöngur: Íslensk fjölröddun í fimm aldir. Athyglisvert... er ekki hægt að nýta þennan tónlistararf eitthvað.
Annars hefur maður verið að reyna að hnoða saman einhverju nýju efni fyrir komandi Múla gigg. Tekur alltaf tíma, en vissulega gaman.
Góðar stundir og lifið heil.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Um mig / about me
- Siggidóri
- Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,