6. jún. 2006

Búlgaría - Dagar víns og rósa

Búlgaría var snilld og hér koma nokkrar myndir.


Sígaunagettóin sáum við bara útum gluggan um leið og við vorum vöruð við betli og þjófum. Við lentum í einum dramatískum í Plovdiv, þvílíkir leikhæfileikar. En hann hafði ekkert úr býtum.


Munkar í klaustri og syndaselurinn ég.


Frekar....


Vagn


Virkisveggur og kastali.


Eldri hjón sem við komum auga á í einu pissustoppinu.


Hópurinn á göngu.


Skoðaðar fornminjar frá tímum Rómverja, en þær voru út um allt víðast hvar allstaðar.


Fátt annað að gera í sólinni en að vera svalur.


Fylgst var með "æfingu" (sem var í raun einkatónleikar) hjá kórnum “Dætur Orfeusar”. Kórinn var hreint út sagt geðveikt góður og var magnað að fylgjast með þeim syngja lögin. Kraftur og tækni voru mikil, einnig var músíkin líka sérlega athyglsiverð. Slatti af "oddtime" og hressleika.


Við vorum svo skikkuð til að syngja þjóðlag frá okkar landi. "Krummi svaf..." kom sterkur inn.


Ilia Mihaylov stjórnaði kerlunum með harðri hendi og bros á vör. Síðar um kvöldið settist hann niður með okkur á bar sem hann fann fyrir okkur og kneifaði romm undir merki Actavis og ræddi m.a. útrás kórsins til Íslands með hjálp Björgólfs. Það vantaði ekki hugmyndirnar. Viðkunnalegur gaur hann Ilia... Ilia-gaur.


Þessi frísklegi kvennakór tók á móti okkur með kostum og kynjum.


Fleiri fornminjar frá dögum rómverja. Þessar eru í fullu fjöri sem tónleikastaður.


Man ekki alveg... sennilega eitthvað klaustrið.


Simon og Heiða í nettu flippi.


Á þessum stað (í fjallabænum Shiroka Luka) má segja að ferðin hafi náð hámarki sínu.


Í Shiroka Luka.


Hamingja og gleði skín úr hverju andliti.




Upp í hæðunum heimsóttum við hljóðfærasmið sem gerir sekkjapípur úr geitum. Hann seldi amk tvær til meðlima hópsins.


Á leiðinni upp hæðina til sekkjapípusmiðsins. Það var MIKIÐ gengið í þessari ferð. MIKIÐ!




Við fengum heilsteikt/grillað lamb sem þessi ágæti maður (vopnaður sveðju og byssu) reif niður handa okkur með berum höndunum. Forréttir voru iðuleg salat og brauð. Þarna fengum við í eftirrétt sérlega súra geitarjógúrt, heimalagaða. Ég setti MIKIÐ af hunangi og berjasultu í mína.


Útsýnið úr seinasta hótelinu sem við dvöldum í (Imperial Hotel, part of Riviera Holiday club (5*) Golden Sands) Einkaströnd og sérlega flott svæði.


Dansinn stiginn í lokahófinu í Chukurovo. Hljómsveitin var frekar leiðinleg og ekkert sérlega góð miðað við alla snilldina sem maður hafði upplifað dagana á undan.


Hin geðþekku Deso og "Rúmí" sem leiðbeindu hópnum í ferðalaginu.


Í flugstöðinni á leið heim. Rétt að benda á að það eru ENGIR veitingastaðir í flugstöðinni EFTIR að maður er búinn að skrá sig inn.

31. maí 2006

mp3

Gratuation concert from F.I.H. School of Music

Gordian Knot
Friður Sé Með Yður
Gengið á Gufunum
You Turn
(Music composed by: Sigurdór Guðmundsson)

Elegant People (composed by: Wayne Shorter)
Palladium (composed by: Wayne Shorter)
Havona (composed by: Jaco Pastorius)
Man in the Green Shirt (composed by: Josef Zawinul)

(mp3 stored @ www.jon.is & @ www.rokk.is)

Also available @: http://www.last.fm/music/Sigurdór+Guðmundsson

-> To download the Weather Report songs in 1 .rar file: www.rapidshare.de/files/25696873/Skon-Weather_Report.rar

& the original music: http://rapidshare.de/files/25929111/skon-originals-mp3.rar
to download all for songs in 1 .rar file)

(All tracks recorded live on may 8th 2004 @ FIH, Reykjavik Iceland)

Musicians:
Agnar Már Magnússon: keys/rhodes.
Ingvi Rafn Ingvason: percussion.
Ívar Guðmundsson: trumpet.
Jóhann Óskar Hjörleifsson: drums.
Sigurdór Guðmundsson: electric bass.
Sigurður Þór Rögnvaldsson: electric guitar.
Steinar Sigurðarson: tenor sax.





Amalgam: Demo

1. After All **
2. Ballad of an Insomniac **
3. Dance of the Drunken Pixie **
4. Fyrir Svefninn *
5. Grindli *
6. Lómurinn *
7. You Turn **
8. Gengið á Gufunum **

* = composed by Sigurður Þór Rögnvaldsson,
** = composed by Sigurdór Guðmundsson.


Amalgam are:
Sigurdór Guðmundsson, (electric bass)
Sigurður Þór Rögnvaldsson (electric guitar)
Søren Mehlsen (drums)
Hans Christian Erbs (trumpet & flugelhorn)
Morten Bruun (tenor and soprano saxes)


You can also download all the songs in mp3 format, in one .rar file stored HERE =>
http://rapidshare.de/files/28044274/Amalgam__jazz-quintet__demo.rar.
(mp3's @ vbr 165-175 kbps, fully tagged with artwork)

24. maí 2006

19. maí 2006

Búlgaría


Stefnan tekin á Búlgaríu með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar innan skamms. Það verður athyglisvert og spennandi. Leiðinlegt að það stangast algerlega á við afmælis hátíð FÍH




Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Kennaraferð til Búlgaríu


Dagur 1.
Mæting í Leifsstöð: kl. 04:45
Brottfarartími: kl. 07:00
Komutími til Varna: kl. 15:00
Leiðsögumaður okkar hittir okkur og fer með hópinn á Aqua Hótel í Varna, þar sem gist er fyrstu nóttina.
www.aquahotels.com
Kl. 18:00 Móttaka og kynning á dagskrá ferðarinnar.
Kl. 19:00 ?? Sinfóníutónleikar í Listasafni Varnaborgar
Kl. 20:00 Kvöldverður


Dagur 2.
Morgunverður
Kl. 08:30 Lagt af stað til Veliko Turnovo
Kl. 12:00 Komið til Veliko Turnovo
Skoðunarferð um Samovoden-markaðinn
Frjálstími
Kl. 13:15 Lagt af stað til Arbanassi
Kl. 13:30 Fæðingarkirkjan í Arbanassi skoðuð, m.a. freskur frá XVI-XVII öld.
Kl. 14:00 Lagt af stað til Sofia
Kl. 17:30 Komutími til Sofia
Hótel: St. Sofia Hotel
www.svetasofia-alexanders.com
Kl. 18:30 Farið í Bulgaria Concert Hall. Göngufæri.
Kl. 19:00 Tónleikar: Hátíðartónleikar Sofia College of Music (85 ára afmæli skólans)
Kl. 21:00 Kvöldverður


Dagur 3.
Morgunmatur
Kl. 09:00 Fylgst með æfingu hjá kórnum “Dætur Orfeusar” www.bulgarianvoices.com
Frjálstími
Kl. 13:30 Skoðunarferð um Sofia
Kl. 16:30 Komið aftur á hótelið.
Kl. 18:30 Tónleikar: Yulangelo og Trio Rhodopea
Kl. 20:30 Kvöldverður á veitingastaðnum “Beyond the Alley Behind the Cuðboard”

Dagur 4.
Morgunmatur
Kl. 09:00 Lagt af stað til Ihtiman (eða Lisichevo)
Kl. 10:00 Hittum “local folklore group to enjoy some of their authentic singing”.
kl. 11:30 Lagt af stað til borgarinnar Plovdiv
kl. 13:00 Hótel: Trimontium Hotel, Plovdiv
(www.trimontium-princess.com)
Frjálstími
kl. 14:30 Skoðunarferð um Plovdiv (“Friday mosque, Roman theatre, St. Constantine and Helen, the House of Hindliyan”).
Heimsækjum einnig Tónlistarmenntaskólann í Plovdiv.
Frjálstími
kl. 19:30 Kvöldverður


Dagur 5.
Morgunmatur
Kl. 09:00 Lagt af stað til Bachkovo-klausturs (30 mín. akstur)
Skoðunarferð um klaustursvæðið.
Kl. 11:00 Haldið áfram til Shiroka Luka (2 klst. akstur)
Kl. 13:00 Hádegisverður í boði heimafólks í Shiroka Luka
Kl. 14:30 Heimsókn í Þjóðlagatónlistarskólann í Shiroka Luka. Hittum þar tónlistarkennara, stjórnendur og nemendur.
Kl. 17:00 Lagt af stað aftur til Plovdiv (ca. 2 ½ klst. akstur) Kvöldið frjálst.


