18. okt. 2005

The Gemini Incident

Var að chilla yfir Idol Extra á Sirkus meðan ég lá á meltunni áðan. Engan vegin í frásögur færandi svo sem. Fyrir þá sem ekki þekkja þáttinn, þá er þetta svona "handan tjaldanna" þáttur. Fylgst með keppendum og dómnefnd á bak við tjöldin. En glyrnurnar á mér stækkuðu af undrun þegar Bubbi tók að syngja (laglínu án texta, upp úr sér að því er virtist). Ástæðan var þessi: Laglínan byrjaði alveg eins og laglínan í C kaflanum í "You Turn" sem ég samdi fyrir 2 árum. Ekki nóg með það... heldur hélt hún áfram að fara sömu leið og línan sú... og hann endaði eins... sem sagt hann beisiklí söng C kaflann! Hvort hann hafi heyrt lagið, hef ég ekki hugmynd um. Svo er líka spurning hvaðan í ósköpunum þessi laglína kom í upphafi (til mín þ.e.a.s.)
Nú verð ég eiginlega að sjá þáttinn í endursýningunni til að tjékka hvort ég hafi ekki heyrt rétt! ;-)

Fyndið.

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker