16. okt. 2005

Fór á fyrirlestur um lesblindu (sem er engan vegin nógu gott orð, skilst mér) í morgun!


Hvað er lesblinda?
Hvernig getur þú vitað hvort um lesblindu sé að ræða?

Hér er listi yfir algeng einkenni lesblindu. Birtast einhver af þessum einkennum í lífi eða starfi?

Þú getur líka gert könnun á sjálfum þér á www.davisdyslexia.com

Sjón
Breytir eða víxlar útliti og röð stafa eða talna. Slæm stafsetning.
Sýnist stafir og tölur fara á hreyfingu, hverfa, stækka eða minnka Sleppir úr eða breytir stöfum, orðum og línum við lestur eða skrift. Sleppir úr eða hunsar greinamerki og hástöfun.

Heyrn
Á í erfiðleikum með talhljóð.
Heyrir hljóð og orð sem aðrir heyra ekki.
Er ásakaður um að hlusta ekki eða fylgjast ekki með.
Heyrist hljóð vera hljóðlátara eða háværara, nær, eða fjær en þau eru í raun.

Jafnvægi og hreyfing
Svimi eða flökurleiki við lestur. Er áttavilltur.
Getur ekki setið kyrr
Á í erfiðleikum með skrift (skrifblinda) Jafnvægis- og samhæfingarvandamál.

Tími
A erfitt með að sitja kyrr og halda athygli lengi (athyglisbrestur) Getur ekki lært stærðfræði (reikniblinda)
Á erfitt með að lesa á klukku og vera á réttum tíma.
Sætir gagnrýni fyrir dagdrauma og að lifa í ímyndunarheimi. Truflast auðveldlega af umhverfinu.
Á í erfiðleikum með rétta röð (að setja hluti á sinn stað) og ákveða forgangsröð.

Ef talsverður hluti ofangreindra einkenna koma reglulega fyrir er lesblinda líklegasta skýringin. (þessar skilgreiningar er að finna á www.lesblinda.is)
Fyrirlestur Nóru Korblueh - norak@hn.is

Bloggsafn

Um mig / about me

Myndin mín
Bass player, father, husband, band member, musician, son, brother, hobby photographer, friend, coffee drinker,
    eXTReMe Tracker