Dagur 6.
Morgunmatur
kl. 8:30 Lagt af stað til Nessebar (“one of the UNESCO World heritage sites, famous for its ancient churches and charming atmosphere”) – við Svartahafið.
Kl. 12:00 Komið til Nessebar
Frjálstími
Kl. 14:00 Lagt af stað aftur til Varna (ca. 2 klst. akstur)
Kl. 16:00 Heimsókn í Archaeological Museum í Varna (“to see the largest ever collection of ancient golden treasures excavated in Bulgarian lands”).
Kl. 17:00 Ekið til Golden Sands (ca. 30 mín. akstur)
Hótel: Imperial Hotel, part of Riviera Holiday club (5*) Golden Sands. www.rivierabulgaria.com
Frjálstími
Kl.?? 20.00 Kvöldverður


Dagur 7.
Morgunmatur
Frjálstími
Kl. 15:00 Ekið til bæjarins Balchik (ca.1 klst. akstur)
Kl. 16:00 Heimsókn í Royal Palace of the Romanian Queen Mary and the botanical garden.
Vín-smakk/-kynning í Royal Palace.
Kl. 17:30 Ekið til bæjarins Chukurovo.
Kl. 18:00 Lokahóf í boði TR: Kvöldverður með búlgarskri þjóðlagahljómsveit og þjóðdönsum


Dagur 8.

Morgunmatur
Frjálstími fyrir hádegi.
Kl. 12:00 Skila herbergjum.

Kl. 13:30 Lagt af stað á flugvöllinn í Varna
Flugtími kl. 16:00

Komutími til Íslands kl. 18:10


Dagar...

Jæja .. þá fer að líða að lokum skóla-ársins. Búinn að vera þéttur endasprettur.

Einnig verið nóg að gera í því að spila í og æfa fyrir próf sem félagar mínir í FÍH hafa verið að þreyta að undanförnu.

Alltaf gaman að spila.

Nemendur mínir tóku flestir árs-/vorpróf að þessu sinni, nokkrir tóku 2. stig og einn 4. Meðaleinkunn allra prófa var um 8,5. Mjög fínt.

Annars hefur maður verið hálfgerður grasekkill að undanförnu. Konan í tveimur störfum og nóg að gera. En frí um helgina. Stefnan tekin á mat heima hjá systur minni á morgunn og svo afmæli hjá Matta á eftir. Ljúft.

8. maí 2006

Kana Rósa

Steve Vai að láta gítarinn "tala", Dave Lee Roth í fínu formi (fer í splitt og allt), allir í spandex (nauðsynlegt út af öllu hoppinu), allir með permanent (nema trommarinn).



Verð að játa það að ég hlustaði MIKIÐ á þetta fyrir 15-20 árum .. (GISP!!!) á VINYL meira að segja til að byrja með ...


Hressandi gripur.

6. maí 2006

Blessuð blíðan ...

Þetta var nú aldeilis ljómandi dagur. Sól og sumarblíða. Talið í jazz með félögunum skömmu eftir hádegi. Heimsótti óléttu systur mína skömmu fyrir kvöldmat. Svo fór allt í steik... nautateik, hún var eðal.

Vonandi heldur þetta blíðviðri áfram að viðra sig.

5. maí 2006

Allt gott bara ... en þú?

Lífið gengur sinn vana gang........ vanaða gang.

Fór á tónleikana hans Bibba um daginn, massafínir. Kíkti á NASA með Kidda, Matta og Steina á eftir, Vorblót í gangi. Petter Winnberg var geyspahvetjandi, þannig að ég og Mattinn lögðumst í spjall.

Annars bara vinna, vinna , vinna + æfa smá. Maí er súr tími fyrir tónlistarkennara. Nemendur virðast sumir hverjir ansi sambandslausir við umheiminn. Próf, ferðalög, hinn skólinn búinn ... óendanlegar afsakanir.. ég vona að árs-/stigprófin verði sómasamleg.

Já sumarið ... alveg að bresta á með sumri með humri. Búlgaría handan við hornið. Búinn að sjá uppkastið af dagskránni. Þetta verður eðal.


Shalom!

29. apr. 2006

djöfulsins hiksti

Have You Ever???
Talked all Night to someone???yes
Been to another Country???yes
Broke The Law???yes
Chased By The Cops???yes
Been in Love???yes
Kissed In the Rain???yes
Set Fire to Something???yes
Played a Sport???yes
Stayed awake for 2 days???yes
What's Your Favorite...
Food:yes please
Drink:rum, cofffe, water
Sport:no thankx
Number:why?
Color:sure!
Which is Better With The Opposite Sex
Lips or Eyes:yes please
Short or Tall:who cares
Romantic or Spontaneous:sure
Fatty or Skinny:yes
Sweet or Caring:yes
Do You Believe In
Soul Mates:no
Is There Someone You Want But You Know You Can't Have?who is she ? and what is she/he to you ?

CREATE YOUR OWN! - or - GET PAID TO TAKE SURVEYS!

28. apr. 2006

Mæli með að fólk flykkji sér á...

... Burtfarartónleika Birkis Rafns Gíslasonar gítarleikara frá Tónlistarskóla FÍH í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Frítt inn.


21. apr. 2006

Á meðan ég man...

Raksápupáskar.

Sumir eru gleðilegir ... Gleðilegt sumar.

Gumar eru sleðalegir.... Eníveis .. Fór á tónleika á Kaffi Kúltúre áðan með Agli. Það spáði hagli, en samt rigndi bara beint .. niður. Bandið var gott. Músíkin frumsamin, betra. Fólkið var fámennt en... áhugasamt sem áður ... ! Engu að síður. Gott kvöld.

En já .. What Does Your Birth Date Mean?
spörning ...


Your Birthdate: May 23

You're not good at any one thing, and that's the problem.
You're good at so much - you never know what to do.
Change is in your blood, and you don't stick to much for long.
You are destined for a life of travel and fun.

Your strength: Your likeability

Your weakness: You never feel satisfied

Your power color: Bright yellow

Your power symbol: Asterisk

Your power month: May


Sem sagt .. ekki góður í neinu, eirðarlaus og laus við allt skipulag. Óánægður með allt og viðkunnanlegur. (Go figure...!) Ég fíla líka spuna og frelsi og hreinskilni.


Maí er á næsta leiti ... og gulur er vissulega bjartur litur.

**********************************************************************************

12. apr. 2006

Hressandi F.R.E.T



Steinar og félagar voru hressandi. Nett grúfandi jazz.... je!

Ég reyndi að gefa gaurunum á borðinu fyrir aftan mig ítrekað "illt auga" án árangurs. Þeir töluðu mikið og hátt... smekkleysingjarnir.

Ég ætla að skella mér á ....

F.R.E.T í kvöld á Múlanum.



Snorri Sigurðarson trompet
Steinar Sigurðarson saxófónar
Daði Birgisson píanó
Róbert Þórhallson bassi
Jóhann Hjörleifsson trommur


Drykkjudjass eftir ýmsa hressa listamenn m.a. Lee Morgan og Joshua Redman ásamt meðlimum hljómsveitarinnar. Verður stuð í fyrirrúmi með fönk og ergelsis áhrifum.



C ya!

7. apr. 2006

Ég hérna ..

... fór á góða tónleika á Múlanum á miðvikudaginn. Eiríkur Orri og félagar sáu fyrir þessari prýðilegu kvöldstund. Keypti nýjann disk sem Scott McLemore var að gefa út. Hjómar vel. Þar spila með honum Ben Monder, Ben Street og Tony Malaby.

...fór á sérdeilis fína burtfarartónleika míns gamla vinar og félaga ofan af Akranesi, Barkar Hrafns Birgissonar í gærkvöldi (er maður að beygja nafnið rétt .. maður spyr sig!!). Strákurinn var sjálfum sér samkvæmur, einlægur og hress. Flott efni.

.... spilaði í tveimur stigsprófum í dag. Meðaleinkuninn var 92,5. Efnismenn!

.... verð að spila með þessar stúlku og fleiri hetjum á morgunn... sjá nánar.

4. apr. 2006

Frank Zappa on Crossfire



VIDEO: Frank Zappa on Crossfire
Frank Zappa on an old Crossfire episode from way back.

Frank Zappa í hörku rökræðum um ritskoðun texta í tónlist. Sjónvarpsþátturinn er frá árinu 1986.

2. apr. 2006

The Bad Plus um Ísland ....

The Iceland Trip

Two weeks ago, TBP played in Reykjavik for the first time. Great gig, great city, great country. Hopefully we will be back soon. .... MEIRA HÉR ....

31. mar. 2006

Djassað í mynd .... !

http://jazz-videos.blogspot.com/

Fullt af fínu efni, t.a.m.

Martin Taylor
Bill Evans Trio - Gloria's Step 1972
Bill Evans Trio - If You Could See Me Now 1966
Bill Evans Trio - Waltz for Debby 1965
Bill Evans Trio - My Foolish Heart 1965
Bill Evans Trio - Elsa 1965
Keith Jarrett "Autumn Leaves"
Oscar Peterson
Joe Pass and Roy Clark
Oscar Peterson Quartet featuring Joe Pass - Cakewa...


Góða skemmtun!

Eldur í sinu ....




Mýrarnar brenna og frændur mínir berjast við eldinn ásamt fjölda annara. Vonandi kulna þessar glæður hið fyrsta.


Rauði punkturinn á myndinni, við hliðina á jeppanum, er mamma mín.

Don Alias - 25 Dec 1939 ~ 28 Mar 2006

Don Alias

25 Dec 1939 ~ 28 Mar 2006

27. mar. 2006

Já maður ... !

Bara allt fínt að frétta .... Fyrir utan fasta vinnu þá hefur tíminn að mestu farið í æfingar fyrir stigspróf hjá hinum og þessum. Einnig er verið að undirbúa atriði sem verður að líkindum flutt á Söngkeppni Framhaldsskólanna. Meira um það síðar.

16. mar. 2006

Free jazz ... söngkeppni o.fl.

Langur dagur í gær.
En fyrsta verkefni dagsins hjá mér var að spila með Snarstefjun 2 hópnum í FÍH, í "Free Jazz" prófinu þeirra. Það gekk mjög vel og var bara mjög gaman. Slagarar eins og Ghosts eftir Albert Ayler, The Sphinx og Peace eftir Ornette Coleman, Straight Up & Down eftir Eric Dolphy.

Þar næst tók við æfing fyrir stigsprófið hans Egils.

Síðan fór ég til læknis og tók hann eyrun á mér í löngu tímabæra hreinsun (smáatriðunum verður sleppt til að hlífa viðkvæmum sálum) og heyri ég nú allt í super Hi-Fi, hálf súrrealískt upplifun eftir að hafa verið með lífræna eyrnatappa í allt of langan tíma.

Kl. 17:00 var svo sándtékk niðrá Gauk og generalprufa þar á eftir. Söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík hófst svo um kl. 20:30. Kiddi, Egill og Ómar Guðjóns. skipuðu restina af bandinu. Vel gert hjá IR, látlaust og chillað. Seth Sharp sigraði með laginu Hallelujah eftir Leonard Cohen.



Fleiri myndir hérna!

13. mar. 2006

Helgin

Það bar helst til tíðinda um þessa helgi sem leið, að æft var fyrir söngkeppni Iðnskólans í Reykjavík. Æfingarnar fóru fram í matsal skólans. Ég hef aldrei, held ég, komið inn í þessa byggingu áður. Þó er ekki ólíklegt að ég gæti hafa komið þarna meðan karl faðir minn var í námi, en síðan eru liðin mörg ár.

En margt nýstárlegt bar fyrir sjónu og hvet ég lesendur til að kíkja á Kidda til að fá sjónrænar lýsingar á aðstæðum.



Nú ... svo voru tónleikar The Bad Plus á NASA í gærkvöldi. Alveg hin prýðilegasta skemmtun. Mikið var af rokk- og poppáhuga fólki, og gerði það óneitanlega stemminguna "rokkaðri". Talsvert var þó um fliss þar sem einhverjum áhorfendana var greinilega skemmt yfir nálgun félagana á hljóðfærin. Helst var flissað að trymblinum sem, vel á minnst, var sá þeirra félaganna sem vakti hvað mesta eftirtekt (mína amk). En þeir eru allir fanta góðir spilarar og hafa algerlega sinn eiginn hljóm sem jazz-rokk tríó. Þeir spiluðu sínar útgáfur af "Smells Like Teen Spirit" (Nirvana), "Human Behaviour" (Björk) og "Flim" (Aphex Twins) auk eigin tónsmíða.
Þeir hlutu stórgóðar viðtökur. Fólk reis úr sætum og klappaði þá upp tvisvar. Þeim hljóta að hafa komið viðtökurnar þægilega á óvart.

....


12. mar. 2006

1. mar. 2006

Starfsdagar

Fór á athyglisverðann fyrirlestur um prófdæmingar í morgunn. Skiptar skoðanir á því hvað er rétt í þessum efnum. Mikilvægt þó að menn (kennarar) ræði þetta sín á milli.

Meira um prófdæmingar á http://www.profanefnd.is/

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker